Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN Haldið verður upp á íslenska þekkingardaginn á morgun með ráðstefnu og verðlaunaafhend- ingu á milli klukkan 13.15 og 17 á Hótel Nordica. Þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er hald- inn hátíðlegur og er þemað að þessu sinni Stefnumótun. Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til íslensku þekkingarverðlaunanna; Actavis, Avion Group og Bakkavör. Þá verður einnig tilkynnt um val á viðskiptafræðingi/hagfræðingi ársins sem talinn er hafa skarað fram úr á þessu sviði. Á sein- asta ári var þemað leiðtoginn og varð KB banki þá fyrir valinu og Sigurður Einarsson valinn hag- fræðingur ársins. Á dagskránni verður meðal annars erindi Mortens Lund, sem hefur verið einn af lykil- mönnun í stefnumótun fyrir- tækjanna Skype og BullGuard. Þórdís Sigurðardóttir, forstöðu- maður norrænna fjárfestinga hjá Baugi Group og stjórnar- formaður Dagsbrúnar, Magnús Stephensen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Avion Group, Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, og Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá Landspítala - háskólasjúkra- húsi, munu jafnframt koma fram. - hhs 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR14 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Skrifstofur Samskipa í Rotterdam og dótturfyrirtækisins Geest North Sea Line sameinast undir einu þaki í byrjun næsta árs þegar félögin flytja í nýja skrif- stofubyggingu sem nú er verið að reisa á gamla hafnarsvæðinu í Rotterdam. Höfuðstöðvar erlendrar starf- semi Samskipa verða í nýju bygg- ingunni og er flutningnum þangað ætlað að auðvelda öll samskipti og hjálpa til við að sameina bæði starfsfólk og menningu þeirra erlendu fyrirtækja sem samein- uð hafa verið rekstri Samskipa á undanförnum misserum. Í frétta- tilkynningu er haft eftir Michael F. Hassing, öðrum forstjóra Samskipa, að fyrirkomulagið muni leiða til mikillar hagræð- ingar í rekstri, samtímis því sem þjónustan við viðskiptavini okkar verður enn markvissari. Höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam eru hluti af svo- kölluðu „DockWorks“ verk- efni við Waalhaven O.Z., sem hafnaryfirvöld í Rotterdam og eitt stærsta verktakafyr- irtæki Hollands, OVG, standa að. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar og eru verklok áætl- uð í lok þessa árs. Samskip leigja eina af þeim fjórum byggingum sem rísa þarna og eru innblásnar af gámaflutningaskipunum sem losa og lesta í Waalhaven. Nýjar höfuðstöðvar rísa SVONA MUNU NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR SAMSKIPA Í ROTTERDAM LÍTA ÚT Höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam eru hluti af svokölluðu “DockWorks” verkefni við Waalhaven O.Z., sem hafnaryfirvöld í Rotterdam og eitt stærsta verktakafyrirtæki Hollands, OVG, standa að. Þekkingardag- urinn á morgun KB BANKI VAR VERÐLAUNAÐUR Í FYRRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB banka, þekkingarverðlaunin sem bankinn hlaut fyrir leiðtogahlutverk sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.