Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 70
54 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Aðgengi að íþróttahreyf- ingunni er ekki eins gott fyrir alla á Íslandi og sá minnihlutahópur sem hvað mest hallar á eru börn innflytjenda. Sá hópur tekur ekki virkan þátt í íþróttalífinu og að mati Gerðar Gestsdóttur, verk- efnastjóra fræðsludeildar Alþjóða- hússins, er það ekki til góðs fyrir þjóðfélagið. Gerður velti fyrir sér í erindi, sem hún hélt á hádegisverðar- fundi hjá ÍSÍ fyrir skömmu, hvern- ig væri hægt að auka þátttöku þessa fólks, hvers vegna ÍSÍ ætti að einblína á þennan hóp og hvers vegna fleiri börn innflytjenda taki ekki þátt í íþróttum en raun ber vitni. Staðreyndin er nefnilega sú að mjög lítill hluti barna innflytj- enda tekur þátt í íþróttalífinu þótt ekki liggi fyrir neinar beinar tölur um fjölda þátttakenda. „Ég veit frá íþróttafélögum þar sem er mikið af innflytendum, eins og í Efra-Breiðholti, að þátt- taka barna af erlendum uppruna hafi dregist saman í hlutfalli við fjölgun innflytjenda. Með öðrum orðum þá eru nýju innflytjendurn- ir ekki að skila sér inn í íþrótta- starfið,“ sagði Gerður við Frétta- blaðið. Að mati Gerðar eru margar ástæður fyrir því að þessi börn stunda ekki íþróttir. Nefnir hún helst í því sambandi peningaleysi, að það sé lítil hefð meðal þessa fólks að stunda íþróttir, vinnuálag er oft mikið og þá bæði á foreldr- um og jafnvel börnunum sem þurfa þá að vinna heimilisverkin og passa systkini sín. Fyrir vikið er tíminn líka af skornum skammti. Svo er það úrræðaleysið en for- eldrar þessara barna, og jafnvel börnin, vita ekki hvert eigi að snúa sér. Stutt og einfalt símtal til að afla upplýsinga getur orðið að stóru vandamáli ef tungumála- örðugleikar eru til staðar. Í dag eru engin úrræði til að leysa þetta litla vandamál svo dæmi sé tekið. „Ég hef heyrt að börn innflytj- enda séu dugleg að taka þátt í opna félagsstarfinu innan skólanna en um leið og þarf að borga hætta þau að mæta. Peningar skipta miklu máli. Málið snýst að stóru leyti um að upplýsa fólk og að for- eldrarnir geri sér grein fyrir því hversu mikilvægt það sé fyrir börnin þeirra að taka þátt í svona starfi,“ sagði Gerður en hún segir það skipta gríðarlegu máli fyrir samfélagið að börn innflytjenda séu virkir þátttakendur í íþrótta- starfinu. „Viljum við búa í samfélagi þar sem eru tveir hópar? Þeir sem eru af innlendum uppruna og þeir sem eru af erlendum uppruna. Viljum við samfélag þar sem síðarnefndi hópurinn vinnur illa borguðu skítavinnuna sem við nennum ekki að vinna og talar slæma íslensku. Eða viljum við samfélag þar sem allir fá að njóta eigin hæfileika og komast áfram á eigin verðleikum. Þetta snýst um það hvort við viljum samfélag jafnaðar eða ójafnaðar.“ Gerður vill sjá skýra stefnu sem miðar að því að vel sé tekið á móti innflytjendum um leið og þeir koma til landsins svo að þeir geti upplifað sig sem hluta af samfélaginu. Eftirleikur- inn verði fyrir vikið mun auðveld- ari fyrir alla aðila. Þar beinir hún spjótum sínum meðal annars að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, ÍSÍ, en í Ólympíusáttmálanum, sem og í lögum ÍSÍ, er kveðið á um að allir hafi jafnan rétt á þátttöku í íþrótt- um. Stuðningur ÍSÍ við innflytjend- ur er ekki nægur í dag að mati Gerðar. Til að allir geti setið við sama borð verður að aðstoða þá sem eiga ekki eins auðvelt með að fóta sig í kerfinu. henry@frettabladid.is Börn innflytjenda skila sér ekki inn í íþróttastarfið Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahússins, vill að ÍSÍ taki á málefnum innflytjenda. Hún segir það skipta sköpum fyrir sam- félagsmyndina að ÍSÍ grípi í taumana og aðstoði innflytjendur. GERÐUR GESTSDÓTTIR Hefur áhyggjur af sífellt verri stöðu barna innflytjenda innan íþrótta- hreyfingarinnar. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ÍSÍ.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðalfundur Útivistar verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl nk. kl. 20:00 að Laugavegi 178. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. ATH. BREYTTA DAGSETNINGU FRÁ FYRRI AUGLÝSINGU H O R N / H a u k u r / 2 3 2 0 FÓTBOLTI Líkurnar á að Michael Ballack gangi til liðs við Chelsea í sumar jukust enn frekar í gær þegar leikmaðurinn lýsti því yfir að honum þætti enska úrvalsdeild- in mun betri kostur en sú spænska. Ballack hefur lengi verði orðaður við Real Madrid en eftir því sem hann segir sjálfur virðist Ballack hafa lítinn áhuga á að fara þang- að. „Ég er leikmaður sem nota lík- amann til að fá mínu fram og í Englandi nýtist þannig leikstíll best. Þar er leikurinn hraður og tæklingarnar eru harðar,“ segir Ballack. „Ég tel mig eiga margt sameiginlegt með þeim leikmönn- um sem hafa nánast orðið goð- sagnir í Englandi á síðustu árum, leikmönnum eins og Roy Keane og Patrick Vieira. Mig langar gjarn- an að fylgja í fótspor þeirra,“ bætti Ballack við. - vig Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins, opnar sig: Líst best á enska boltann MICHAEL BALLACK Fer líklega ekki til Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Andrew Mwesingwa gengur til liðs við ÍBV fyrir sumarið en hann er 22 ára gamall miðvörður. Mwesingwa er landsliðsfyrirliði Úganda en hann hefur spilað með SC Villa í heimalandinu og verið þar fyrirliði en liðið hefur fjórtán sinnum orðið meistari og sjö sinnum bikar- meistari frá árinu 1982 og er sterkasta lið landsins. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sex ára, það gekk ágætlega þrátt fyrir að aðstæð- urnar hafi ekki verið upp á sitt besta. Það er mikill fótboltiáhugi hérna í Úganda og almenningur fylgist vel með boltanum. Fyrirtækin eru líka fyrirferðamikil í boltanum og kaupa oftast heilu liðin, þannig gengur boltinn fyrir sig hér,“ sagði Mwesingwa við Fréttablað- ið í gær. Símasamband til Úganda var með ágætum en þessi geðþekki Úgandabúi veit skiljanlega ekki mikið um Ísland, ekki frekar en Íslendingar vita mikið um Úganda. „Ég veit að það er mjög kalt á Íslandi en ég veit ekki alveg hvar það er. Er það ekki örugglega í Evrópu? Einhvers staðar í Norðurhöfum er það, en ég hef reynt að kynna mér land og þjóð með því að lesa tímarit og skoða myndir. Ég veit að bærinn þar sem ég mun búa er mjög fallegur en ég þekki samt engan íslensk- an fótboltamann,“ sagði Mwesingwa sem getur ekki beðið eftir því að upplifa þetta ótrúlega ævintýri. „Ég hlakka til að takast á við þessa ákvörðun. Þetta er skref í rétta átt fyrir mig, ég vil prófa að spila í Evrópu þar sem ég hef bara spilað í Afríku,“ sagði Mwesingwa sem veit ekki mikið um íslensku deildina. Hann spurði blaðamann hvort deildin væri byrjuð og hversu mörg lið væru í deildinni en spennandi verður að fylgjast með kappanum hér á Íslandi í sumar. ANDREW MWESINGWA LANDSLIÐSFYRIRLIÐI ÚGANDA: SPILAR HÉR Á LANDI MEÐ ÍBV Í SUMAR Er Ísland ekki örugglega í Evrópu? 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið Allan til FH? Líklegt er að Íslandsmeistarar FH semji við danskan framherja, Allan Dyring, fyrir sumarið. Það væri hentugt fyrir stuðningsmenn FH þar sem ekki þyrfti að framleiða nýjar treyjur né búa til ný stuðningsmannalög fyrir pilt þar sem hann kæmi í staðinn fyrir nafna sinn Allan Borgvardt sem fór frá FH eftir síðasta sumar. > Íslendingarnir í stuði Það var sannkallaður Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar Lemgo tók á móti Minden. Lemgo fór með sigur af hólmi í skemmtilegum leik en lokatölur urðu 37-30. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson létu báðir að sér kveða í liði Lemgo líkt og Snorri Steinn Guðjónsson gerði hjá Minden. Logi var markahæstur Íslendinganna en hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Ásgeir Örn skoraði þrjú mörk en Snorri Steinn fjögur fyrir Minden, þar af tvö úr vítaköstum. Minden er þar með í mjög slæmum málum við botn deildar- innar en Lemgo er áfram í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild- inni á næstu leiktíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.