Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Það er gott að vera lítill. Það er gott að vera stór. En risaSMÁR er snilld. risaSMÁR er nýtt orð í orðabókinni. Það lýsir því sem er í raun lítið en hefur eiginleika þess sem er stórt, sérstaklega í tilfinningu, byggingu, eiginleikum eða útliti. Eða öllu þessu. Tveggja marka sigur í handbolta telst vanalega afar naumur sigur og kallast aldrei stórsigur. Það er hins vegar varla hægt að hugsa sér meira afrek fyrir íslenskan handbolta en 34:32 gegn Rússum. Sigur Íslendinga gegn Rússum er því risaSMÁR. Við óskum handboltalandsliðinu til hamingju og vonumst eftir fleiri risaSMÁUM sigrum. Nýr Yaris er risaSMÁR. Yaris hefur eiginleika stórs bíls í litlum bíl, tilfinninguna fyrir stórum bíl í litlum bíl, rými stórs bíls í litlum bíl. Það er gott að vera lítill. Það er gott að vera stór. En risaSMÁR er snilld. www.toyota.is 34:32 risaSMÁR sigur á Rússum Verð frá 1.359.000 kr. risaSMÁR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 17 6 01 /2 00 6 Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Ég er oft spurð að því hvort ég sé ekki með viðstöðulaus- ar áhyggjur af dóttur minni sem dvalist hefur í Austurlöndum nær síðustu mánuði. Ég er vön að svara því til að það venjist furðan- lega að eiga fullorðin börn og eitt af því sem maður verði að læra að lifa með sé að þau taki sjálfstæð- ar ákvarðanir um það hvernig þau ráðstafa lífi sínu, hvert þau vilji fara og hvenær. Að lokinni þess- ari ræðu viðurkenni ég þó yfirleitt að vissulega hafi ég stundum haft áhyggjur, til dæmis í haust þegar nokkur hótel voru sprengd upp í Amman í Jórdaníu þar sem dótt- ir mín átti einmitt heima á þeim tíma. Og síðustu daga hef ég líka fundið fyrir beyg vegna þeirrar reiði sem nú ríkir meðal múslima í garð frænda okkar Dana. IÐULEGA hef ég sagt við vini mína sem eiga ung börn að þó að það sé vissulega mikil vinna að standa í smábarnastússi þá hefjist áhyggjurnar fyrir alvöru þegar blessuð börnin vaxi úr grasi. Lífi ungra barna geti foreldrar að vissu leyti ráðstafað eða að minnsta kosti haft yfirsýn yfir meðan börn sem ráða sér sjálf geti farið út um hvippinn og hvappinn án þess að við foreldrar fáum rönd við reist. Og þá er ekki um annað að gera en að anda rólega, beita rökvísi og yfirvegun og minna sjálfan sig og aðra á að líkurnar á að fara sér að voða séu nánast jafnmiklar á heimavelli eins og úti í heimi. ÞEGAR frumburðurinn tók bíl- próf var ég algerlega sannfærð um að ég myndi aldrei aftur líta glaðan dag, svo magnaður var ótt- inn við að hún færi sér að voða í umferðinni. Sömuleiðis var ég nær vitstola af hræðslu um að sama dóttir yrði fyrir bíl, ef ekki henni yrði þá ekki beinlínis rænt, þegar hún hleypti heimdraganum. En svo má illu venjast að gott þyki, eða að minnsta kosti þolanlegt, og nú á ég þrjár akandi dætur sem ég áminni bara stundum, áður en þær setjast undir stýri, um að aka varlega. Þær fara líka í ferðalög bæði innan lands og utan án þess að sliga móður sína af áhyggjum. ÞAÐ væri þó vissulega ekki annað en hræsni ef ég viðurkenndi ekki að ég verð mikið feginn þegar blessað barnið mitt kemur heim úr Austurlandadvölinni. Það venst líklega aldrei alveg að hafa ekki fulla yfirsýn yfir líf niðja sinna. Það er vont en það venst ���������� ����������� ������������� NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.