Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 9 Þegar borholurnar liafa verið fóðraðar og gengið hefur verið frá þeim, klárum til virkjunar, eru þær látnar blása i hljóðdeyfi. Hér sést fyrsta holan, þar sem hún blæs og biður virkjunar. Stöðvarhúsið, sem mun hýsa orkuvélar þriðja stærsta raforkuvers á tslandi. Miklar rannsóknir þurfti að gera til þess að gera grundvöll þess sem traustastan. Húsið átti að verða fokhelt i haust og raforkuvinnsla á aðgeta hafizt árisiðar. — Hvenær Iýkur starfi Kröflu- nefndar við að reisa virkjunina? — Starfi Kröflunefndar lýkur þegar Norðurlandsvirkjun hefur verið stofiíuð. Hvort þá verður lokið við að reisa orkuverið veit maður ekki enn, en þá mun áður- nefnt fyrirtæki taka við störfum nefndarinnar þegar þar að kemur. — Gerterráð fyrir, að raforku- framleiðsla geti hafizt hér fyrir árslok 1976, en þá er átt viö 30 megavött. Siðari túrbinan ætti svo að geta farið i gang nokkrum mánuðum siðar. Vinnuafl og verktakar — Nú ris Kröfluvirkjun f ó- byggðum. Hvaðan koma verka- menn og verktakar? — Aðalverktaki hefur verið Miðfell hf. Þeir sáu um forrann- sóknir að stöðvarhúsinu og þeir reistu vinnubúðirnar. Við þá var gerður samningur um gerð stöðvarhússins. Verk- takinn kom með stórvirkar vélar, eða fékk þær leigðar i nágrenn- inu, en vinnuafl kemur frá Akur- eyri, Húsavik og úr nágrenninu. Vinnubúðirnar voru smiðaðar á Húsavik af undirverktökum. Bæði var samið við þá um smiði, flutninga og uppsetningu búö- anna. Við sjálfa stöðvarhússmiðina eru þingeyskir iðnaðarmenn. Verktakinn hefur svo reist sln eigin hús hér, bæði geymslur og verkstæði, sem flutt var hingaö upp eftir og sett þar niður. 120 manns við Kröflu — Hvað vinna margir I Kröflu? — Hjá verktakanum sjálfum vinna 80—90 manns, Orkustofn- un mun vera með um 30 manns, og svo koma starfsmenn frá verk- kaupa, sem munu vera um 5 manns. Þá eru miklar vegafram- kvæmdir við Kröflu, eða þjóðveg- inn yfir Námaskarð og inn dalinn. Þær eru unnar af Vegagerð rlkis- ins. Reynt hefur verið aö gera upphækkaöan vetrarveg frá Reykjahlið, eða Bjarnarflagi, yfir Námaskarð og inn Kröfludal. Af þessum vegi er samgöngubót, ekki einasta fyrir Kröflu, heldur fyrir Austurleiðina, þvi að Náma- skarð er þröskuldur i snjó. Vegur- inn er þvi að hluta til endurnýjun á þjóðveginum austur á land. Krafla er i 460 metra hæð yfir sjó, þetta er þvi fjallvegur. Mý- vatn mun vera i tæplega 280 metrum yfir sjó til samanburðar. — Var byggö I dalnuni áður en þið komuð þar? — Nei, þetta var rjúpnaland. Annars var búið hérna til forna, Ingvar Gislason, aiþingismaður, varaform. Kröflu-nefndar, Karl Ragnars, verkfr. og viðmælandi vor, Eirikur Jónsson, verkfræðingur Kröflu-nefndar. Vinnukraftur er af Norðurlandi. Hér sjást ungir Kröflusveinar I kaffitima i veitingabúðinni við Kröflu. a.m.k. á vissum timabilum. Hér voru sel frá Reykjahlið, Eystra sel var hér, þar bjó Sigurjón faðir Fjalla-Bensa. Var hann sið- astur ábúanda hér. önnur sel voru Vestra-Sel og Dals-Sel, en ekkert veit ég um byggðina ann- að, en við greinum leyfar húsa I sverðinum. Litið vinnuafl — flókinn búnaður — Er Krafla mannfrekt fyrir- tæki miðað við landshluta og vinnuafl I næsta nágrenni? — Virkjunin sjálf eða gufuafls- virkjun hefur þá kosti umfram margar stórar vatnsaflsvirkjan- ir, að framkvæmdir á staðnum eru ekki mannfrekar. A móti kemur flóknari vélabúnaður i stöðvarhúsinu sjálfu. Þetta er þvi að ýmsu leyti hagkvæmara I fá- menni að reisa gufuaflsstöð. Stór- virkjanir á vatnsþorku þyrftu að vera nokkuð stöðugar til þess að röskun verði ekki á atvinnulifinu og þær eru að nokkru leyti árs- tlðabundnar. Kröflu hefur ekki háð neitt mannskapsleysi og verkið gengið mjög vel. Gert er ráð fyrir, að stöðvar- húsið sjálft verði fokhelt i haust, eða fyrir veturinn og þá er unnt aö fullgera bygginguna innra i vetrartiðinni. Borunum verður eitthvað haldið áfram fram eftir árinu, en siðan hefjast þær aftur af fullum krafti I vor. JG Tveggja eða þriggja vikna jólaferð til Hammamet í Túnis. Brotttör 20. desember. Mögulegt að stoppa í London í baka- leið. Hótel Hammamet er nýtt og notalegt með glæsilegri sundlaug og sauna-böð- um, diskóteki og f jölmörgu öðru til að auka ánægjuna. Helgarferðir til Glasgow — Norður landakeppni i hárgreiðslu og hárskurði í Osló, brottför 9. nóvember LONDON Brottför alla laugar daga. Allar upplýsingar í sima 1-12-55. Upplýsingar um verð og greiðslukjör: Férðamiöstöðin hf. ASalstrœti 9 Simar 11255 og 12940 RJÚPUR Kaupum rjúpur á hæzta verði, vinsamlegast hafið samband við okkur tímanlega Blönduhlíð 2 - Sími 16086

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.