Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 65

Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 65
The Immoralist. Þar tók kvik- myndafyrirtækið Warner Brothers eftir honum og bauð honum hlutverk Cals Task í East of Eden. Þar með var björninn unninn og Dean varð á einni nóttu ofurstjarna. Handsalaður samningur tryggði honum fjár- hagslegt öryggi og hlutverk í kvikmyndum til frambúðar. Á þeim tíma voru leikarar eins og knattspyrnumenn sem sömdu við kvikmyndaverið til ákveðins árafjölda og léku því eingöngu í kvikmyndum sem verið fram- leiddi. Árið 1955 hóf Dean tökur á tveimur kvikmyndum, Rebel without a cause með Natalie Wood og Giant með Elisabeth Taylor. Báðar þessar myndir héldu nafni hans á lofti því áður en þær voru frumsýndar var Dean allur. Hann var, eins og oft áður, að stíga bensínið í botn á nýju Porche-bifreiðinni sinni þegar hann lenti í árekstri við Donald Turnupseed á vegi milli þjóðvegar 41 og 46 þann 30. september árið 1955. Sagan seg- ir að hann hafi nýlokið við tökur á senu sem bar heitið „Síðasta kvöldmáltíðin“, tilviljun sem hefur ekki dregið úr ævintýra- ljómanum í kringum hann. Í októberlok það ár var Rebel without a cause frumsýnd og nokkrum vikum seinna The Gi- ant. Dean var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir þær báðar. Þótt James Dean hefði ein- ungis leikið aðalhlutverk í þremur kvikmyndum lifir nafn hans enn þann dag í dag. Hver og einn hefur sína skoðun á því hvers vegna. Joe Hyams, sem skrifaði ævisögu hans, komst kannski best að orði þegar hann sagði: „Fyrir töfra kvikmynd- anna tókst Dean að verða tákn þeirra spurninga sem ungt fólk hefur leitað svara við kynslóð eftir kynslóð.“ freyrgigja@frettabladid.is SUNNUDAGUR 2. október 2005 33 RISINN James Dean og Elisabeth Taylor skiluðu einstökum leik í The Giant. Myndin var frumsýnd eftir að Dean lést Hver stjórnar Gettu betur? „Nei, arftaki Loga hefur ekki ver- ið ákveðinn,“ segir Páll Magnús- son útvarpsstjóri spurður hvort nýr spyrill í spurningakeppninni Gettu betur hafi verið fundinn, en því starfi hefur Logi Bergmann Eiðsson gegnt um árabil. Hann er hins vegar genginn til liðs við fréttastofu Stöðvar 2. Keppnin er með vinsælasta sjón- varpsefni RÚV og brennur málið mjög á a ð d á e n d u m hennar. Í ljósi þ e s s a ð Þórhallur Gunnarsson var ráðinn til að fylla skarð Loga Bergmanns þykir mörgum borðleggjandi að hann verði því næsti spyrill. „Ég segi ekki af eða á um neitt,“ segir Páll sposkur. „Það eru nokkur nöfn í sigtinu en ég vil ekki segja þér þau.“ Þórhallur neitaði því hins vegar í samtali við Frétta- blaðið á fimmtudagskvöld og sagðist hafa í nógu að snúast í kringum Torgið, hinn nýja magasín-þátt Ríkissjónvarpsins. H u g s a n l e g i r arftakar Loga sem hafa verið nefndir eru til dæmis Kristján Kristjáns- son, Ómar Ragnarsson og Gísli Einarsson. Kristján naut fádæma vinsælda sem stjórnandi Kast- ljóssins og þykir einstakur húmoristi. Ómar stjórnaði á sín- um tíma spurningaþætti milli bæjarfélaga og ef það er einhver sem nær að brúa kynslóðabil þá er það hann. Gísli er verðugur fulltrúi landsbyggðarinnar og þáttur hans Út og suður í uppáhaldi hjá mörgum. Það má hins vegar ekki gleyma fortíð Sig- mars Guð- mundssonar en hann stjórnaði morgunþætt- inum Í klóm drekans á X-inu á sín- um tíma. Sú reynsla gæti nýst honum í Gettu betur. Þá stóð Stef- án Pálsson, fyrrverandi dómari keppninnar, fyrir könnun á heima- síðu sinni og þar reyndist Popp- landsspekingurinn Freyr Eyjólfs- son vera efstur. Það þykir þó mörgum löngu tímabært að fá konu í pontuna víð- frægu. Nýráðin Jóhanna Vil- hálmsdóttir gæti komið þar sterk til leiks. Þá er spurning hvort ungur aldur Ragnhildar Steinunnar ætti að vera henni þrándur í götu. Þóra Sigurðar- dóttir náði sér í dýrmæta blaðamannareynslu á Sirkus Rvk og gæti því einnig komið sterk- lega til greina. Þá hefur nafn Mar- grétar Mart- e i n s d ó t t u r einnig ver- ið nefnt. Páll Magnússon bjóst við að ákvörðun um nýjan spyril yrði tek- in í næstu viku og segir ekki loku fyrir það skotið að frekari breyt- ingar verði gerðar á keppninni. „Svona þættir þurfa að ganga reglulega í endurnýjun lífdaga til að virka frískir frá ári til árs. En það hafa ekki verið teknar neinar dramatískar ákvarðanir ennþá. Við förum á fullt með þetta í næstu viku.“ bergsteinn@frettabladid.is MARGRÉT MARTEINSDÓTTIR Hefur unnið stöðugt á í fréttum Ríkisjónvarps- ins. Gæti orðið prýðilegur stjórnandi Gettu betur. ÓMAR RAGNARSSON Það er ljóst að Ómar færi létt með að bregða sér í hlutverk spyrilsins enda tekur hann sig vel út í pontu. Jóhanna Vilhjálmsdóttir Það skyldi þó aldrei vera að Jóhanna Vilhjálmsdóttir yrði næsti stjórnandi Gettu betur og þar af leiðandi fyrsta konan í því hlut- verki? KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Á sér dyggan aðdáendahóp sem nánast horfði ekki á Kastljósið á meðan hann tók út feðraorlofið sitt. Kemur sterklega til greina sem stjórnandi keppninnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.