Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 1
 8hmmmi \ BlaSfyrir alla 1. árgangur Mánudagur 22. nóv. 1948. 8. tölublað. Hæstaréttardómur í misþyrmingamáli lögregluþjóna Árið 1948, mánudaginn 15. nóvember, var í Hæstarétti í málinu nr. 19/1947: Réttvísin (Lárus Jóhann- ess.) gegn Jóni Gizurarsyni (Ragnar Ölafsson) Jóhann- esi Ólafssyni (Einar B. Guð- mundsson) og Snorra Laxdal Karlssyni (Ölafug Þorgríms- son) uppkveðinn svohljóð- andi dómur 1 vottorði Péturs H. J. Jak- obssonar læknis, dags. 22. sept- ember 1944, sem skráð er í hér- aðsdómi, er lýst áverkum þeim, sem voru á Önundi Ásgeirssyni, þegar læknirinn skoðaði hann 2. maí sama ár. Með skýrslum þeirra Önundar, Maríu Ásgeirs- dóttur, systur hans, og Bergs Sigurbjörnssonar, þáverandi herbergisfélaga hans, sem þau hafa öll staðfest með eiði, má telja sannað, að Önundur hafi haft áverka þessa á sér, er hann kom heim til sín árdegis þann 30. apríl 1944, skömmu eftir að honum var sleppt úr haldi á lögreglustöðinni. Um afleið- ingar aðaláverkans og sjúkra- húsvist Önundar frá 19. okt. 1944 til 28. nóvember sama ár greinir í vottorði Matthíasar Einarssonar yfirlæknis, dags. 5. febrúar 1945, sem einnig er tekið orðrétt upp í héraðsdómi. Þann 14. júní 1945 hefur þáver- andi tryggingaryfirlæknir Jó- hann Sæmúndsson metið ör- orku Önundar vegna meiðsl- anna og afleiðinga þeirra 100% frá 30. apríl 1944 til desember- loka sama ár, 30% frá janúar til febrúarloka 1945 og eftir það varanlega örorku 10%. Samkvæmt skýrslu Önundar, sem einnig styðst við vætti þeirra Maríu og Bergs svo og skýrslu Árna Finnbjarnarsonar, var Önundur heill og hraustur, er hann fór á dansleikinn að Hótel Borg að kvöldi 29. apríl 1944. Öiiuiidur kveður sig minna, að hann hafi aðeins dreypt á vínglasi laust fyrir kl. 9 um kvöldið, en fullyrðir, að annars víns hafi hann ekki neytt á dansleiknum, eða eftir að honum lauk. Allmörg vitni, þar á meðal lögreglumenn þeir, sem handtóku Önund, eru á einu máli um það, að ekki hafi séð á honum áhrif áfengis. Á dans- sk^tísnitoiaai lenti Önundur ekki í rj:iau’h rj'skingum. Eftir að dansleiknum var lokið kl. 3 um nóttina og Ön- undur var kominn út úr húsinu, veittist hann með nokkrum of- stopa að lögreglumönnum, sém gættu reglu við útidyr Hótel Borg og ekki vildu leyfa honum að fara aftur inn í húsið. Leiddi það til þess, að tveir lögreglu- menn handtóku Önund og fluttu hann til lögreglustöðvarinnar. Önundur hefur lýst viðureign- inni við Hótel Borg á þá leið, að fyrst hafi lögreglumaður hrundið honum frá dyrunum, en við það hafi hann hrasað upp að bifreið, sem stóð þar skammt frá. Eftir það kveðst Önundur hafa skellt hurð á lögraglu- manninn. Háfi þá lögreglumað- ur greitt honum hnefahögg á hökuUa vinstra megin. Kveðst Ömmdur þá hafa fallið aftur á bak til jarðar. Viðkomandi lög- reglumaður hefur neitað því, að hafa barið Önund hnefahögg í andlitið, en kveðst hins vegar hafa slegið hann létt högg með kylfu á annað lærið neðan til. Önundur telur sig aftur á móti ekki hafa orðið fyrir neinu kylfuhöggi. Kveðst hann hafa gripjið kylfuna á-lofti og afstýrt högginu. Ekki hefur verið leitt í ljós til fulls, hvemig atvikum var háttað, en hvort sem skýrsla Önundar eða lögreglu- mannsins er lögð til grundvall- ar, þá verða ekki taldar líkur til þess, að Önundur hafi hlotið umrædda áverka í þessari við- ureign að undantekinni skeinu á fingri. Sérstaklega verður að telja loku fyrir það skotið, að hann hafi þá fengið mesta á- verkann, sem ætla má, að vart hefði orðið við þá þegar. Ekki er heldur nein líkindi til þess, að Önundur hafi hlotið áverkana við flutning hans til lögreglu- stöðvarinnar, né í lögregluvarð- stofunni. Er Önundur hafði dvalizt um hríð uppi í lögregluvarðstof- unni, fól varðstjóri hinum á- kærðu, lögreglumönnunum Jó- hannesi Ólafssyni og Snorra Laxdal Karlssyni og Jóni Giz- urarsyni fangaverði, að flytja Önund niður í fangageymslu í kjallara lögreglustöðvarinnar. Önundur skýrir svo frá, að þegar ákærðu Jóhannes og Snorri voru komnir með haiin niður í gang fangageymslunn- ar, hafi annar þéirra iagt fyrir hann að fara úr frakkanum. Er Ön- undur neitaði því, hafi ákærði Jón sagt: „Lemjið þið helvítis þrjótinn.“ Þá hafi hinir ákærðu Jóhannes og Snorri snúið upp á hendur hans, svo að hann hafi orðið að standa hálfboginn og því lítt séð, hvað fram fór. Rétt á eftir hafi hann fengið högg t,neðan hægra eyra, upp á hægri kinnbein“. Við það hafi hann orðið ringlaður, fallið á gólfið og um stund hnigið í ómegin. Eftir þetta hafi honum verið greidd högg, að því er hann heldur með kylfu, og háfi hann þá hlotið umgetna áverka að fingurmeiðsli undanskildu. Hann telur sér ekki hafa verið Ijóst, vegna ofangreinds á- stands síns hvernig hann var barinn, og getur ekki gert sér þess grein, hver eða hverjir hinna ákærðu hafi veitt honum áverkana. Er framburður hans, er að þessu hnígur, allmjög á neiki. Ákærði Jóharmes var prófað ur i máli þessu í lögreglurétti Reykjavíkur 14. og 18. október 1944. Kvaðst hann þá muna, að hann hafi ásamt ákærðu, Snorra og Jóni flUtt Önund í fanga- geymsluha, en hins végar néit- aði hann því, að hann myndi nokkuð anhað í sambandi við flutning Önundar þangað. Þáhn 4. desember 1945 er rannöókn málsins hafði liegið niðri meira en ár, skýrði ákærði Jóhannes frá því utan réttar, að hann hefði vitað meira en hann lét uppi í fyrrgreindum réttarhöld- um. Varð það til þess, að rann- sókn málsins var tekin upp af nýju. I lögregluþinghaldi 4. des- ember 1945 skýrði Jóhannes nú þannig frá, að eftir að Önund- ur var fluttur í kjallarann, hafi hann neitað að láta færa sig úr jakkanum og veitt mótspyrnu. Þá hafi þeir Jóhannes og Snorri snúið upjp á hendur hans, en við það liafi Önundur setzt á gólfið. Þeir lögreglumennirnir hafi þá sleppt tökunum, en á- kærði Jón skipað Önundi að standa upp, sparkað þrisvar til fjórum sinnum í hægri lend hans og sagt við þá lögreglu- mennina: „Berjið þið helvítis þrjótlnn“, eða eitthvað á þá leið. Þeir lögreglumennirnir hafi þó ekki hlýtt þessu, heldur farið með Önund inn í fanga- klefa. Önv.ndur hafi "Idrci m:"t Réttari'ann- sókn senn lokið Réttarrannsókn á skýrslu Asmundar Jónssonar, h''ldur enn áfram. Þegar síðast frétt Ist átti aðeins eftir að yfir- heyra eitt vitni og mun því verða lokið í dag eða á rnorg un. Blaðið mun birta niður- stöður málsins, strax og þær fást til birtingar. kominn út Veiðimaðurinn „Veiðimaðurinn,“ málgagn lax- og silungsveiðimanna á Is- landi, er nýkominn út. Flytur blaðið mjög fjölbreytt og skemmtilegt efni, m. a.: „Eg missti þann stóra“ eftir Einar Þorgrímsson; „Fiskistofn sótt- ur í vatnsfötum“ eftir Gunril. Pétursson, Island sótt heim og margt fleira. Blaðið er prýtt fjölda mynda. Sú breyting hefur orðið á út- komu blaðsiris, að framvegís kemur það út á tveggja mán- aða fresti. Ritstjóri blaðsins er Páll M. Jónassori, blaðamaður. Lést í fyrradag - var samtíða Lineon forseta I gær lézt elsta kona Baridá- ríkjánria frú Shepheards 115 ára að aldri. Frú Shephéards« hefur verið iriiili tvítúgs og þrítugs þegar borgarastyrjold- in geisaði í Bandaríkjunum og þrítug þegar Abraham Lincoln forseti var myrtur. Þjóðleikhúsráð skipað í lögum um þjóðleikhús er svo f.vrir mælt að skipa skulí fimm manna þjóðleikhúsráð, — einn að ráði hvers fjögurra stærstu stjórnmálaflolíka á A.1- þingi og einn að ráði Félags ís-t lenzkra leikara. Menntamála- ráðunejCið skipar síðan for- mann ur þeirra hópi. Hlutverk þjóðleikhúsráðs er eftirlit með starfsemi og rekstri þjóðleikhússins. Menntamála- ráðuneytið hefur nú skipað þessa menn í þjóðleikhúsráð: Guðlaug Rósinkranz, forstj., samkvæmt tillögu Framsóknar- flokksins. Halldór Iviljan Lax- ness, rithöfund, samkvæmt til- lögu Sósíalistaflokksins. Harald Björnsson, leikara, samkvæmt tillögu Félags ísl. leikara. Hörð Bjarnason, skipujagsstj., sam kvæmt tillögu Sjálfstæðlsflokks ins. Ingimar Jónsson, skólastj., samkvæmt tillögu Alþýðuflokks ins. — Guðlaugur Rósinkanz hefur verið skipaður formaður ráðsins. (Frétt frá menntamála- ráðunevtinu). Montgomsry í París Montgomery, hershöfðingi er nú í París þar sem hann. muri ræða við hermálaleið- toga Vestur Evrópu bánda- lagsins. Ekki er enn kunnugt um hvaða atriði verða sérstak- lega rædd. _« Framhald á 5. siðu. Brezku konuugmijónui og írö F" oseveP. Mcð þeim eru Maria ekkjudrottuing og Margairet priiisessa.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.