Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 2
2 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Framtíðarhugmyndir varðandi skipulag reita við Hlemm: Íbúar hafa áhyggjur af umfer› BORGARMÁL Um tvö hundruð manns mættu á fund borgaryfirvalda að Hlemmi í gær en þar voru kynntar fyrir íbúum miðbæjarins framtíðar- skipulagshugmyndir á nokkrum reitum við Hlemm og í nágrenni. Sá staður hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði en aðeins er um fyrstu skref að ræða til að koma svæðinu í heild aftur til vegs og virðingar. Undir yfirskriftinni Hlemmur plús kynntu áhugasamir sér þær hugmyndir sem á borði eru um Hlemm sjálfan og næsta nágrenni. Þar á meðal eru stórar hugmyndir um byggingu íbúðar- og skrifstofu- húsnæðis milli Einholts og Þver- holts, Ármannsreitinn svokallaða þar sem íþróttafélagið Ármann hef- ur haft aðsetur um langa hríð og Höfðatorg sem rísa á í Borgartúni. Gestir sem til máls tóku lýstu efasemdum um að bygging þúsund íbúða á svæðum nálægt Hlemmi hefði ekki í för með sér stóraukna bílaumferð með tilheyrandi um- ferðarhnútum. Dagur B. Eggerts- son, formaður skipulagsráðs borg- arinnar, sagði fundinn hafa verið gagnlegan. Mörg sjónarmið íbúa og annarra hefðu komið fram og til- gangnum þannig náð. „Við erum að fylgja því sem við höfum verið að gera mjög víða undanfarið; að kynna allar breytingar strax á byrj- unarstigi fyrir íbúum og vinna þannig að skipulagsmálum í meiri sátt við alla sem að koma. Þær hug- myndir sem komu hér fram verða skoðaðar og svo höldum við annan fund í haust þegar meiri skriður er kominn á málið.“ - aöe Lögregla hljóp uppi ungmenni í Heiðmörk: Stálu bíl og kveiktu í honum LÖGREGLA Þrjú ungmenni, tveir sautján ára gamlir piltar og fimmtán ára gömul stúlka, voru hlaupin uppi af lögreglu í Heiðmörk í gærmorgun. Þau voru grunuð um að hafa skemmt fjóra til fimm bíla í Seláshverfi í Reykjavík um nóttina, ásamt því að hafa stolið einum bíl sem þau óku upp í Heiðmörk, þar sem þau kveiktu í honum. Lögreglan í Hafnarfirði fékk um klukkan hálf sex í gærmorgun til- kynningu um eld í Heiðmörk og þegar að var gáð fannst bíllinn. Þá sást til bíls sem ekið hafði verið út af veginum og sat fastur í drullu, en ungmennin voru nærri og voru hlaupin uppi. Einn piltur komst undan. Ungmennin voru undir áhrifum áfengis og voru látin sofa úr sér í fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla yfirheyrði þau síðdegis og voru þau látin laus eftir að hafa játað á sig glæpina. Búist er við að ungmennin verði látin svara til saka. Lögreglan telur sig vita hver fjórði pilturinn var. Er hans nú leitað og er málið því enn í rann- sókn. - óká Ólafur Ragnar hefur veitt nær 600 or›ur JAFNRÉTTISMÁL Í embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, á árabilinu 1996 til 2005 hafa íslenskar og erlendar konur hlotið 26,7 prósent af þeim fálka- orðum sem veittar hafa verið og karlmenn 73,3 prósent. Alls hafa 574 einstaklingar hlotið orðuna úr hendi forsetans, þar af 258 Íslend- ingar og 316 útlendingar. Ef aðeins er horft á þann hóp Íslendinga sem fengið hefur fálkaorðuna á þessu árabili hefur 97 þeirra verið nælt í barm kvenna, 37,6 prósentum. Ekki er hlutfallslegur prósentumunur á milli orðuveitinga til íslenskra kvenna frá byrjun tímabilsins til loka þess, íslenskar konur hafa fengið allt frá þriðjungi veittra fálkaorða á tímabilinu og upp í ná- lega helming þeirra. Hlutur ís- lenskra kvenna var hlutfallslega mestur í þessum efnum árið 2000 en þá fengu konur tólf af þeim 25 fálkaorðum sem veittar voru Íslendingum. Mest er ósamræmið milli kynjanna í orðu- veitingum til erlendra ríkisborgara en 56 af þeim 317 orðum sem veittar hafa verið erlendum ríkis- borgurum hafa farið til kvenna, eða 17,7 prósent. Mun færri er- lendum ríkisborgur- um er veitt fálkaorðan nú en í byrjun tímabilsins, en útlending- um er hvað helst veitt orðan í tengslum við opinberar heim- sóknir. Sem dæmi um þetta má nefna að árið 1996 fengu 69 út- lendingar fálkaorðuna en einung- is 23 Íslendingar en það sem af er árinu 2005 hafa einungis fjórir út- lendingar fengið orðuna en 29 Íslendingar. „Í þessum málum á að gæta jafnréttissjónar- miða eins og í öðrum málum,“ segir Mar- grét María Sigurðar- dóttir, fram- kvæmdastjóri Jafn- réttisstofu. „Það má kannski draga ályktun út frá þessu um hvernig staða jafnréttismála er í öðrum löndum. Sú stað- reynd að konur fá 37 prósent þeirra fálkaorða sem veittar eru Íslendingum er bara þokkaleg, þó ég vildi að sjálfsögðu sjá enn frekari jöfnuð,“ segir Margrét. ingi@frettabladid.is LÖGREGLA Tveir bílar eru mikið skemmdir eftir að hafa rekist saman síðdegis á sunnudag á ein- breiðri brú yfir Hoffellsá. Öku- menn og farþegar sluppu hins vegar við meiðsli, að sögn lög- reglu á Höfn í Hornafirði. Í öðrum bílnum voru hjón með tvö börn á ferðalagi, en í hinum var ein kona. Fátt er vitað um tildrög slyss- ins annað en að lögregla segir skyggni hafa verið leiðinlegt þegar áreksturinn varð, auk þess sem brúin stendur hærra en vegurinn í kring og því blint upp á hana. - óká KABÚL, AP Afgönskum leyniþjón- ustumönnum tókst í gær að afstýra banatilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í land- inu. Khalilzad ætlaði ásamt Ahmad Jalali, innanríkisráðherra Afganist- an, að taka formlega í notkun veg í Qarghayi-héraði, en skömmu fyrir athöfnina handsömuðu yfirvöld þrjá Pakistana sem voru á pallbíl fullum af skotvopnum og hand- sprengjum. Mennirnir hafa þegar játað að hafa komið til Afganistan sérstak- lega til að ráða Khalilzad af dögum. Khalilzad, sem var aldrei í hættu, heldur á næstu vikum til annars róstusams lands en hann hefur verið skipaður sendiherra í Írak. ■ SPURNING DAGSINS Gu›jón, væru fleiri fiskar í sjónum ef Frjálslyndir væru vi› völd? „Ja, ef við værum búnir að vera lengi við völd þá væri það svo.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, lýsti óánægju sinni með fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar í grein í Fréttablað- inu í gær. Í VONDUM MÁLUM Afganska sjónvarpið sýndi í gær myndir af tilræðismönnunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Afganska leyniþjónustan: Komi› í veg fyrir tilræ›i Reykjanesbraut: Fimm bíla árekstur SLYS Fimm bíla árekstur varð um hálffjögurleytið í gær skammt sunnan við Smáralind, norðan við gatnamót Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar. Fjórir fólksbílar voru í röð á götunni og keyrði hópbifreið aftan á þann sem síðastur var í röðinni, sem olli því að hann rakst aftan á næsta bíl og svo koll af kolli. Ellefu manns voru í bílunum fimm og voru átta þeirra fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meiðsl þeirra voru ekki alvarleg og voru allir útskrifaðir af spítalanum í gær með minniháttar áverka. - ifv FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HLEMMUR PLÚS Gestir sem til máls tóku höfðu mestar áhyggjur af aukinni umferð í kjölfar þéttingar byggðar við Hlemm. Árekstur á einbreiðri brú: Bílarnir miki› skemmdir VEITING FÁLKAORÐUNNAR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti tólf einstaklingum fálkaorðuna við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum hinn 17. júní síðastliðinn. Af þeim tólf sem fengu orðuna að þessu sinni voru einungis tvær konur. Á árabilinu 1996 til 2005 hefur forseti Íslands veitt 574 hei›ursmerki íslensku fálkaor›unnar. fiar af hefur röskur fjór›ungur fari› til kvenna. Útlendingar eru meirihluti fleirra sem forsetinn hefur hei›ra› me› flessum hætti. Hagen ómyrkur í máli: Sækir a› Bondevik NOREGUR Ný skoðanakönnun Aften- posten sýnir að vinsældir kristi- legra demókrata, flokks forsætis- ráðherrans Kjell Magne Bondevik, fara mjög þverrandi. 34 prósent kjósenda segjast aldrei mundu kjósa flokkinn en kosið verður til þings í haust. Aðeins Framfara- flokkur Carl Hagen er óvinsælli en ólíkt kristilegu demókrötum á hann líka fjölmarga stuðningsmenn. Carl Hagen lýsti því yfir í gær að flokkur hans væri einungis reiðubú- inn að verja ríkisstjórn borgaralegu flokkanna falli ef Bondevik færi úr stóli forsætisráðherra. - shg FJÖLDAÁREKSTUR Fimm bílar lentu í árekstri á Reykjanesbraut í gær og slösuð- ust átta manns í árekstrinum. Bandaríska leyniþjónustan: Kve›st vita um bin Laden HRYÐJUVERK Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, kvaðst í viðtali við tímaritið Time hafa „prýðilega hugmynd“ um hvar Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, felur sig. Hann nefndi þó ekki hvar sá staður væri né hvenær áformað væri að hand- sama manninn. Goss viðurkenndi í viðtalinu að veikir hlekkir væru í hinu svo- nefnda stríði gegn hryðjuverkum og því gæti orðið erfitt að góma eftirlýsta hryðjuverkamenn. Þótt Goss hafi ekki nefnt Pakistan sem dvalarstað bin Laden er talið að hann hafist við þar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Í HEIÐMÖRK Í gærmorgun komst piltur undan lögreglu á hlaupum í Heiðmörk, en tveir félagar hans og ung stúlka voru gripin. Þau skemmdu bíla í Reykjavík og stálu einum, sem þau kveiktu svo í eftir bíltúr upp í Heiðmörk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.