Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 34
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T A S K Ý R I N G Það er dökkt yfir bandarískum bílaiðnaði þessa dagana sem berst í bökkum vegna mikilllar samkeppni við erlenda bílafram- leiðendur. Bæði General Motors (GM) og Ford hafa boðað mikinn niðurskurð í starfsmannahaldi eða um samtals sextíu þúsund manns sem kemur til kastanna á næstu árum. Staðan er sýnu erfiðari hjá GM. MESTA TAP Í ÞRETTÁN ÁR „Árið 2005 var eitt erfiðasta ár í sögu GM sem einkenndist af slakri frammistöðu í Norður-Ameríku,“ sagði Rick Wagoner, stjórnarformaður General Motors, þegar hann greindi frá því að tap félagsins á síð- asta ári væri það mesta í þrettán ár. GM, sem er stærsti bílaframleiðandi heims, tilkynnti á dögunum um 8,6 millj- arða dala tap á síðasta rekstrarári, sem gerir um 530 milljarða króna. Þetta er mikil breyting milli ára þar sem afkom- an var jákvæð um 3,6 milljarða dala eða 220 milljarða króna árið 2004. Sú tala var reyndar alfarið borin uppi af fjárfesting- ararminum GMAC þannig að tap á bíla- framleiðslu er ekki nýtt af nálinni. Tekjur síðasta árs lækkuðu lítils háttar úr 193,5 milljörðum dala í 192,6. Á sama tíma tilkynnti Ford um sams konar niðurskurð í starfsmannahaldi og 1,6 milljarða dala tap á starfseminni í Norður-Ameríku. Ford hyggst loka allt að fjórtán verksmiðjum á næstu árum. NARTA Í KVÖLDMATINN GM, Ford og DaimlerChrysler hafa þurft að horfa upp á samdrátt í markaðshlut- deild á markaðnum í Norður-Ameríku, úr 72 prósentum árið 1995 niður í 57 prósent á síðasta ári. Því er spáð að hlutdeildin hafi farið niður í 54 prósent í janúar. „Innflytjendur og nýjar bílaverksmiðj- ur hafa étið upp allan hádegisverðinn í Detroit og eru byrjaðir að narta í kvöld- matinn,“ segir David Healy, sérfræðingur hjá Burnham, er hann lýsir ástandinu í hinni einu sönnu bílaborg. Japanskir og evrópskir bílaframleið- endur hafa leikið bandaríska keppinauta sína grátt með nútímalegri, umhverfis- vænni og ódýrari fram- leiðslu. Styrkur GM hefur fal- ist í framleiðslu á pallbílum og jeppum sem hefur gefið ágætlega af sér en ágóð- inn verið notaður til þess að greiða niður aðrar, óarð- bærar tegundir, svo sem litl- ar og meðalstórar bifreiðar. Félagið hefur eytt miklu púðri í að byggja upp fram- leiðslu á annars konar teg- undum og einn liður í því að ná til baka þeirri markaðs- hlutdeild, sem hefur tapast, hefur verið að lækka útsölu- verð bíla. Sérfræðingar eru samt ekki vissir um að það dugi í baráttunni gegn jap- önskum bílaframleiðendum, en fastlega er búist við að Toyota verði stærsti bíla- framleiðandi heims seinna á þessu ári. SKULDARBAGGI FORTÍÐAR Tveir þættir öðrum fremur hafa dregið buxurnar niður um GM í Norður-Ameríku. Sá fyrrnefndi er gamalkunnur, allt of mik- ill fastur kostnaður sem helgast meðal annars af háum eftirlaunasamningum við starfsmenn og kostnaði við heilsutrygg- ingar. Það hefur verið bent á að fyrir hverja fimm fyrrverandi starfsmenn GM, sem greiða þarf eftirlaun, eru aðeins tveir vinnandi menn. Hitt atriðið snýr að breytilega kostn- aðinum en GM hefur átt í vandræðum með að laga hann að fallandi tekjum. Hráefniskostnaður hefur farið ört hækkandi en einnig hefur auglýsinga- og mark- aðskostnaður vaxið hröðum skrefum í örvæntingarfullri tilraun fyrirtækisins til að halda sínum hlut. „Okkar meginmark- mið hjá GM er að rekstr- inum í Norður-Ameríku verði snúið til hagnaðar og jákvæðs sjóðsstreym- is sem allra fyrst,“ segir Wagoner og bendir á leiðir til þess að draga úr kostnaði. Fyrirtækið ætlar að ráðast í umfangsmikinn niðurskurð sem felst í því að fækka störfum um þrjátíu þúsund og loka tólf verkmiðjum fram til ársins 2008. Á þessu ári tekur gildi samningur við samtök bílaverkamanna sem lækkar kostnað við heilsutryggingar um þrjá milljarða dala. En til þess að draga úr gríðarlegum kostnaði vegna eftirlauna, og losna við skuldbindingar, sem felast í samkomulagi sem var undirritað í kjölfar gjaldþrots Delphi-bílahlutaframleiðand- ans, gæti GM þurft að greiða upphæð á bilinu 3,6-12 milljarða. LJÓS Í MYRKRINU Sjálf bílaframleiðslan skilaði 5,3 millj- arða tapi sem reiknast alfarið á mark- aðinn í Norður-Ameríku, en töluverður afkomubati varð í öðrum heimsálfum. GM seldi 9,2 milljónir bifreiða um allan heim árið 2005 sem er næstmesta sala í sögu fyrirtækins og greinilegt er að góð vaxtarskilyrði eru á erlendum mörkuð- um. Þannig var fimmtungs söluaukning í Suður-Ameríku og Afríku, nítján prósent í Miðausturlöndum og um 1,3 prósenta aukn- ing í Evrópu, einum harðasta bílamarkaði heims. „Viðsnúningur á Evrópumarkaði er í samræmi við áætlanir okkar og við vonumst eftir meiri framförum árið 2006,“ bendir stjórnarformaðurinn á. GM gerir sér væntingar um að hinn stóri merkjafloti félagsins styrki stöðu fyr- irtækisins í Evrópu og telur að Chevrolet og ný tegund af Opel Corsa verði helstu trompin á árinu. ÓEÐLILEGAR ARÐGREIÐSLUR Hlutabréf í GM hafa stefnt þráðbeint niður á við og lækkuðu um meira en helming á síðasta ári. Hinn tæplega níræði fjárfest- ir Kirk Kerkorian vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann hóf að kaupa hluta- bréf í GM af miklum þrótti og safnaði tíu prósent hlutabréfa. Hann varði bréfin frá frekara falli eftir að afkoman var birt með því að kaupa bréf til viðbótar fyrir 250 milljónir dala, sömu upphæð og hann seldi í desember. Gengi hlutabréfa í GM end- aði í 23 ára lágmarki í desember eftir að Kerkorian seldi bréf sín og fóru lægst í 21 dal á hlut en standa nú í genginu 24. Kerkorian hefur hvatt stjórnendur GM til að setja sér raunhæf markmið og að snúa rekstrinum til hagnaðar og bent á að ein leið sé að draga úr afar ríflegum arð- greiðslum. Þær hafa verið tveir dalir á hlut á ári sem er í engu samræmi við rekstrar- árangur. Tap Kerkorians vegna gengisfalls GM nemur nú um 350 milljörðum dala. SKULDAR SAUTJÁNFALDA LANDSFRAM- LEIÐSLU En Kerkorian og fleiri hluthafar gætu þurft að horfa fram á enn harðari tíma – jafnvel gjaldþrot. Í kjölfar þess að afkoma GM á fjórða ársfjórðungi er undir vænt- ingum markaðarins hafa matsfyrirtæki, þar á meðal Moody´s, varað við því að lánshæfiseinkunn GM til lengri tíma kunni að lækka enn meira þannig að fjármögnun félagsins verði dýrari. Fjárfestingararmurinn GMAC, sem hefur haldið fyrirtækinu á floti, verður hugsanlega seldur til þess að útvega félag- inu rekstrarfé og lækka skuldir þess. Virði fjárfestingafélagsins er á bilinu tíu til fimmtán milljarðar dala og hefur Citigroup verið orðað við það. Heildarskuldir allrar samsteypunnar voru 286 milljarðar dala í árslok sem samsvarar 17.500 milljörðum króna – það er sautjánfaldri landsfram- leiðslu Íslands. MESTA TAP Í ÞRETTÁN ÁR Staða GM og annarra bandarískra bílaframleiðenda versnar enn. Nú hafa stjórnendur GM boðað mikinn niðurskurð á næstu árum til að bregðast við miklu tapi. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um helming á síðasta ári. Bandarískt þjóðartákn í vanda Margt bendir til þess að General Motors verði fellt af stalli sem stærsti bílaframleiðandi heims á þessu ári. Gríðarlegar skuldir og hár, fastur kostnaður þjakar félagið. Samdráttur er áfram óumflýj- anlegur í Norður-Ameríku á sama tíma og félagið sér sóknarfæri í öðrum heimsálfum. Eggert Þór Aðalsteinsson kynnir sér stöðu GM. A F K O M A G E N E R A L M O T O R S 1 9 9 1 - 2 0 0 5 (upphæðir í milljörðum króna miðað við núverandi gengi bandaríkjadals) 1991 -279 1992 -1.457 1993 155 1994 304 1995 428 1996 310 1997 391 1998 186 1999 341 2000 304 2001 37 2002 105 2003 236 2004 229 2005 -533 Heimild: Associated Press

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.