Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mámadagur 22.iiáw,1948. HÚSNÆÐ Þess munu fá eða engin dæmi, að jafnmikið hafi ver- ið ritað og rætt um nokkra loggjöf hér á landi, sem hina svokölluðu húsaleigulöggjöf allt frá gildistöku hennar. Hafa nær allir verið á einu máíi um það, að löggjöf þessi hryti meira í bága við al- menna réttarmeðvitund borg- aranna, heldur en nokkur önnur lögg. síðustu áratuga hér á landi; að lögin hafi líítið eða ekkert gagn gert, en hins vegar mikið ógagn, og að nema bæri þau úr gildi hið allra fyrsta. Eins og að lík- um lætur hafa margar og ólík ar ástæður verið færðar fram til rökstuðnings fyrir þvi, að nema bæri lögin úr gildi. Hefur oft þótt við brenna i skrifum um málið, að um of gætti einstaklings viðhorfs og ályktana og nið- nrstöður væru um of dregn- ar út frá einstökum tilfeilum, oft um of persónulegs eðlis. Þó að því verði ekki neit- að, að hið sérstaka viðhorf til þessara mála geti verið æði þungt á metunum við úrlausn þess, hvort nema beri lögin úr gildi eða ekki, þá mun hið almenna viðhorf, ytri ástæður, vafalaust reyn- ast mun þyngra á þeim meta- skálum. Eins og alkunnugt er, voru húsaleigulögin á sínum tíma sett í þeim tilgangi, að áliti löggjafarvaldsins, að sporna við húsaleiguhækkun og til þess að forða húsnæðisvand- ræðum með því að banna leigusölum að segja upp hús- næði. Þau voru og miðuð við ákveðið óvenjulegt ástand; styrjaldarástand. Eg tel, að aliir skynbærir og dómbærir menn í þessum efnum hljóti að vera á einu máli um það, að forsendur fyrir setningu þessarar löggjafar séu nú brottfallnar og leiði fyrst og fremst af því, að afnema beri lögin þegar í stað. Mun auð- velt að benda á óyggjandi rök fyrir þessu og jafnframt að leiða í Ijós veigamikil rök fyrir því að lögin hafa gert stórmikið ógagn og að áhrif þeirra hafi jafnvel orðið þwr •öfug við það, sem ætlast var til í upphafi. Áður en vikið verður að þessari hlið máls- ins er þó rétt í örfáurn oro- urn, að gera stuttan sarnan- burð á húsnæðislöggjöf þeirri, sem nú gildir hér í Jandi og húsnæðislögum þeim, sem giltu hér á landi fyrir heimsstyrjöld (1914—1918). Kin eldri húsaleigulöggjöf var fyrst lögtekin við lok ó- friðarins, eða árið 1917. Þau| lög voru staðbundin við Rvík og náðu aðeins til íbúðarhús- Jiæðis. Þau bönnuðu ekki for- takslaust hækkun á leigu- gjaldi eftir íbúðarhúsnæðið. Hinsvegar var h\'orum aðila um sig, bæði leigutaka og leigusala, veittur réttur til þess að leita úrskurðar húsa- leigunefhdar um hámark á húsaleigugjaldinu. Núgild- andi húsaleigulög, hinsvegar, ná vfir allt landið. Þau ná og jafnt yfir allt atvinnuhús- næði, þ. e. a. s. verzlunarhús- næði, geymsluhúsnæði, skrif- stofuhúsnæði o. s. frv., sem til íbúðarhúsnæðis. Þau banna fortakslaust hækkun á húsaleigu, að undanskilinni þeirri hækkun, sem húsaleigu vísitalan ein veitir heimild til að taka. Eldri húsaleigulögin voru aðeins í gildi hér á landi í 5 ár og þótt þó flestum þá, að gildistími þeirra hefði ver- ið of langur. Núgilöandi húsa leigulög, að wsu nokkuð breytt frá upphaflegri mynd þeirra. hafa hinsvegar verið i gildi í rúm 9 ár, og virðist það því ekki vera að ófyrir- synju eða óeðlilegt, þó að há- værar raddir séu nú fram komnar um það, að afnema beri lögin þegar í stað, enda tel ég að þeirn hníga mjög þung og efnismikil rök. Þvi verður ekki á 'mciti mælt, að húsaleigulögin 'hafi í upp- hafi, en líka aðeins í upphafi, náð þeim tilgangi sinum, að haída húsaleigunni niðri. En fljótlega fór ao bera á því, að lögin megnuðu ekki að varna hækkunar á leigugjaldinu. Og nú mun svo komið, að að- eins um helmingur goldinnar húsaleigu er svokölluð fyrir- utríðs-leiga. Er auðvelt að færa fulla sönnun, eða a. m. k. mjög sterkar líkur, fyrir þessari staðhæfingu. í árs- lok 1940 munu hafa verið urn 8000 ibúðir hér í bæ. Á næstu 6 árum, eða til ársloka 1946, bættust rúmlega 2600 nýjar íbúðir við. Að meðaltali hef- ur því íbúðaraukningin num- ið ca. 450 íbúðum á ári greind 6 ár, en það þýðir að ibúðaraukningin á þessum íau árum hefur numið 33% af íbúðum hér í bæ við árslok 1941. Af þessum íbúðum hafa ekki færri en % þeirra eða tæpar 1800 verið leiguíbúðir. Allar þessar íbúðir hafa ver- ið leigðar út fyrir all mikið hærra og sífellt hækkandi leigugjald, — en fyrir stríðs- leigan er. Hér við bætast svo allar þær leiguíbúðir, sem teknar hafa verið í notkun 1947 og það sem af er yfirstandandi árs. Munu þær vart vera færri en 700. Skiljanlega eru þær einnig leigðar út fyrir talsvert hærra gjald, en fyrir stríðs leigan er. Það er staðreynd, að fæst- ar af þessum nýju íbúðum hefur húsaleigunefndin met- ið. Hins\-egar er það vitað mál, að húsaleigunefndin met ur venjulega grunnleigugjald eftir íbúðir í nýjum húsum sem næst í samræmi við 7% af byggingarkostnaði húss- ins. Lögleyfð húsaleiga eftir nýjar íbúðir hefur því farið mjög ört hækkandi frá gild- istöku húsaleigulaganna og mun það mála sannast, að húsaleiga í slíkum íbúðum er nú orðin 3falt til 5falt hærri, cn fyrir-stríðs leigan; eftir aldri íbúðanna eða leigumál- anna. Af framangreindu er Ijóst, að húsaleigulögin hafa ekki megnað, að halda „þessari leigu“ niðri því hú'n er ein- mitt ,,lögvernduð“ af gild- andi húsa.leigulögum. Er ljóst þegar af þessu, 'hve lögin eru ósanngjörn og hve geypilegt og óþolandi ósamræmi þau skapa í skiptum leigutaka , við leigusala. Og þegar þessj er gætt, að aðeins fyrir-stríðs i leigunnar gætir vð útreikn-; ing kauplagsvísitölunnar, en ekki hinnar örthækkandi eft- ir-stríðs-Ieigu, er augljós hinn mikli og óþolandi órétt- ur, sem stór og s,felt vaxandi hluti leigutaka er hér beitt-ur og því raunar stórfurðulegt að þeir skuli ekki fyrir löngu síðan hafa krafizt afnáms laganna, — til jöfnunar og þarmeð lækkunar leigugjalds þeirra. Eins og áður getur hafa leigusalar, þegar um nýjar i- búðir er að ræða, í fæstum tilfellum leitað aðstoðar húsa leigunefndar um ákvörðun: leiguupphæðarinnar. Þar umj hefur hinsvegar venjulega! aðeins ráðið samkomulag að- ila, og hefur þá fyrst og fremst komið til greina hlut- fallið milli framboðs og eftir- spiu’nar eftir íbúðarhúsnæði. Það er alkunnugt, að leigu- gjaldið hefur í þeim tilfellum verið sízt lægra en í hinu fyrra tilfellinu. Það er því óvéfengjanleg og raunar alkunnug stað- reynd, að leiða fyrr íbúðir byggðar eftir 1. jan. 1941, er verulega hærri, en fyrir- stríðs-leigan og 'hefur allt til þessa tíma farið mjög ört hækkandi. Næst kemur til álita, hvoit húsaleigulögin hafi megnað að halda niðri húsaleigunni eftir þær leiguíbúðir, sem í leigunotkun voru við gildis- töku laganna. Um þetta at- riði verður aldrei neitt sagt með öruggri vissu, eða full- um sönnunum komið þar að. Hinsvegar er almennt talið, j að allar þær íbúðir, eoa meg- inhluti þeirra, þar sem leigu- skipti hafa orðið í eftir upp- haf húsaleigulaganna hafi wrið leigðar út við talsvert hærra leigugjaldi, en fyrir- stríðs-leigan var. Þessu veld- ur ekki aðeins eðlileg sam- ræming við leigugjald eftir nýjar íbúðir, sem og almennt sí-vaxandi eftii’spurn eftir í- búðarhúsnæði, heldur aðal- lega knýjandi þörf leigusala á auknum leigutekjum til full nægingu á viðhaldsþörf hús- eignanna. Sú þörf hefur orð- ið þeim mun brýnni, sem við- haldskostnaðurnn hefur hækkað með hverju ári svo sem vitað og viðurkennt er. Þrátt fyrir þetta er af kunn- ugum talið, að húseignir hér í bæ liggi í hundraðatali und- ir stórskemmdum og jafnvel eyðileggingu vegna \-'öhald3- skorts, þar sem liúseigendum hefur vegna lágra húsaleigu- tekna, skort nægilegt fjár- magn til þess að halda eign- girða fyrir leiguuppsagnir og þarmeð afleiðingar þerra. Hvorutveggja 'hefur að veru- legu leyti mistekizt eins og nú er málum komið. Lögin eru því að þessu leyti að verða dauður bókstafur, en þó stórskaðleg þár sem þau, — að svo miklu Ieyti sem þau enn verka, — viðhalda hróp- legri og óþolandi réttarskerð ingu fyrir húseigendur og augljósu og hættulegu mis- rétti fyrir stóran f jölda leigu- taka. Er þá komið að annarri og ekki síður mikilvægri hlið málsins, þ. e. þeirri spurn- ingu hvort sömu ástæður eða sama ástand og var fyrir hendi \\ð gildistöku laganna sé enn við líði. Enginn mun neita því, að húsaleigulögin háfi fyrst og fremst verið sett, sem bein og óhjákvæmileg styrjaldarráð- stöfun. Við réttmæta óg rök- unum við á fullnægjandi hátt. ! fasta gagnrýni á éfni laganna Enda þótt um helmingur nú- verandi leigutaka greiði hærri leigu en fyrir-stríðs- leigan er, er vitað, að hagur á ófriðartímanum var því og mjög á lofti haldið af rneðldn um löggjafarþingsihs, að svo væri. Hér væri sem sé um. hið húseigenda- jafnt þeirra, sem jsama fyrirbæri að ræða, scm eiga nýbyggingar sem hinna • í öðrum löndum þár sem ó- sem leigja út eldri húseignir | friðarins og afleiðinga hans (byggðar fyrir stríð), ci'mun jgætti. Önnur rök fyrir rétt- þrengri og í þessu efni rniklu j mæti lagasetningarinnar lakari en fyrir upphaf lag- voru og helaur ekki frambor- anna. Veldur því fyrst og fremst verðbólgan; hin stór- mikla og vaxandi verðrýrnun peningaana. Þá er komið að því úr- lausnarefni, hvort lögin hafi megnaö að girða fyrir hús- hæðisskort með því að stöðwx leiguuppsagnir eða Icigutaka skipti, en það var ta-linn ann- ar höfuotilgangur in. En þar sem nu þegar er langt liðiö frá stýrjaldarlok- um, ætti, af framángreir.d- um rökum fýrir setnirgu laganna, rökrótt að leiða taf- arlaust afnám þeirra. Enda var þv’. margoft og hátíðlega lýst yfir á ófriðartímanum af áþyrgum mönnum, að lög- in yröu tafarlaust afnumin við lok eða skömmu eftir lok laganna. . . .... , r .. , , ofriðarins. Að visu hefur venð a það i _ „ ^ . , , s .. j Ems og alkunnugt er hafa bent, að all mikio hafx að þvi öll slík loforð brugðizt til þessa, og vafalaust h.afa lof- orðsgefendur aldrei ætlað sér að efna þau, a. m. k, ekki af fúsum vilja. Nú er liðið nokkuð á 4. ár frá styrjaldarlokum, og þó að því verði ekki neitað að nokkr ar „fylgjur“ styrjaldará- standsins séu enn við líði, þá er eitt víst, að húsaleigulogin megna ekki að bæta úr því böli, sem í þeim kann að fel- ast, — Það eitt sem hér skipt ir máli, er það hvort húsnæð- isskorturinn er nú eins mikill eða meiri og við gildistöku laganna. Frarahald í næsta blaði kveðið að ógildar liafi verið, — aðallega af húsaleigu- nefnd, — leiguuppsaghir. Hinsvegar benda óvéfengjan- leg opinber gögn til þess, að mjög mikil leigutakaskipti hafi átt sér stað hér í bæ undanfarin ár þrátt fyrir hin ströngu og þröngu skllyrði laganna fyrir uppsagnarheim ild leigusala í eigin þágu og nánustu skyldmenn aðeins. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, er full Ijóst, að húsaleigulögin hafa h .vrgi nærri náð tvennum aðaltilgangi þeirra þ. e. að varna húsaleiguhækkun og sendiferð2bíll tonn. Upplýsingar í síma 4ÖÖ6. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BBBBBKBHHBBHKKKBB

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.