Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 6
6 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR INGÓLFS GUÐBRANDSSONAR Ferðafrömuðar, víðförlasta manns Íslandssögunnar um ferðaval og fegurstu staði heimsins: GRAND HÓTEL REYKJAVIK. lau. 25 mars og 1. apr. Kl. 15 – 17.30. ÓKEYPIS fyrir þátttakendur í HNATTREISUNNI 2. – 30. okt. 2006 Námsskeiðið öllum opið meðan pláss leyfir gegn greiðslu lágmarks þátttökugjalds. SKRÁNING: HEIMSKRINGLA s. 893 3400 Að tilhlutan Ferðaklúbbs HEIMSKRINGLU NÁMSSKEIÐ KJÖRKASSINN Viltu fá Jón Baldvin á Alþingi á ný? Já 54% Nei 46% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að leyfa vísindamönnum að flytja inn fuglaflensuveirur? SVEITARFÉLÖG Áætluð aukin fjár- þörf sveitarfélaga í landinu á þessu ári vegna nýlegra kjara- samninga nemur 3,6 milljörðum króna. Samanlagður halli þeirra vegna kjarasamninga og áætlaðra fjárfestinga nemur liðlega 8,1 milljarði króna. Tölur um rekstur og afkomu sveitarfélaga voru kynntar á fundi félagsmálanefndar Alþingis síðast- liðinn þriðjudag. Í gögnum sem lögð voru fyrir nefndina frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að nýsamþykkt- ar heimildir Launanefndar sveitar- félaga til launahækkana séu skil- yrtar heimildir til yfirborgunar umfram gildandi kjarasamninga og beinist fyrst og fremst að lægstu launum. Líkur eru taldar á að öll sveitarfélög nýti sér þær heimildir til launahækkana. Launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga voru á bilinu 12,5 til 21,7 prósent á síðasta ári. Mesta launahækkunin varð með samningum Reykja- víkurborgar í október síð- astliðnum við Starfsmanna- félag Reykjavíkur og Eflingu. Gögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sýna að hækkunin er langt umfram úrskurð kjara- dóms. Fyrir breytingar nam launahækkunin, sem kjaradómur úrskurðaði æðstu embættismönnum og kjörnum full- trúum, 11,2 prósentum en varð á endanum 5,6 prósent. Sérfræðingar sambandsins telja að miklar launahækkanir hjá sveit- arfélögum leiði til þess að fólk í láglaunastörfum hjá ríkinu og á almennum vinnumarkaði leiti eftir vinnu hjá sveitarfélögunum. Við þetta skapist spenna á vinnumark- aði, verðbólguþrýstingur aukist og hugsanlega verði kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sagt upp næsta haust. Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga kynntu félagsmálanefnd í þessu sambandi hugmynd- ir um að vaxandi spennu á vinnumarkaði væri unnt að mæta með auknu sam- ráði allra vinnuveitenda, samræmdri vinnulöggjöf og heildarsamningum sem byggðust á mati á launahækkunar- svigrúmi þjóðarbúsins. „Ég hef átt fundi með þeim og þetta er eitt stærsta málið sem við er að glíma,“ segir Jón Kristjáns- son félagsmálaráðherra. „Kjara- samningarnir fela í sér mikinn kostnaðarauka og hafa orðið tilefni til samanburðar við aðra hópa. Á þessu stigi höfum við uppi varnað- arorð en afkoma sveitarfélaganna er þó misjöfn.“ johannh@frettabladid.is VERKAMENN Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni eru illa undir það búin að hækka laun starfsmanna en rekstrarhallinn er mestur á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Launahækkanir kosta sveitarfélög 3,6 milljarða Samanlagður halli sveitarfélaga verður meiri en átta milljarðar á árinu. Sér- fræðingar sveitarfélaganna telja að hækkanirnar geti leitt til átaka í haust. Eitt stærsta málið sem við glímum við, segir Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra. JÓN KRISTJÁNSSON KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Starfsemi flugmálastjórnar á Keflavíkur- flugvelli verður lögð niður í núver- andi mynd og færð undir Flug- málastjórn Íslands, að sögn Sturlu Böðvarsonar samgönguráðherra. Keflavíkurflugvöllur hefur verið rekinn sem sjálfstætt flug- stjórnarsvæði samkvæmt ákvæð- um varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og hefur það sætt gagnrýni af hálfu Alþjóðaflug- málastofnunarinnar ICAO sem hefur mælst til þess að Flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli verði færð undir Flugmálastjórn Íslands sem ber ábyrgð á flugöryggismál- um gagnvart stofnuninni. Samkvæmt Hjördísi Guðmunds- dóttur, upplýsingafulltrúa Flug- málastjórnar Íslands, hafa megin- rökin gegn sameiningu flugmálastjórnanna hingað til verið að tvö ráðuneyti, utanríkis- ráðuneyti og samgönguráðuneyti, hafa farið með þessi mál. Sam- gönguráðuneyti hefur flug og flug- velli á sínu starfssviði en utanríkis- ráðuneytið heldur utan um allt sem tengist varnarsamningnum. Með brotthvarfi Bandaríkjahers verður hægt að færa alla flugstarfsemi undir samgönguráðuneyti. - sdg HERÞOTA HEFUR SIG Á LOFT Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að hagræða megi verulega með sameiningu flugmálastjórnanna tveggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Flugmálastjórn í Keflavík lögð niður í núverandi mynd: Flugmálastjórnir sameinast FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, reyndi að leggja sitt af mörkum til að bera klæði á vopnin í deilunni um lagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar um atvinnumál ungmenna, en hann lagði til að látið yrði á lögin reyna í hálfs árs reynslutíma. Þessa sáttatillögu nefndi Sar- kozy í viðtali við vikuritið Paris Match, en það var í fyrsta sinn sem einhver úr ríkisstjórninni vék frá óbilgjarnri afstöðu forsætisráð- herrans Dominique de Villepin. Tugþúsundir námsmanna og ann- arra ungmenna hafa tekið þátt í háværum mótmælum gegn frum- varpinu að undanförnu og for- svarsmenn verkalýðsfélaga hafa tekið undir kröfur mótmælenda. Yfirlýstur tilgangur nýju lag- anna er að minnka atvinnuleysi í röðum ungs fólks með því að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, en í því felst að atvinnurekendum sé gert auðveldara að ráða ungt fólk til starfa – og reka það. Mótmæl- endur segja frumvarpið grafa undan atvinnuöryggi. - aa SARKOZY Innanríkisráðherrann í ræðu- stól á þingi í París í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Enn hart deilt um ný lög um atvinnumál ungmenna í Frakklandi: Sarkozy vekur máls á sáttaleið ÞÝSKALAND, AP Þýska stjórnin sam- þykkti í gær þriggja ára framleng- ingu á frestun á gildistöku Evrópu- reglna um frjálsa för launafólks frá nýjustu aðildarríkjum ESB. Til réttlætingar ákvörðuninni er vísað til hins mikla atvinnuleysis sem ríkir í Þýskalandi. Þýskur vinnu- markaður verður því að mestu lok- aður verkafólki austar úr álfunni fram á vorið 2009. Ísland hefur líka nýtt sér und- anþágu frá gildistöku innri mark- aðs-reglunnar um frjálsa för verka- fólks frá nýju aðildarríkjunum, en íslensk stjórnvöld þurfa brátt að tilkynna hvort þau hyggist gera það áfram eftir 1. maí í ár. - aa Frjáls för verkafólks: Þjóðverjar loka í þrjú ár enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.