Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975 Haldiöi kannski, að við getum ekki sýnt klærnar? Það er jafnan sæla og gleði á hverju heimili, þegar fjölgun verður i fjölskyldunni, og ekki er að efa, að svo hefur einnig verið i ljónabúrinu i Sædýra- safninu, þegar ljónynjan þar gaut þrem ljónshvolpum fyrir skömmu. Einhvern veginn mun svo hafa til tekizt, að hún hefur ver- ið mishrifin af þeim, þvi að einn þeirra hvarf fljótlega eftir hingaðkomu i þennan heim, og þykir ekki örgrannt um, að móðirin hafi lagt sér hann til munns, hverjar svo sem orsakir þess kunna að vera. Liklega bara stór munnur og litill biti. Og ljón eru nú einu sinni ljön. Hér virtust málin komin i al- gjört óefni. En þá kom málun- um til bjargar ágætisfólk, sem gerði sér ljóst, að smáljón eru jú bara smáljón. betta fólk bjarg- aöi ungunum tveim og fór bara með þá heim til sin og ól þá á mjólk úr pela, blandaðri lýsi, og svo auðvitað rjóma, svo að þau yrðu stór og sterk ljón, þegar þau yrðu fullorðin, eins og sagt er við sumt smáfólk. Svo kom ljósmyndari frá Timanum i heimsókn, og smá- ljónin sýndu á sér prófilinn, eins og segir i frægu verki, og þau sýndu ýmislegt fleira. Ekki brostu þau, en þau öskruðu tals- vert, og þá varð ljósmyndaran- um ekki um sel, þvi að eins og allir vita, þá er öskur ljónsins eitthvað það voðalegasta, sem til er, og þegar það öskrar, verður meira að segja Tarzan sterki hræddur. Ekki kannski við smáljón, — sem meira að segja voru varla farin að sjá, þegar sagan gerð- ist, sem hér hefur verið frá sagt. þú tekur svona kverkataki á mér, góðurinn. Attu ekki meira af þessum góða drykk, sem þú gafst okkur áð- an? Segöu bara, að ég standi ekki fram úr hnefa.... Ég get nefnilega öskrað alveg ógurlega. Skelfing getur maður orðiö þreyttur á þessum ljósmyndur- um. Þú veizt hvað viö gerum við buxurnar þfnar, ef þú verður ekki almennilegur við okkur. Ætli þetta sé það, sem þeir kalla mannfólk?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.