Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN n Vaka eða víma Flóttamannabúðir i Reykjavík í Lesbók Morgunblaðsins núna um veturnætur er grein eftir eina þá konu, sem fremst hefur staðið i félagsskap einstæðra foreldra. Þar er rætt um það, að margar konur, sem búið hafi með drykkjumönnum lifi i stöðugri hættu vegna þeirrar sambúðar. Enda þótt þær hafi slitið samvistum við manninn og losað sig þannig við hann, vofi alltaf yfir sú hætta að hann ryðjist ölóður inn á heimili þeirra og vinni þar einhver hryðjuverk. Höfundur segir að við þessu þurfi eitthvað að gera, en ekki koma fram ákveðnar til- lögur um úrræði. Nokkru áður var birt i Timan- um viðtal við einstæða móður. Þar var rætt um þessa sömu hættu. Þar kom það fram að nauðsynlegt væri að hafa i borg- inni einhvers konar flótta- mannabúðir fyrir fyrrverandi sambýliskonur drykkjumanna. t þeim flóttamannabúðum þyrfti að vera svo öflugt og harðsnúið setulið að það væri við þvi búið að mæta innrás drykkjusvolanna jafnvel þó að þeir kæmu vopnaðir svo sem ktundum hefur verið. Samkvæmt þessum lýsingum er nú hópur mæðra i Reykjavik sem hefur raunverulega ástæðu til að lifa i stöðugum ótta um lif sitt og barna sinna vegna áfengisneyzlu feðranna. Sú hætta er I augum þessara lifs- reyndu kvenna svo alvarleg að þær kalla á opinberar aðgjörðir hennar vegna. Hér verður ekki lagt á móti þvi að slikar flóttakvennabúðir verði byggðar. Borgin gæti byrj- að með þvi að byggja svo sem 50 eða 60 ibúðir. Sennilega yrði rik- ið að leggja til setulið, þvi að það myndi tilheyra lögreglu. Varla er annað þorandi en að hafa fasta varðstöðu við hverjar útidyr og þvi væri hagkvæmt að byggja háhýsi til þessara nota. En jafnframt þvi sem vakin er athygli á þessum neyðaróp- um einstæðra mæðra og þeim óskað verndar vil ég láta i ljós þá von að þær gangi til liðs við bindindishreyfinguna og fjölgi áfengislausum heimilum. Þeir, sem aldrei hafa vikið af vegi bindindisins eru ekki hættulegir i þessu sambandi. Það eru drukknir menn sem konurnar óttast. Þvi hlýtur að mega ætla að þær vilji minnka drykkju- skapinn. Þessir voðamenn, sem hættan stafar af, ætluðu bara að gleðja sig og hressa á vininu þegar þeir byrjuðu neyzlu þess. Þeim datt ekki i hug að drekka frá sér vitið. Eins og þeir væru ekki menn til að smakka vin án þess að svo illa færi! Svo er annað. Ef áfengið er komið innn á heimilið er vafa- samt hvaða gagn er að dyra- vörzlu. Þá getur sá, sem nú er gestur, heimilisvinur eða jafn- vel heimamaður orðið jafn hættulegur og fyrrverandi sam- býlismaður. Mennirnir eru meinlausir þangað til þeir eru orðnir drukknir. Hættan stafar af áfenginu. Eina örugga vörnin er að losna við áfengið. Það verður ekki gert nema með al- mennum samtökum. Þeir sem vita af lifshættu mæðra og barna vegna drykkjuskapar og skelfingar þess striðs, sem þeirri hættu fylgir, hljóta að koma til liðs við bindindis- hreyfinguna. Nema hvað? H.Kr. skidoo ER FRA KANADA SKI-DOO er framleiddur af BOMBARDIER sem framleiddi fyrsta vélsleðann, framleiðir einnig BOMBARDIER snjóbilana. SKI-DOO er mest framleiddi vélsleðinn í heimi, meir en milljón sleðar á ári. SKI-DOO árg. 1976 bjóðum við á íslandi. Eigum fyrirliggjand búnaö: i eftirfarandi -\ vélsleöa- Áttavita Kveikjara Olíu Burðargrindur Verkfærasett og. fl. Yf irbreiðslur Spegla Einnig körfur fyrir 2 menn aftan i vélsleða. Gísli Jónsson & Co hf Sundaborg — Klettagörðum 11 — Sími 86644 Einstakt tækifæri Bókatilboð bókaklúbbs <á lýir félagar í Bókaklúbbi AB geta valið sér ina af þessum bókum fyrir aðeins 100 rónur. Kaupið bœkurú betra verði 1. ( fylgd með Jesú Leifisögn um Nýja testamentiÖ í máli og myndum. 180 myndir. Falleg bók í stóru broti. Ætti að vera til á hverju heimili. (Venjulegt verÖ: kr. 1.080.—). 2. Þorsteinn Gíslason — Skáldskapur og stjórnniál LjóÖaúrval,. safn ritgerÖa; þættir úr stjórnmálasögu ís- lands, æviágrip Þorsteins, o.fl. í samantekt Hagalíns. (Venjulegt verÖ: kr. 1.080.—). 3. Frásagnir um ísland, Niels Horrebow Ein merkilegasta heimild um Island, eins og háttaö var hérlendis fyrir tveimur öldum. Bókin kom fyrst út 1752. (Venjulegt verÖ: kr. 1.080.—). 4. Höfuðpaurinn, William Golding Framtíðarskáldsaga af bestu gerÖ: skóladrengir berast undan tortímandi atómstyrjöld upp á óbyggða eyju ( Kyrrahafi. (Venjulegt verð: kr. 720.—) 5. Hjartað I borði, Agnar ÞórÖarson I þessari skáldsögu gefur Agnar meira í skyn en sagt er með berum orðum á þann hátt, sem honum einum er lagiöl (Venjulegt verð: kr. 720.—) Veljið eina af þessum bókum — og gefið val yðar til kynna á umsókn yðar í Bóka- klúbb AB. | & §fð tp' Þetta sérstaka tilboð er aðeins ætlað nýjum féiögum. Nýir félagar tryggja öllum félögum Bókaklúbbs AB áframhald- andi vildarkjör á bókum klúbbsins, sem eru betri en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. Ath. Tilboð þetta stendur á meðan upplag tilboðsbókanna endist, — og því miður ekki lengur en til 15. nóvember. ★ Bókaklúbbur AB var stofnaður með vþað fyrir augum, að hægt sé að gefa félögum klúbbsins kost á fjó‘lbreyttu úrvali bóka á betra verði en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. Félagar geta allir orðið, hafi þeir náð lögræðis- aldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB. ★ Bókaklúbbur AB mun gefa út 6—8 bækur ár- lega. Félagsbækurnar mupu koma út með eins eöa tveggja mánaða millibili. ★ Lim það bil einum mánuði áður en hver félagsbók kemur út verður félögum Bókaklúbbs AB sent Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð hennar, o.fl. 1f Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB sérstakan ívarseðil, sem prentaður verður í hverju fréttabréfi AB. 1r Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bók en þá, sem boðin er hverju sinni I Fréttabréfi, og aukabækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir skrá, sem birt er ( Fréttabréfinu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði, sem veitt verður öðru hvoru. 1t Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin I hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur svarseðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir tilskilinn tlma. Að öðrum kosti verður litið svo á. að félaginn óski að eignast þá félagsbók, sem kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá send ásamt póstgíróseðli. Félaginn endursendir síðan póstgíróseðilinn ásamt greiðslu í næsta pósthús eða bankastofnun. 1c Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur fyrstu18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags- gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er ekkert. Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félagsrétt- indum sínum með þv( að segja sig skriflega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfrestur gildir fyrir nýja félaga, en þó aðeins að þeir hafi lokið kaupum á fjÓrum bókum innan átján mánaða. Félagar i Bókaklúbbi AB fó: ★ Fréttabréf um nýjar bækur ★ 6—8 vandaðar bækur ó óii ★ Félagsréttindi ón félagsgjalda ★ Bækur póstsendar sér að kostnaðarlausu ★ Frjóls val bóka ó lógu verði ★ Bækur í góðu og vönduðu bandi ■ .i Eg vil vera með _____ _ Umsókn nýrrafélaga Vinsamlega skróið mig ( Bókaklúbb AB. Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein fyrir kvöðum nýrra félaga um kaup á bókum. Nafn Heimilisfang Nafnnúmer Ég vel mér bók nr. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 1 8, Reykjavlk Pósthólf 9 Slmar 1 9707 & 1 6997

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.