Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 67

Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 67
Breska leikkonanImelda Staunton mun leika prófessor Dolores Umbridge í fimmtu myndinni um Harry Potter. Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í myndinni Vera Drake, mun þurfa að breyta sér í vonda prófessorinn sem í bókinni er lýst sem lítilli konu - óhugnalega líkri körtu. Tökur á myndinni hefjast snemma á næsta ári og fer David Yates með leik- stjórn. Fyrirsætan Twiggy vill ekki að KateMoss leiki hana í mynd sem gera á um ævi hennar. Twiggy segir að eiturlyfjafíkn Moss hafi ekkert með ákvörðunina að gera heldur sé Moss einfaldlega of gömul. „Hún er bara of gömul. Hún er mjög glæsileg og hef- ur náð mjög langt en þið verðið að muna að þá var ég aðeins sextán ára, ég var bara barn.“ Paul McCartney er nú að vinnameð söngvaranum Stevie Wonder í annað sinn, en rúmlega tuttugu ár eru síðan þeir tóku saman upp lagið Ebony and ivory sem gerði það gott í tónlistarheiminum. Nýja lagið heitir A Time to love sem er einnig titill nýj- ustu plötu Wonders, sem er fyrsta platan hans eftir tíu ára hlé. „Paul og Stevie hafa þekkst í þó nokkur ár og hafa báðir átt miklum vinsældum að fagna. Plötufyrirtækið bíður nú og vonar að þetta lag verði jafn vinsælt og það fyrra,“ segir heimildarmaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.