Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R I R T Æ K I Á þessum árum var ekki hlaupið að því að fá verslunarpláss í miðbænum og brá Guðbrandur því á það ráð að opna verkstæði hjá föður sínum, sem rak klæðskeraverk- stæði í Aðalstræti 12, þar sem nú er veitinga- staðurinn Maru. Húsið við Aðalstræti var í eigu hinna kunnu kaupmanna, Silla og Valda, sem ráku matvörubúðir víða um bæinn og segir Guðbrandur þá hafa tekið vel í það þegar hann bað um leyfi til að opna skart- gripaverkstæði. „Gjörðu svo vel sögðu þeir, hvað sem er. Svo lengi sem ekki er hægt að borða það.“ Það varð því úr að Guðbrandur deildi húsa- kynnum með klæðskeranum föður sínum. „Ég byrjaði í hálfu herbergi og stillti út á ströngunum hjá pabba. Þetta voru frábær ár, það er alltaf skemmtilegast þegar hlutirnir eru nýir og ferskir.“ Guðbrandur segir samkomulagið milli feðganna alla tíð hafa verið gott þrátt fyrir að kúnnahópurinn hafi ekki verið sá sami. „Þetta var alveg ljómandi fínt. Pabbi var mest í því að sauma úníform en lítið í því að sérsauma. Það var aðallega saumað á fólk sem annaðhvort var of hávaxið eða breitt til að finna föt annars staðar.“ Guðbrandur var tuttugu og þriggja ára gamall þegar hann sneri aftur úr námi en telur ungan aldur ekki hafa háð sér. „Þetta gekk eiginlega alveg ótrúlega vel frá fyrsta degi og vatt smám saman upp á sig. Viðskiptin jukust alltaf hægt og bítandi.“ Aðalstræti 12 brann á gamlársdag 1976, þegar raketta flaug inn um þakglugga á hús- inu, og flutti Guðbrandur þá verslunina að Laugavegi 48a þar sem hún hefur verið síðan. „Það var auðvitað gríðarlegt áfall. En það bjargaði mér að ég var búinn að flytja verkstæðið í bakhúsið og tjónið varð því ekki jafn mikið og það hefði getað orðið.“ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Skartgripaverslun Guðbrands J. Jezorskis er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Starfsmenn eru þrír, Guðbrandur sjálfur, dóttir hans Tína, sem líka er lærður gullsmiður og eigin- konan Barbara Haage sem sér um daglegan rekstur og afgreiðslu í versluninni. Guðbrandur segir reksturinn alltaf hafa gengið jafnt og þétt og ekki endilega fylgt hagsveiflum. Árin í heild hafi alltaf verið svipuð og afkoman að miklu leyti haldist í hendur við framleiðni. „Kúnnahópurinn hefur stækkað með árunum. Við höfum þó alltaf haldið okkur við handverkið en ekki lagst í neina fjöldaframleiðslu.“ Það eru helst gengissveiflur krónunnar sem hafa haft áhrif á reksturinn. Guðbrandur segir gengisfellingar á níunda áratugnum hafa verið sérstaklega erfiðar. „Gengisfellingarnar nýttust fyrirtækjum í útflutningi vel, til að mynda fiskvinnslunni. En annað gilti um okkur sem þurftum að kaupa allt inn.“ Útlendingar hafa alla tíð verið duglegir að skipta við Guðbrand. Þegar hann var að byrja kom fólk sem vann við framkvæmdir á borð við Búrfellsvirkjun og þá hafa margir laxveiði- menn komið í verslunina árum saman. Það er þó ekki hægt að draga nein nöfn upp úr Guðbrandi. „Maður er svo sem ekkert að hringja í blöðin þótt einhver fræg- ur birtist. Slíkt borgar sig ekki,“ segir hann. Guðbrandur segir ferðamenn kvarta undan háu gengi krónunnar. „Handgerðir hlutir hafa hingað til ekki þótt dýrir hér á landi, enda ekki flokkaðir sem list líkt og víða erlendis. Nú koma hins vegar Bandaríkjamenn og kvarta, benda á að gripur sem kosti þúsund dali hafi kannski verið á fimm hundruð dali fyrir ári.“ ÁNÆGÐIR KÚNNAR BESTA AUGLÝSINGIN Guðbrandur vill ekki gefa upp tölur úr rekstr- inum en kveðst ekki kvarta. „Þetta hefur allt- af gengið vel hjá okkur. Auðvitað getur gott lengi batnað en þetta dugar okkar.“ Guðbrandur telur lykilinn að velgengni liggja í því að taka eitt skref í einu, mikilvægt sé að fara ekki fram úr sjálfum sér. „Það eru takmörk fyrir því sem maður getur gert. Áherslan hjá okkur hefur alla tíð verið á gott handverk og vandaða hluti. Velgengni er ann- ars undir manni sjálfum komin, þeirri vinnu sem maður leggur í hlutina.“ Hann segist aldrei hafa auglýst mikið. „Við auglýsum lítið og reynum að vanda valið þegar við gerum það. Við leggjum mikið upp úr gluggaútstillingum en annars eru ánægðir viðskiptavinir besta auglýsing sem völ er á,“ segir Guðbrandur Jezorski. Fjörutíu ára fjölskyldufyrirtæki Guðbrandur Jezorski hefur rekið skartgripaverkstæði í miðbænum í fjörutíu ár, fyrst í Aðalstræti 12 og síðan á Laugavegi 48a. Guðbrandur lærði gullsmíði hér heima og í Þýskalandi og var staðráðinn í því að hefja eigin rekstur þegar hann kæmi heim úr námi. Jón Skaftason spjallaði við Guðbrand og komst að því að klæðskurður og skartgripasmíð fara vel saman. GUÐBRANDUR JÓSEF JEZORSKI VIÐ STÖRF Guðbrandur hóf rekstur árið 1966 og deildi þá húsakynnum með föður sínum sem var klæðskeri. „Ég byrjaði í hálfu herbergi og stillti út á ströngunum hjá pabba. Þetta voru frábær ár, það er alltaf skemmtilegast þegar hlutirnir eru nýir og ferskir.“ Skartgripaverslun Guðbrands J. Jerzorski Stofnuð: 1966 Starfsmenn: þrír Verslun: Laugavegi 48a Þá hafa bankarnir loksins skil- að uppgjöri fyrir árið. Það er Aurasálinni hulin ráðgáta af hverju þessir bankar geta ekki drifið þetta af á fyrstu dögum ársins. Það getur varla verið svo mikið mál að skoða hver staðan er á bankareikningnum í 31. desember og draga frá það sem var á reikningnum sama dag árið áður. KB banki hlýtur til dæmis að eiga 50 milljarða meira inn á bókinni sinni núna en í fyrra og það er ótrúlegt hvernig hægt er að flækja alla umræðu um þessa einföldu staðreynd. Endurskoðendur og bankamenn hafa mikla hagsmuni af því að láta líta út fyrir að þessi sáraein- falda starfsemi sé eitthvað meira en hún er. En í raun er þetta mjög einfaldur bransi. Bankarnir taka við pen- ingum hjá fólki og nota þá til að lána þeim aftur. Svo rukka þeir vexti fyrir það sem þeir lána en borga einhverja málamyndar- vexti til þeirra sem lána þeim pening. Þetta er ekki flókið. KB banki, Landsbankinn, Straumur og Íslandsbanki hafa grætt meira en 100 milljarða í fyrra. Það er um 300 þúsund kall á hvern Íslending. Aurasálin gerir sér grein fyrir að þetta er ekki mik- ill peningur fyrir hinn almenna bankamann en það gæti þó munað um þetta fyrir þá fáu Íslendinga sem ekki hefur enn tekist að fá vinnu við að hlaupa um bankana með möppur og pappíra. Aurasálin hefur fylgst af áfergju með svokölluðum kynningarfund- um á uppgjörum bankana. Þar mæta bankastjórarnir og halda langar tölur um eiginfjárhlut- föll, áhættudreifingu, erlenda starfsemi, gengishagnað og svo framvegis. Á þessa fundi mæta fjárfestar og kinka kolli þegar talnarunurnar dynja á þeim og halda svo heim og kaupa bréf og annað. Það er hins vegar eitt best geymda leyndarmálið á Íslenska mark- aðnum að hvorki endurskoðend- ur, bankastjórar eða fjárfestar hafa minnstu hugmynd um hvað þessi hugtök og hlutföll þýða. Staðreyndin er nefnilega sú að mestöll vinna bankanna nú um stundir fer í að skálda upp ný orð til þess að setja inn í næsta árs- reikning. Meðal orða sem Aurasálin hefur frétt að verði frumsýnd á næsta ári eru: Arðtekjur hlutdeildar- starfsmanna, fjárkúgun einstakl- inga og vaxtafangelsun skuldara. Þá verður reiknað út nýtt hlutfall H/A, sem er hlutfall hagnaðar af arðsemi og er borið fram “HA!”. Þá verður í fyrsta sinn reiknað út hlutfallið ASN/I sem er margfeldi af arði, fjölda erlendra dóttur- fyrirtækja og nýjum viðskipta- mönnum deilt með innri vexti á samstæðugrunni. Má því búast við að umræður um uppgjör bankanna verði jafnvel enn fyndnari á næsta á Fyndin uppgjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.