Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 20.10.2005, Qupperneq 40
2 ■■■ { Hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Dagskrá Hansadaga FÖSTUDAGURINN 21. OKTÓBER 16:30-17:10 Setning Hansadaga í verslunarmiðstöðinni Firðinum. Helga Braga og Steinn Ármann kynna dagskrá. Englakórinn syngur. Forseti Íslands setur Hansadaga. Þýska hljómsveitin Freiheit spilar. Þýskubíllinn. 19:30-20:00 Vígsla á göngu- og hjólastíg. Opnun á Hansaborgasýningu og ljós tendruð á stígnum. Flugeldasýning verður og að henni lokinni verður skrúðganga með lúðrasveit Hafnarfjarðar í broddi fylkingar að Íþróttahúsi Strandgötu. 20:00-21:30 Fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu Strandgötu. Bæjarbúum boðið að hitta forsetahjónin. LAUGARDAGURINN 22. OKTÓBER 13:00-16:00 Hátíðarhöld í Firði: Bein útsending á Rás 2. Tilboð og matarkynn- ingar. Þýskubíllinn verður við verslunarmiðstöðina Fjörðinn. Dregið í getraun um Hansaborgir í beinni útsendingu á Rás 2 kl. 15:45. Freiheit spilar. 14:00-16:00 Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að koma á fyrirlestra í Byggða- safni Hafnarfjarðar, Pakkhúsinu, Vesturgötu 8. SUNNUDAGURINN 23. OKTÓBER 10:00-13:00 Fótboltamót í Risanum, knattspyrnuhúsi við Kaplakrika, 5. flokkur drengja og stúlkna. Þýskubíllinn. Sýning í kaffistofu Hafnarborgar með ljósmyndum Bernt Schlüsselburg frá Cuxhaven, vinabæ Hafnar- fjarðar. 13:00 Verðlaunaafhending og slit Hansadaga. Tilbúinn að jóðla í Týrólabúningi Jón Arilíus, bakari og eigandi Kökumeistarans í Firðinum, lofar fjörlegri og fjölbreyttri þýskri stemningu á Hansadögum. Það verður margt um að vera í Samkaupum í Hafnarfirði meðan á Hansadögum stendur. Verslunin mun bjóða upp á fjölbreyttar kynningar og ýmis tilboð á þýsk- um vörum. ,,Búðin mun hafa á boðstólum framandi þýska rétti sem hingað til hafa ekki verið algengir í íslensk- um innkaupaverslunum, til dæmis súrsaða svínaskankar og súrkál,“ segir Gísli Gíslason, rekstrarstjóri Samkaupa. Þýska tríóið Freiheit mun einnig mæta á svæðið og taka lagið. Freiheit mun spila klukkan 17:00 á föstudeginum og klukkan 14:00 á laugardeginum. Búðin verður skreytt á þýskan máta og Gísli lofar góðri stemningu. Jón segir að fólk megi eiga von á ýmsum kynningum og tilboðum í bakaríinu á meðan á Hansadögum stendur. Hann segir að boðið verði upp á fjölbreytt úrval af bæði þýsku brauði og dýrindis sæta- brauði. Jón nefnir þar helst Blechküchen, Münchenar-brauð, Svartaskógartertu, pretzel, þýsk sveitabrauð og bóndabrauð, apfel- strudel og margt fleira. Jón segist ekki ætla að þröngva Týrólabún- ingum upp á starfsfólkið sitt en segist heita því að ef einhver mæti með slíkan fatnað muni hann klæðast honum. ,,Ef einhver er tilbúinn að kasta smá aurum í hattinn get ég jóðlað eitthvað líka,“ segir hinn hressi bakari Jón Arilíus að lokum. ,,Hansakaupmenn voru mjög öflug- ir í Hafnarfirði og hér voru þeirra höfuðstöðvar. Þorvaldur Daníels- son hjá Hópbílum fékk þá hugmynd að sækja um í Hansasmtökunum, sem 169 borgir eru aðilar að og all- ar eiga sögu tengda Hansakaup- mönnum. Í kjölfarið af inngöngu okkar þar datt okkur í hug að hafa Hansadag, hálfgerða þýska daga. Markmiðið er að efla verslun og þjónustu í bænum,“ segir Anna Sigurborg Ólafsdóttir, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsvið Hafna- fjarðarbæjar, um tilkoma Hansa- daganna. Anna segir að dagskráin sé fjörug og skemmtileg og gleðin muni bera þessa helgi uppi. Helstu atburði sem verða í gangi alla helg- ina segir Anna meðal annars vera þýskt þema í bókasafni Hafnar- fjarðar, ýmis tilboð í verslun- um bæjarins, þýska tríóið Freiheit spilar nokkrum sinn- um og einnig lúðrasveit, ljós- myndasýning frá Cuxhaven í kaffistofu Hafnar- borgar, fótbolta- mót í Kaplakrika og þýskubíllinn kynnir HM í fót- bolta svo fátt eitt sé nefnt. Setning há- tíðarinnar verður afar glæsileg. „Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, verður hér í opinberri heimsókn. Hann mun setja dag- ana í verslunarmið- stöðinni Firðinum. Að því loknu munu forsetahjónin taka á móti bæjarbúum á fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu Strand- götu. Þar mun Ólafur Ragnar meðal annars veita hvatningu til ungra Íslendinga og færa Hafnfirðingum gjöf.“ Fjölskyldu- hátíðin er stærsti ein- staki viðburðurinn á Hansadögum. Þar munu meðal annars koma fram karlakór- inn Þrestir, Þórunn Sigþórsdóttir sópran og hin hressa h a f n f i r s k a hljómsveit Jakobínarína. Fyrr um kvöldið verður vígsla á nýrri hjóla- og göngubraut við Fjarðar- götu og þar verður einnig opnuð sérstök Hansaborgarsýning. Síðan hefst flugeldasýning og síðan verður marserað í skrúðgöngu á fjölskylduhátíðina. Anna vonast til þess að Hansa- dagar verði að árlegum viðburði. ,,Á næsta ári munum við bjóða, í samstarfi við Icelandair, upp á ferð- ir til bæjarins. Það er stór hópur fólks sem heimsækir Hansaborgir um alla Evrópu. Þar sáum við okkur leik á borði til að efla ferða- þjónustu hér í bænum,“ segir Anna með bjartsýnistón. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Hansadögum Dagana 21.-23. október verðum mikið um dýrðir í Hafnarfjarðarbæ þegar Hansadagar verða haldnir í fyrsta skipti. Hansadagar verða í Hafnarfirði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ólafur Ragnar Grímsson mun opna Hansadaga. Þýskuþjálfari á Porsche Þýskibíllinn er átaksverkefni Háskóla Íslands, stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur, félags þýskukennara og þýska sendiráðsins ásamt nokkrum styrktaraðilum til að auka hvatann til þýskunáms og reyna að áhuga- tengja tungumálanámið. ,,Sjálfur þýskubíllinn er Porsche-jeppi en með bílnum er þýskuþjálf- ari eins og ég kýs að kalla hann. Hann heldur örnámskeið í fótbolta- þýsku, kynnir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári og fleira. Með í för er einnig mark og þar geta krakkar æft sig í skotfimi og þeir sem ná að skora fá gefins bol,“ segir Oddný Sverr- isdóttir, sem er stjórnandi verkefnisins og deildarforseti hugvísinda- deildar Háskóla Íslands. Bíll- inn mun vera með dagskrá á Hansadögum og þar geta all- ir sem vilja æft sig í knatt- spyrnu og í leiðinni speytt sig á þýskunni. Einnig verð- ur hægt að fá þar bækling með ýmsum hagnýtum upp- lýsingum og gögnum tengd- um þýskunámi. Þýskt tríó SAMKAUP TAKA ÞÁTT Í HANSADÖGUM Jón Arilíus bakari tekur Hansadögum fagnandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.