Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. LÖGREGLUHATARINN 56 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal V J J slangur af strætisvagnabílstjórum. Þeir áttu aö sækja krakka úr fátækrahverfunum og leyfa þeim að dorga gegnum ísvök í vatninu. Því var svo frestað. — Hvers vegna? — Það var of kalt. — Hvenær voru strætisvagnabílstjórarnir hér? — Þeir komu snemma morguns og hinkruðu hér eitt- hvað f rameftir þar til við f réttum að hætt hefði verið við allt. — Sást þú einhvern þeirra vera að bauka við Cadillac- inn? — Nei. Þú ert ekki á rétri braut í þessu máli. Bílarnir voru allir grandskoðaðir í gær og fóru á götuna i fyrsta f lokks ástandi. Sprengjan hlýtur að hafa verið sett í bíl- inn EFTIR að hann kom á götuna. — Nei. Það er með öllu útilokað, herra Coyle. — Ekki var henni komið fyrir hér á þessu verkstæði. — Þú ert mjög viss í þinni sök. — Ég var að segja þér að bílarnir voru grandskoðaðir. Þú hefur kannski ekki heyrt það. — Skoðaðir þú þá sjálfur, herra Coyle? — Nei, ég hef nóg annað að gera þó ég sé ekki að yf ir- fara tuttugu og f jóra Cadillac-bíla, f jórtán strætisvagna og átta mótorhjól. — HVER skoðaði þá bílána, herra Coyle? Var það einn af bifvélavirkjunum sem vinna hér? — Nei. Það var eftirlitsmaður frá bifreiðaeftirliti borgarinnar. — Sagði hann að allt væri í lagi með bílana? — Hann grandskoðaði þá nákvæmlega frá skrúfu til skrúfu. Hann kannaði hvert einsta ökutæki á verkstæð- inu. Við fengum vottorð út á það að allt væri í lagi með bílana. — Leit hann á vélarnar í bílunum? — Hann skoðaði þá að innan og utan, allt sem skoða þarf. Þetta tók hann nærri sex klukkustundir. — Hann hefði með öðrum orðum fundið sprengju ef um sprengju hefði verið að ræða? — Einmitt það sem ég var að segja. — Lét hann þig fá eitthvað skrif legt um að búið væri að kanna bílana og ekkert væri að þeim? — Þvi spyrðu? Ertu að reyna að varpa af þér sökinni, spurði Coyle. — Nei, ég.... — Ætlar þú að koma sökinni á bifreiðaeftirlitið? — Við ætlum að komast til botns í þvi hvernig honum gat yf irsést sprengja, sem var án alls efa undir vélarhlíf þessa bíls. Það ætlum við okkur að gera, herra Coyle. — ÞAÐ VAR ENGIN SPRENGJA. Það er svarið. — Enn einu sinni ítreka ég þetta, herra Coyle. Rann- sóknarstofan tilkynnti okkur að í niðurstöðum hefði komið í Ijós að... — AAig skiptir engu hvað rannsóknarstofan sagði eða sagði ekki. Ég ítreka það enn einu sinni að sérhver þess- ara bíla var grandskoðaður í gær og það er með öllu úti- lokað að sprengja hafi verið falín undir vélarhlíf vara- borgarstjóra-bílsins. Það setur punktinn yfir i-ið. Coyle lauk máli sínu með því að spýta á gólfið af áherslu- þunga. — Sást þú með eigin augum þegar bill varaborgar- stjórans var skoðaður, herra Coyle, spurði Kling. — Ég sá það svo sannarlega með mínum eigin augum. — Sást þú sjálfur þegar vélarhlífinni var lyft? i — Svo sannarlega. — Þú værir fús til að sverja að gaumgæfilega hafi verið farið yfir allt sem í vélarrúminu er. — Hvað áttu við? — Sást þú með EIGIN AUGUAA þegar eftirlitsmaður- inn kannaði vélina? — Ég horfði ekki yfir öxlina á honum, ef þú átt við það. — Hvar varst þú eiginlega staddur, þegar bíll vara- borgarstjórans var kannaður? — Ég var þar sem ég er nú. — Hér á þessum punkti? — Nei. Ég var þarna inni á skrifstof unni. En ég sá hér inn. Það er stór glerrúða á skrifstofunni, eins og þú kannski sérð. — Og þú sást eftirlitsmanninn lyfta vélarhlíf inni á bíl varaborgarstjórans? — Hér eru tuttugu og fjórir Cadillac-bílar. Hvernig vissir þú að þessi umræddi bíll var bíll hans? — Það sá ég af bílnúmerinu. Það er merkt VBO og svo bílnúmerið. Bíll Vale borgarstjóra er merktur á svipað- an máta, BO fyrir borgarstjóri og svo númerið. Svo er líka. — Allt í lagi. Það var augljóslega bíll hans. Og þú sást greinilega þegar.. — Nei hættu nú, laxi. Eftirlitsmaðurinn var rúman hálftíma með hvern einasta bíl. Þú skalt ekki segja mér -að þetta hafi ekki verið nákvæm skoðun. anst að ^ Þeir geta ekki iðu mennirnir verið mjög slæmir iðu lifi okkar í,~*1 ■ 111 nmí 1: Sunnudagur 2. nóvember 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Félagar i Vinaroktettinum leika Divertimento nr. 7 i D-dúr fyrir fimm strengjahljóð- færi og tvö horn (K334) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. b. Georgina Dobré og Carlos Villa kammersveitin leika Klarinettukonsert i G-dúr eftir Johann Melchior Molt- er. c. Dinu Lipatti og hljóm- sveitin Philharmonia leika Pianókonsert i a-moll op. 54 eftir Robert Schumann, Herbert von Karajan stjórnar. 11.00 Messa I Frikirkjunni i Reykjavik. Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Org- anleikari: Sigurður ísólfs- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Hlitarnám. Dr. Sigriður Valgeirsdóttir flytur hádeg- iserindi. 14.00 Staidrað við á Bakka- firði. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiðinni i Vinar- borg i júni sl. Sinfóniu- hljómsveitin i Vin leikur. Einleikari Nathan Milstein. Stjórnendur: Karl Böhm og Julius Rudel. a. Forleikur að óperettunni „Leðurblök- unni” eftir Johann Strauss. b. Fiðlukonsert i a-moll eftir Karl Goldmark. c. Sinfónla nr. 5 i B-dúr eftir Franz Schubert. d. Dónárvalsinn eftir Johann Strauss. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaidsleikritið: „Eyja i hafinu” eftir Jóhannes Helga II. þáttur: „Ströndin”. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Persónur og leikendur: Murtur, Arnar Jónsson. Læknirinn, Þorsteinn O. Stephensen. Séra Bernharð, Sigurður Karlsson. Úlfhild- ur Björk, Valgerður Dan. Frú Andrea, Þóra Borg. Smiðskona, Margrét Helga Jóhannsdóttir. Málari, Arni Tryggvason. Klængur, Jón Sigurbjörnsson. Aðrir leik- endur: Sigrún Edda Björns- dóttir, Helga Bachmann, Jón Hjartarson og Helgi Skúlason. 17.15 Tónleikar 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnús. Höfundur les (4). 18.00 Stundarkorn með belgiska fiðluleikaranum Arthur Grumiaux. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Eftirþankar Jóhönnu”.. Vésteinn Lúðviksson rithöfundur les úr nýrri bók sinni. 20.00 íslensk tóniist. Gisli Magnússon leikur á pianó. a. Fimm pianólög eftir Sig- urð Þórðarson. b. Fjórar abstraktsjónir eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. c. Barnalagaflokkur eftir Leif Þórarinsson. 20.30 Um hella og huldufólks- trú undir Eyjafjöllum. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson tóku saman þátt- inn. 21.15 Frá tónleikum Oratoriu- kórs Dómkirkjunnar i kirkju Filadelfiusafnaðar- ins 12. f.m. Oratoriukórinn og einsöngvararnir Sólveig Björling, Svala Nilsen, Hu bert Seelow og Hjálmar Kjartansson flytja ásamt félögum i Sinfóniuhljóm- sveit íslands, „Requiem” I c-moll eftir Luígi Cherubini,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.