Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 22.11.1948, Blaðsíða 3
Mánudagur 22. ncv. 1948. MÁNUDAGSBLADIÐ 3 UDAGSÞANKAR Jóns Reykvíkings Hermann GuCnmndsson Maður síðastliðinnar viku var án efa Hermann Guðmundsson, Alþýðusambandsforseti. I aug- um flokksbræðra sinna varð hann markverður fyrir að ,,af- henda atvinnurekendum Al- þýðusambandið“, eins og Þjóð- viljinn orðaði það, og í augum andstæðinganna varð hann að persónu, sem þeir eru ef til vill ekki að fullu og öllu vissir um, hvernig á að skilja. Hermann Guðmundsson var á sínum tíma erindreki Sjálfstæðismanna, en þó fór illa um hann í flokknum þeim, eins og marga unga menn, sem ekki bera takmarkalausa virðingu fyrir gráum, útistand- andi höfuðhárum og drynjandi ræðurödd. Hermann var upp- rennandi verkalýðsforingi, og það var vissulega illt, að hann gat ekki orðið borgaralegur verkalýðsleiðtogi, því slíkan mann vantar okkur meinlega. (Það er nefnilega hvergi nærri sjálfsagt, að verkamenn dragi endilega hinn sósíalistiska vagn eins og rómverskir þrælar). Leið Hermanns lá yfir í Sam- einingarflokk alþýðu — Sósíal- istaflokkinn. En ef til vill hefur Hermann aðeins gengið í Sam- einingarflokk alþýðu, en eklii Sósíalistaflokkinn. Það er vafalaust fyrst og fremst verk Hermanns Guð- mundssonar, að Alþýðusam- bandið klofnaði ekki algerlega formlega, á dögunum. Þó þessi stofnun sé raunverulega klofin innbyrðis, halda þó enn hin ytri form, og það getur haft sína miklu þýðingu. Hermann hefur ekki viljað rjúfa hina formlegu einingu, ef til vill í von um, að hún gæti orðið síðar annað og meira en formle'g. Það er ekki ólíklegt, að Áér"- mann Guðmundsson standi nú á vegamótum. Hann er í ónáð hjá sósíalistum, en hvaða stefnu skyldi hann nú eiga að taka. Hvort á nú heldur að halda í hamarinn svarta inn, ellegar út betur til þín, Eggert, kunningi minn ? kvað Jónas Hallgrímsson. Það er trúlegt, að Hermann Guð- mundsson spyrji sjálfan sig að því þessa dagúna, hvort hann eigi að gera yfirbót fyrir komm- únistunum og taka rauðar skriftir inn í hamraborg þess flokks, eða leita áhrifa sem sameiningarmaður fyrst og fremst, en ekki sósíalisti á borg- aralegum vettvangi. Það fer eftir ,,karakter“ Hermanns hvora leiðina hann velur, en raunar er líklegast, að hann hafi ef til vill alls ekki skilið, að nú hefur hann eignast sitt pólitíska „augnablik“. „Luxus“ Það er ofur eðlilegt, að ekk- ert orð skuli vera til á íslenzku yfir útlenda orðið „luxus“, semí fullkomlega feli x sér innihald þessa margtuggna orðs. .Þetta er eðlilegt vegna þess að raun- verulega er enginn ,,luxus“ til á íslandi. Það hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til þess af fáum einstaklingum að skapa hér „Iuxus“, en það hefur mis- tekizt. Venjulegast hefur mönn- um orðið á að hrúga saman ýmsu óskyldu, sem á það oft eitt algerlega sameiginlegt að vera dýrt að peningaverðgildi, en er án alls smekks. i Fullkominn „luxus“ getur ekki orðið til án smekks „Luxus“ er fullkomin raunhæf- ing þess þægilega, en smekkinn, þennan nauðsynlega, þriðja „in- grediens“, vantar undantekn- ingarlaust. Þessu til staðfest- ingar mætti nefna ýmis dæmi, en ég ætla aðeins að nefna eitt: lúxus-villurnar. Þegar litið er á sum nýju og dýru húsin okk- ar, eru þau með lúxus-svip, það er að segja sjálft húsið, en sé litið á eignina í heild, sést að lóðirnar eru langt of litlar, lúx- ushúsin fá ekki umhverfi, sem þeim hæfir, þarna vantar einn nauðsynlegan þátt til þess að liér sé raunverulega um lúxus að ræða. Og þegar inn er kom- ið vantar mjög oft mikið á, að húsin séu eins þægileg og unnt væri. En umfram allt skortir þó það jafnvægi í liúsgögn og aðra innanhúss-skreytingu og tilliögun, sem er eftir kröfum hins góða smekks. Fals-„luxus“ Margir- glæpir hafa verið drýgðir í nafni sannleikans, sagði einhver. Margt er það, sem gengur undir nafninu „lux- us“, sem er boðið fólki til kaups, en er enginn „luxus“, heldur ó- dýrt skran, líkt og forgylltur liringur úr járni. Eitt af því er til dæmis ,,lúxus“-útgáfa Helga fells á Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen. Það -er bókstaflega ekkert við þessa bók, sem kemst i í námunda við „luxus", nema1 • | verðið. Bókin er illa prentuð, illa bundin • og myndirnar mis- heppnaðar. Einu sinni sýndi íslenzkur rithöfundur þýzkum stórfor- leggjara bók eftir sig, sem var prentuð hér heima. Forleggjar- inn skoðaði bókina og sagði svo ósköp góðlátlega: „Dic Islánder sind ein liebes j Völkchen, aber drucken können sie nicht.“ (íslendingar eru! elskuleg smáþjóð, en ekki kunna þeir að prenta). Prentið á Pilti og stúlku er gróft og ójafnt. Þó prentararn-j ir okkar hafi fengið splunku- nýjar vélar, er sá gallinn á, að þeir kunna ekki með þær að, fara. Bandið á bókinni er blátt áfram óskaplegt. Síðurnar eru alla vega skakkar og í miðri bókinni svo skornar, að þar fer hnífurinn allt að letrinu. Ekki| standast leturfletir blaðsíð-, anna á, heldur eru sumar síð- ur einni línu lengri en aðrar. Sjálf spjöldin og kjölurinn eru illa gerð, gyllingin klesst, og Iímingin á pappírnum og spjöld unum hefur ollið út við sam- skeytin og safnast þar saman í hrúgur .Ef til vill eru eintök- in misjöfn, en svona var ein- takið mitt. Myndirnar eru mis- lieppnaðar að því leyti, að þær eru ekki í þeim stíl, sem hæfir sveitasögu frá miðri síðastlið- inni öld. Sumar eru hreint og beint vanhugsaðar. Ein myndin heitir t. d.: „þarna áttu lag- lega stelpu, Bjarni bróðir.“ Það sem sést á myndinni ,erú þó fyrst og fremst hestar, sem fylla út forgrunn myndarinnar, „fallega stelpan“ er aðeins nokkur strik, sem enga hug- mynd gefa, teiknarinn sýnir ekki einu sinni framan á þessa fallegu stelpu, sem myndin á að snúast um, heldur sést hún frá hlið að aftan. Andlitið á gömlu konunni, sem segir þau orð, sem tilfærð eru og standa neð- an við myndina, er fáein strik, sem munu eiga að gefa til kynna, að hún sé liýr á svip, en er aðeins leiðinleg ,,karikatur“. Þetta var nú bara ein mynd, en margar eru svipaðar þessari. Áður en Ilalldór Pétursson teiknaði í þessa bók, hefði hann átt að kynna sér myndateikn- ingar 19. aldar manna i svipuð- um bókum erlendum og Piltur og stúllta er, það hefði getað orðið til leiðbeiningar. En eitt er víst, og það er, að „luxus“-útgáfan af Pilti og stúlku er enginn ,,luxus“. Eg veit eiginlega ekki, hvað hún er, ég gefst upp á að skilgreina það nánar .Ef til vill gæti hún kallazt fals-„luxus.“ Barnadauði og rómantísk fjóslykt „Ekkert er að frétta nema hvað börnin deyja, eins og venjulega‘„ skrifaði Jónas Hallgrímsson kunningja sín- um erlendis í bréfi héðan að heiman. Það mátti segja hér fyrr meir, að börnin dóu, þau hrundu niður, og eru frásagn i irnar um barnadauðann hérj á landi og orsakir hans ein-í hver hroðalegasti kaflinn í.| allri sögu þjóðarinnar, og er| þá langt til jafnað. Þessi kafli! er lítt kunnur almenningi nú, miklu þekktari er mannfækk- un sú, sem varð af hallærum í landinu, og er þó barnadauð- inn enn óskaplegri.' Um þetta þarf ekki að fara mörgum orðum. Það vnntaði ekki, að á. ís- lenzkum heimilum væri mik- ill barnafjöldi, það var alls ekki fátítt, að hjón ættu milli 10 og 20 börn, og það þótti alls ekki nema skaplegt, að svo komið, að barnadauðinn 6 eða 8 börn væru í heimili. En það þótti jafn sjálfsagt að reikna með því, að eitthvað af þessum börnum dæi. í. æsku.. Slíkt kom foreldrumj ekki á óvart, og algengastj var, að börn ' dóu á fyrstu! Rita Hayworth hefur nú í nokkra daga verið að skemmta sér með AR Kahn, prins, en verður' að byrja að vinna eftir nokkra daga. Það segja skæðar tungur, að hún muni giftast honum, en ennþá er hún ekki löglega skilin við Orson welles. Ali Kahn er líka í skilnaðará- standi. Það er nú talið full- víst, að Linda Christian og Tyrone Power gifti sig í haust. Astæðan er sú, að sé athöfninni frestað til vors, þá verði brúðarkjóll Lindu kominn úr móð. Ákveðið hefur verið að kvikmynda líf Joseps Petrosino, lögreglu- manns í New York, sem lát- inn er fyrir nokkru. Þessi Augnagaman Susan Hayward í nýjustu sundfötum. lögreglumaður útrýmdi al- ræmdum glæpahring, sem einu sinni ætlaði jafnvel að myrða Caruso, söngvarann heimsfræga. Jósep náði þeim, sem falið var að myrða Caruso, og upprætti síðan hringinn. Nokkrir meðlimir hringsins flúðu til Ítalíu, og þegar Jósep ætlaði að ná þeim, var hann sjálfur drep- inn. Myndin um allt þetta á að heita „Giant Killer“. Elyse Knox og maður hennar búast ef það verður stúlka. Ginny Simms, leik- og söngkona, og við erfingja — og er þegar ákveðið, að hann skuli verða knattleikari — hvernig fer maður hennar hafa nú sætzt að fullu, og eru farin að búa saman aftur.... John Payne íhiefur upp á síðkastið boðið einhverri Ruth Gunning upp á mat og dryikk á kvöld- in... búizt við romance úr því horni..... Nú stendur fyrir dyrum að kvikmynda sögu 4,cowboy-myndanna“,. og verður John Wayne í að- alhlutverkinu — einnig verða hlutar úr gömlu cow- boy-myndunum sýndir með m. a. Tom Mix, Broncho Billy, Gene Autry o. fl. Veð- mál eru uppi um það, hvort John Brimfield og Corinne Calvet gifti sig fyrir jól.... Jack Carson er aftur byrjað- ur á að eltast við Chili Willi- ams, en verður að fljúga til San Francisco í hverri viku til þess að sjó hana... Est- er Williams hefur nú keypt sér bensínstöð og hélt geysi- legt partý þar, þegar stöðin var opnuð. Þvd er hvíslað, að verið geti, að John Payne og Gloria de Haven reyni að sættast. mimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiimiiiimiiiiiimiiiiiiin | Leigjendafélag Reykjavíkur 1 = Leigjendafélag Reykjavíkur heldur fund þriðju- = = daginn 23. nóv. 1948 í Breiðfirðingabúð kl. 8,30. | ~ Fundaref ni: = | 1. Skýrt frá starfi stjórnarinnar. = 2. Sigvaldi Thordarson, arkitekt, flytur = erindi um húsnæðismál. E = 3. Álmennar umræður. = 1 STJÓRNIN | ................................................... var auðvitað vankunnátta og um fram allt sóðaskapurinn á heimilunum, sem var svo takmarkalaus að slíkt cr svip aðast stórlygi-sögum í eyrum nútímamanná, sem eru óvan- ir frásögnum af daglegu lífi forfeðra okkar. Farsóttirn- ar hjuggu líka ægileg skorð í barnahópana. Á síðari tíma varð barnaveikin mjög skæð, og eru þær skýru frásagnir, mánuðunum. Aðalorsökin i sem til eru af barnadauða af völdum hennar svo átakan- legar að ekki tekur tali. Fyrir þá, sem þekkja þenn- an ljóta og sorglega kafla í sögu okkar, er það gleðilegt að lesa skýrslurnar um barna dauðann í landinu nú. Það er er nú minni á íslandi en í nokkru landi sem til þekkist á öllum hnettinum. Samkvæmt opinberum skýrslum dóu 98 börri innan Framhald á S. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.