Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 5
Máiiiidagur 22. nóv. 1048. .w ;vj't. M IÍÍ ■ MÁNUÐAGSBLABIÐ meðvitund, og enga áverka hafi verið á lionum að sjá. I framhaldspnófum sem haldin hafa verið eftir uppsögu héraðs dpms í máli þessu, hefur ákærði Jóhannes haldið fast við þenna framburð, en kannazl; við, að fcann hafi gegn bt'iri vitund leynt atvikum í þinghaldi 14. obtóber 1944. Hann hefur stað- fastiega neitað þvi, að hann hafi sjálfur barið Önund með kylfu eða veitt honum áverka á annan hátt.. Svo kveðst hann og ekki hafa orðið þess var, að Öijundur vrci fyrir nokkurri lík- amsárás af hendi ákærða Snorra og ekki heldur ákærða Jóni fram yfir það, er að framan greinir. Þejgar ákærði Snorri var fyrst yfirheyrður í máli þessu þann 14. okfóber 1944, kvaðst hann ekkert muna til þess, að hann hafi tekið þátt í þi í að Önund í fangageymsluna1 eða. að hann liafi haft af hon- um nokkur afskipti. Næst var! Snorri prófaður í þinghaldi 4.J desember 1945. Mundi hann þá^ eftir því,. að hann hefði ásamt ákærðu Jóhaniiesi og Jóni flutt Önund í fangageymsluna. | Hann kvað Önund hafa neitað að fara úr jakkanum og sýnt af sér mótþróa. Þeir lögreglu-j mennirnir hafi þá snúið upp á hendúr Önundar og sveigt þær aftur fyrir bak, en við það hafi Önunur setzt á gólfið. Hann kveðst ekki minnast þess, að á-j kærði Jón hafi sparkað í Önund eða barið hann. Hinsvegar hafi. Jóni þótt þeir lögreglumennirnir atkvæðaiitlir í því að láta Ön-J und hlýða, og hafi hann spurt þá, hvort þeir „gætu ekki látið heivítis manninn hlýða,“ eða eitthvað á þá leið. Síðar í sama þinghaldi kvaðst ákærði Snorri minnast þess, að liann haíi heyrt ákærða Jón segja eiithvað á þá leið, að réttast væri að „berja þessa djöfla,“ en ekki kvaðst liann muna, hvort Jón hafi haft þessi um- mæli, þegar Önundur var sett- ur í fangágeymsluna. Ákærði Snorri hefur eindregið neitað því, að háhn hafi barið Önund eða á annaú hátt valdið áverk- um hans. Hann kveðst ekki held ur hafa orðið var við, að hinir samákærðu Jóhannes og Jón hafi barið Önund. Ákærði Jón hefur stöðugt neitað þvf, að hann hafi barið Önund eða sparkað í hann eða yfirleitt beitt1 hann nokkrum harðræðum. Hann synjar þess og, að hann hafi hvatt lögreglu mennina til að berja Önund. Kveðst hann ekki hafa haft um mæli þau sem Önundur og hin- ir ákærðu Jóhannes og Snorri hafa eftir honum. Hins vegar geti verið, að hann hafi látið orð falla í þá átt, hvort lög- regJumennirnir gætu ekki látið roanninn hlýða. Eins og áður greinir, eru ekki Iíkiinfi til. þess, að Önundur hafi hlotið' umgetna áverka að undanteknu fingurmeiðslinu, áður en hinum ákærðu var fal- ið að flytja hann i fangageymsl una. Það er og sannað, að hann hafði á sér áverkana, er hann kom heim til sín, sama morgun inn sem hann var látinn laus úr fangageymslunni. Engir aðr ir en hinir ákærðu höfðu af- skipti af Önundi, meðan hann var í haldi í kjallara lögreglu- stöðvarinnar. Önundur hefur eindregið lialdið því fram og staðfest þá skýrslu með eiði, að ákærðu, hafi veitt honum áverk ana, er þeir voru að flytja hann í fangaklefann, svo sem áður segir. Framburður hinna á- kærðu Jóhannesar og Snorra hefur reynst óstöðugur, og þeir eru sannir að því að hafa í prófum málsins leynt atvikum, sem þeir vissu um og máli skiptu. Þegar öll þessi atriði eru virt, þá þykir ekki varhuga vert að telja sannað, að Önund ur hafi hlotið áverkana í kjall- ara lögreglustððvarinnar af völdum eiiihvers eða ekihverra hinna ákærðu. Rannsókn máls þessa hefur aftur á móti ekki leitt í ljós hver hinna ákærðu hefur veitt Önundi áverkana, eða hverjir ef fleiri en einn þeirra hefur gert það. Það þykir og ekki fylli lega sannað gegn eindreginni neitun ákærða Jóns og eins og framburði ákæroa Jóhannesar er iiáttað, að Jón hafi hvatt hina ákærðu Jóhannes og Snorra til að veita Önundi lík- ainsmeiðingu samkvæmt 23. kafla laga nr. 19/1940. Verður því. eins og sönnun er háttað. enginn hinna ákærðu sakfelldur fyrir brot á ákvæðum nefnds kafla hegningarlaganna. Hinir ákærðu voru allir lög- gæzlumenn, sem falin liafði ver ið framkvæmd fangelsunar. Ekki getur hjá því farið, að þeim hafi öllum að minnsta ; kosti verið kunnugt um mis- ferli það, sem átti sér stað í sambandi við flutning Önundar í fangageymsluna. Af því leiðir, að fullyrða má um hvern þeirra | út af fyrir sig, að hann hafi ann i aðhvort sjálfur staðið að lík- amsárás þeirri, sem Önundur j varð fyrir, eða látið undir höf- uð leggjast að veita honum vernd gegn árásinni og að skýra yfirboðurum sínum frá misferl- j inu. Hinir ákærðu eru því allir sekir um það að hafa fram- , kvæmt fangelsunina á ólöglcg- an hátt, og varðar það þá refs- ingu samkvæmt 131 gr. laga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsing- ar ber á það að líta, að Önund- ur beitti nokkrum móþróa við fangelsunina. Þykir refsing livers hinna ákærðu, sem sam- kvæmt yfirlýsingu lögreglustjór ans í Reykjavík voru allif svipt ir löggæslumannastarfa sínum hinn 4. desember 1945, hæfi- lega ákveðin 2500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 35 daga varðhald í stað sektar hvors þeirra, ef hún greiðist ekki inn ••i an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Um greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti skal fara sem hér segir: Á- kærðu greiði hver um sig skip- uðum talsmanni sínum í héraði málsvarnarlaun, kr. 500.00 Þeir greiði og hver um sig skipuðum verjanda sinum í Hæstarétti málflutningslaun, kr. 1200.00. Allan annan sakarkostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda fjæir Hæsta- rétti, kr. 1500.00, greiði hinir ákærðu in solidum. Þórður Björnsson, fulltrúi sakadómara, hafði á hendi rannsókn máls þessa frá því að hún hófst þann 13.. októ- ber 1944 og þar til, að henni var frestað þann 21. sama mán aðar. Eftir að rannsókn var tek in upp af nýju þann 4. desem- ber 1945, fór Logi Einarsson, 'fulltrúi sakadómara, með fram kvæmd hennar. Hvorugur fram- angreindra rannsóknardómara hefur framkvæmt rannsóknina með nægilegri röggsemi eftir því sem efni stóðu til. Einkum er það aðfinningarvert að hin- ir ákærðu skyldu ekki úrskurð- aðir í gæzluvarðhald, er rann- sókn var hafin af nýju þann 4. desember 1945, eftir að ákærði Jóhannes hafði breytt fram- burði sínum. Flutningur máls þessa hófst í Hæstarétti í maímánuði síðast liðnum, en var þá frestað vegna framhaldsrannsóknar. Halda skyldi flutningi málsins áfram í júnímánuði. Áf því gat þó ekki orðið sökum þess, að skip- aður verjandi ákærða Snorra Laxdal Karlssonar, Ölafur Þor grímsson hæstaréttarlögmaður, fór af landi brott án þess að skýra Hæstarétti frá brottför sinni. Var því ekki unnt að skipa í tæka tíð annan verjanda í hans stað. Verður að víta þessa háttsemi hæstaréttarlög- mannsins. DÖMSORÐ: Ákærðu, Jón Gizurarson, Jó- hannes Ólafsson og Snorri Lax I dal Karlsson, greiði hver um 1 sig 2500 króna sekt til ríkis- 1 sjóðs og komi 35 daga varð- hald í stað sektar hvers, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Jón Gizurarson greiði skipuðum verjanda sínum Ragnari Ölafssyni hæstaréttar- lögmanni, málsvamarlaun í hér aði, kr. 500.00 og málflutnings- laun í Hæstarétti, kr. 1200.00. Ákærði Jóhannes Ólafsson greiði skipuðum verjanda sín- um í héraði Einari B. Guðmunds syni hæstaréttarlögmanni, máls varnarlaun, kr. 500.00, og skip- uðum verjanda sínum í Hæsta- rétti, Guttormi Erlendssyni hæstaréttarlögmanni málflutn- ingslaun kr. 1200.00. Ákærði Snorri Laxdal Karls- son greiði skipuðum verjanda sínum í héraði, kr. 500.00 og málflutningslaun í Hæstarétti, kr. 1200.00. Allan annan sakarkostnað bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þar með talin laun skip- aðs sækjanda fyrir Hæstarétti Lárusar Jóhannessonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 1500.00, greiði alls hinir ákærðu in solidum. Dóminum ber að fullnægja, með aðför að lögum. SÉRAXKVÆÐI 1 Jóns Ásbjörnssonar hrd. Eg lít svo á, að hver sá hinna ákærðu, sem kann að hafa látið af brotið afskiptalaust, hafi gerzt sekur við 41 gr. laga nr. 19/1940, með því að hafast c’ k- ert að til að hindra afbrotið og að því beri að ákveða refs- ingu hinna ákærðu samkvæmt þeirri grein í stað 131. gr. sömu laga. Eg er að öðru leyti sam- þykkur forsendum atkvæðisins og dómsorði þess. (Leturbreyt. ritstj.). I Það er ekki auðvelt að fá gert við urin sín og klukk- urnar nú á dögum. Ursmið- irnir virðast hafa það mikið að gera, að beir taka ekki til viðgerðar annað en það, sem þeir siálfir hafa selt. Og ef einhverjum beirra dettur í hug að setjast í helgan stein eða heilsa uppá hjá Sankti Pétri verður ógjörningur að fá gert við þann aragrúa af úrum og klukkum, sem hann seldi. Þetta ástand er óþolandi og úr því verður strax að bæta. Hvernig er bað með^ bá leigubíla, sem hafa taxta- mæli? Er það einbver viss, almennur taxti, sem farið er eftir, eða fer það eftir geð- þótta bifreiðarstjóranna, á bvaða taxta ekið er. Einn ek- ,ur mér frá Elliðaám í bæinn og skiotir um taxta úr 1 í 3, þsgar mælirinn sýnir 10 kr. Annar ekur mér til Hafnai'- fjarðar o,g til baka, alltaf á 1. taxta. Þriðii ekur mér um bæinn og skiotir úr 1. í 2. taxta, begar mælirin sýnir 5 krónur. Þetta kann allt að vera gott og blessað og fylli- lega í’étt og löglegt, en það er bara til lítils að hafa iaxtamæli. þegar almenning- ur veit eigi, hvernig hann er notaður. Þá fyrst, er menn vita, hvernig hann er notað- ur, verður gagn af honum. Á þessum tímum skömmt- unar og verðlagseftirlits hef- ur háttvirtum yfirvöldunum alveg láðst að setia lámark á gæði heirrar vör.u. sem seld er á hámarksverði. Það virð- ist engum takmörkum háð. hversu léleg og jafnvel svik- in vara er, einungis ef hún er ekki seld yfir hámarks- verð. Þetta á sérstaklega við um stóran hluta hins ís- lenzka iðnaðar, sem blómstr- að hefur í skjóli óeðlilegra innflutningshafta o. fl. Það er sjálfsögð krafa almenn- ings, að svo lengi sem inn- flutningshöftin va-ri, sé fyrir- byggt, að óprúttnir braskar- ar noti sér skort fólks til að selja bví lélega og oft og tíð- um algjörlega ónýta vöru. flugvélinni eða skipinu, serrf flytur hann til baka. Á bettæ sérstaklega við um gesti hinA opinbera. Það er hrein og>. bein minnimáttarkennd, semí: býr að baki þessara óhófs+ legu stórveizlna, sem haldn-c ar eru hverjum og einum^. sem hingað kemur. Menn ættu að lesa frásögn Alexanders próf. Jó'hannes- sonar af ferðalagi sínu í boði British Council. Þar segir hann frá hví. hvernig á að taka á móti virtum og mæt- um gsstum. Hér á landi virð- ist sú repla r’kia. að komi. einhver nóður gest.ur í heim- sókn. sé æðsta, cg jafnyel eina skylda okkar að halda honum syngjandi drykkvi- veizluy með tilheyrandi „skandaliséringum“, sjá svo um, að ekki renni af honum hann tíma. sem hann dvelur hér oig helzt að bera bann tiiþraðan og fárveikan að 1 Og ef miiinzt er á minni-*- máttarkennd, mætti benda át. það. að bað virðist vera orð- ið siður hjá okkur, ef sendæ á nefnd utan í einhverj'.mt erindagjörðum, að senda allt— af 5 til 10 sinnum fleiri ert nauðsynlegt er. Og auðvitað þurfa svo allir háttvirtir nefndarmenn að taka eigin-, •konur sínar með. Þegar Kín-t verjar senda kannski einn, fulitrúa fyrir allar sínar milljónir, senda íslendingar minnst fimm’. Svo þegar, þessir háu herrar koma heim til síns kæra lands og okkar skattgreiðendanna, serrí iborga brúsann, segja þeir- •okkur frá bví allra náðsr- samlegast, að slíkt sem betta’ sé ágætis landkynnimg. Það ev að vísu gott að hafa þsð álit á sjálfum sér að halda sig vera góða landkynningu. En satt hezt að segja er hað einungis hlæ.gilegt mikill~dí að senda fimm, þegar e'nn nægir. auk þess, sem það er óþarft bruðl.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.