Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. 1 HÖFNINNI t LAGOS BIÐA 327 SKIP AFGREIÐSLU. BIÐIN ' TEKUR UPP UNDIR 3 AR. NIGERIA, SEM ER FJÖRÐA STÆRSTA OLIUÚTFLUTN- INGSRIKI I HEIMI, HEFUR GRÆTT OF MIKIÐ, OF FLJÓTT. ÞAÐ GETUR EKKI RAÐIÐ VIÐ RIKIDÆMIÐ OG GÓSSIÐ, SEM KEYPT HEFUR VERIÐ. Klaus Flenker er yfir skipa- miðluninni Woermann i höfninni i Lagos. ,,MS Nordwind, fragtskip- ið frá Hamborg? Augnablik. „Hann flettir i þykkum pappirs- stafla. „JU, Nordwind liggur úti á ytri höfninni. Það er 177. skipið, sem er með sement og biður eftir afgreiðslu. Röðin kemur að þvi eftir um það bil þrjú ár.” Umboðsmenn Nordwind eru orðnir vanirlöngum legum skips- ins. Skipið, sem er 8655 tonn, lok- aðist inni i stóra Bitter-vatni i sex daga striðinu og varð að biða i sjö ár og ellefu mánuði eftir opnun Súezskurðarins. Næst fór það til Lagos og liggur nú þar við akkeri. Skipin 327, sem liggja fyrir utan Lagos, mynda stærsta skipaflota, sem myndazt hefur á friðartim- um. Lagos er höfuðborg Nigeriu, og um leið stærsta hafnarborgin, en langt er siðan legupláss hafn- arinnar, 15 að tölu, hættu að anna eftirspurn. Nigeria er rikasta land svörtu Afriku og nú þegar fjórða stærsta oliuútflutningsriki i heimi, fyrir ofan Lybiu og nýlega einnig Ku- wait. Nigeria hefur peninga, inn- flutningur eykst. Klaus Flenker getur sagt frá þvi. Sá sem vill tala við hann, verður að koma á skrifstofuna til hans, af þvi að slminn er bilaður. „10.000 simar eru bilaðir á hafnarsvæðinu, og að minnsta kosti 3000.aðrir annarstaðar i borginni. Svona hefur þetta verið mánuðum saman. Meira að segja fjárskiptasamband flugfélaganna er bilað siðan á regntimabilinu. Stærri fyrirtæki hafa talstöðv- ar, löglegar eða ólöglegar, eins og til dæmis Volkswagen-verksmiðj- urnar.” Það er erfitt að komast leiðar sinnar. Frá borginni niður að yfirfullri höfninni eru um átta kflómetrar, en það tekur að minnsta kosti hálfa aðra klukku- Kko-brúin var byggð 1968 og er sex akreina. Samt sem áður er umferðaröngþveiti. 2000 nýir bilar eru skráðir á dag. stund að komast þá leið að degi „Fyrir stjórnarbyltinguna, til. meðan Gowon rikti, tók það oft helmingi lengri tima. Nýja stjórnin hefur lokað borginni fyrir vörubilum frá sjö á morgnana til ellefu á kvöldin. Og á gatnamót- unum standa allsstaðar her- menn.” Þeir eru ekki hafðir þar til að hindra nýja stjórnarbyltingu, heldur til þess að fólk taki mark á umferðarlögreglunni. 1 borginni, sem ieru hálf önnurmilljón ibúa, eru aðeins ein virk umferðarljós. Nigeria er fjórum sinnum stærri en Þýzka Sambandslýð- veldið, og ibúar eru 70 milljónir. Þar eru framleiddar 1,8 milljónir tunna af oliu á dag, og fyrir það fást 20 milljónir dollara daglega. Nigeria er lika hernaðarlega og pólitiskt séð valdamesta land svörtu Afriku, Fyrir.átta árum leit út fyrir að þessi fyrrverandi fyrirmyndar nýlenda Breta myndi klofna. Ibo þjóðflokkurinn, 10 milljónir ka- þó 1 s k r a , undirlægjur Haussa-fólksins, sem er múham- eðstrúar, stofnuðu rikið Biafra. Borgarastyrjöld gaus upp, sem vopnasalar um heim allan græddu á, og hundrað þúsunda ýmist féllu eða sultu i hel. 1 janúar 1970 gáfust Iboarnir upp, og myndað var „East Cen- tral State” eitt af 12 fylkjum Nigeriu. Nigeriustjórn tókst að hindra hefndarráðstafanir og blóðsúthellingar. Fimm og hálfu ári seinna steyptu fyrrverandi félagar stjörnarleiðtogans Gowon honum af stóli, meðan hann dvaldist i Kampala. Eftir að hann kom til London, þar sem hann dvelst i út- legð, tilkynnti hann fjölmiðlum, aðhann hefði vitað um byltingar- áætlunina, en: „Ef ég hefði hindr-’ að hana, hefði það kostað blóðsút- hellingar, og það vildi ég ekki”. Þar af leiðandi var engu skoti skotið og ekki einu sinni neinn handtekinn. Samt sem áður voru Iboarnir óttaslegnir. Austurriski ræðismaðurinn sagði, að þjón- ustulið sitt, sem allt eru Iboar, hefði ekki farið út fyrir dyr i 24 stundir. Það var vegna þess, að Murtala Mohammed hershöfðingi, sem er eftirmaður Gowons, hafði gengið mjög ósleitilega fram i striðinu gegn Biafra. En kraftaverkið frá 1970 endurtók sig. Þrátt fyrir að hershöfðinginn sé af Haussa-ætt- bálknum og tengdur einni af Stærsti floti I heimi, meira en 300 skip liggja fyrir utan l.agos.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.