Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.10.2005, Qupperneq 8
8 28. október 2005 FÖSTUDAGUR ������������ �������������� �������������� ���������������� ��������������������������� ������������������������� ������������������������ �������������������� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ������������������������������� ���������� LÖGGÆSLA „Þetta er jafn galið og að hafa lykilembætti lögreglunar í Reykjavík út í Viðey og engar bátaferðir þar á milli,“ segir Geir Gestsson í bæjarstjórn Vestur- byggðar um tillögur nefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins um nýskipan lögreglumála. Þar er lagt til að lögregluembætti lögreglan á Patreksfirði samein- ist þeirri á Bolungarvík og mun báðar vera undir lykilembættinu á Ísafirði. Geir segir að ef tillögurnar nái fram að ganga verði bak- vaktir lagðar af á Patreksfirði sem þýði að á nóttum verði næsti vakthafandi lögregluþjónn á Ísa- firði. Þangað er hins vegar ófært lungann úr vetri . „Það er alltaf verið að tala um hvað uppbygging á Ísafirði sé góð fyrir Vestfirðinga en á meðan samgöngur eru ekki betri en þetta njótum við ekki þessarar uppbyggingar hér á sunnanverð- um Vestfjörðum nema að litlu leyti,“ bætir Geir við. Hann segir alla bæjarstjórn Vesturbyggðar leggjast harðlega gegn þessum tillögum. Sigríður Guðjónsdóttir, sýslu- maður á Ísafirði, segir að tillög- urnar miði að því að bæta þjón- ustuna í minni byggðum en ekki að draga úr henni. Hún vildi þó ekki tjá sig frekar um málið. Fleiri hafa lýst áhyggjum sínum vegna tillagnanna. Lands- sambandi lögreglumanna hefur borist bréf frá lögreglumönnum í Kópavogi þar sem efasemdum er lýst varðandi tillögurnar. Að sögn Páls Winkel, framkvæmdastjóra sambandsins, hefði lögregl- an þar frekar kosið að sameina löggæsluna aðeins í Hafnarfirði og Kópavogi. Fréttablaðið hefur einnig heimildir fyrir því að nokkrir lögreglumanna í Kópa- vogi hafi sagst munu segja starfi sínu lausu gangi tillögurnar eftir. Páll segir að enn sé lögreglu- mönnum ekki vel ljóst hvernig útfærslan verði og því sé ótíma- bært að tjá sig um tillögurnar. Þær verði kynntar á fundum sem haldnir verði með lögreglumönn- um á næstu dögum og vikum. Stefnt er að því að þeirri kynn- ingu verði lokið í byrjun desem- ber. jse@frettabladid.is Kópavogslögregla vill ekki til Reykjavíkur Patreksfirðingar gætu verið hundruð kílómetra frá næsta vakthafandi lögreglu- þjóni ef tillögur nefndar um nýskipan lögreglumála ná fram að ganga. Lögregl- an í Kópavogi vill ekki sameinast embættinu í Reykjavík. Reykjavík Borgarnes Ísafjörður Akureyri Seyðisfjörður Selfoss Keflavík Akranes Blönduós Eskifjörður Hvolsvöllur Stykkishólmur Sauðárkrókur Vestmanneyjar Húsavík Hafnarfjörður Búðardalur Bolungarvík Ólafsfjörður Höfn Kópavogur Hólmavík Patreksfjörður Siglufjörður Vík 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FLÓRÍDA, AP Íbúar Flórída, strand- héraða Mexíkó og annarra svæða sem fellibylurinn Wilma gekk yfir eru í óða önn að taka til eftir ham- farirnar. Ríkisstjóri Flórídafylkis Jeb Bush, bróðir Georgs W. Bush, hefur axlaði ábyrgð á seinagangi við björgunarstörf vegna eftirkasta fellibylsins. „Við höfum ekki náð þeim afköst- um sem við vildum,“ sagði hann á blaðamannafundi í Flórída í gær. Aðstoðin væri ekki nógu markviss. Langar biðraðir voru við bensín- stöðvar á Flórída og þúsundir ferða- manna í mexíkóska ferðamanna- bænum Cancun biðu þess enn að fá flug- eða rútufar þaðan. Um 22.000 ferðamenn urðu innlyksa í borginni og öðrum ferðamannastöðum við Mexíkóflóann, sem urðu illa úti af völdum Wilmu. Fellibylurinn hefur þar með valdið ferðamannaiðnaði Mexíkó miklum búsifjum. Að minnsta kosti fimm dauðs- föll á Flórída voru rakin til Wilmu, fjögur í Mexíkó, eitt á Jamaíka og tólf á Haítí. Wilma var 21. fellibylurinn á svæðinu í ár, en ekki er vitað til að svo margir fellibylir hafi myndast á einu misseri frá því skráningar hófust. - aa Tiltekt hafin í slóð fellibylsins Wilmu: Þúsundir innlyksa BEÐIÐ EFTIR BENSÍNI Íbúar á flóðasvæðunum, hér í Cancun í Mexíkó, þurfa að sýna mikla þolinmæði til að komast yfir eldsneytisdropa á þeim fáu bensínstöðvum sem opnar eru. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EMBÆTTI MEÐ LÖGREGLUSTJÓRN LYKILEMBÆTTI LÖGREGLUSTÖÐVAR ÁN LÖGREGLUSTJÓRNAR WASHINGTON, AP George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Harriet Miers, sem hann til- nefndi í embætti hæstaréttardóm- ara fyrir um þremur vikum, hefði afþakkað tilnefninguna. AP frétta- stofan segir að Miers hafi tekið ákvörðun sína vegna þess mótbyrs sem tilnefning hennar fékk og harðrar gagnrýni á hæfi hennar. Þá er því haldið fram að Miers hafi ekki talið sig njóta nægilegs stuðnings í öldungadeild banda- ríska þingsins, en tilnefningin þarf að fá staðfestingu þar. Demókratar sökuðu Bush í gær um að hafa beygt sig undir vilja róttækra hægrimanna í Repúblík- anaflokknum sem höfðu efasemdir um pólitíska hollustu Miers. Opinber útskýring Hvíta húss- ins á ákvörðun Miers var sú að hún hefði dregið sig í hlé vegna þess að þingmenn beggja flokka hefðu leitast við að fá aðgang að innan- hússskjölum sem tengdust störfum hennar sem lögfræðilegs ráðgjafa forsetans en birting þeirra gæti valdið því að forsetinn ætti erfið- ara með að fá beinskeytta ráðgjöf í framtíðinni. - sda Tilnefndur dómari í hæstarétt Bandaríkjanna dregur sig í hlé: Bush neyðist til að skipa á ný MIERS OG BUSH Harriet Miers, hæstarétt- arlögmaður og lögfræðilegur ráðgjafi Hvíta hússins, afþakkaði tilnefningu Bush til embættis hæstaréttardómara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.