Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 33
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag GÓÐAN DAG Í dag er fimmtudagurinn 23. mars, 82. dagur ársins 2006. Reykjavík 7.18 13.34 19.52 Akureyri 7.02 13.19 19.38 DansWorkshop verður haldið í Sporthúsinu um næstu helgi. Þangað koma frægir danshöf- undar frá London sem meðal annars hafa unnið með Justin Timber- lake, Michael Jackson, Britney Spears, Janet Jackson, Mariah Carey, Kaney West, Aaliyah og Pink. Nánari upplýs- ingar fást á blom- ster09@gmail.com. Mynstraðar flíkur verða vinsælar í vor og sumar. Hönnuðir sem lögðu línurnar fyrir komandi tísku voru að minnsta kosti mjög hrifnir af ýmiss konar mynstri svo sem afrískum mótífum og stórum blómamynstrum. Sem dæmi um hönnuði má nefna Calvin Klein, Phi, Alexandre Herchcovitch, Marni og Christian Lacroix. Ikea hefur nú gefið út nýjan eld- húsbækling. Hann er þó einungis að finna á vefsíðu verslunarinnar, www.ikea.is. Í bæklingnum, sem er 48 blaðsíður, eru ýmsar hugmyndir og útfærslur á eld- húsum sem geta auðveldað fólki framkvæmdir. ALLT HITT [HEILSA TÍSKA HEIMILI] ENDINGARGOTT OG SLITSTERKT Teppaland býður upp á skemmtilega fjölbreytt úrval gólfdúka. HEIMILI 10 SÆVAR KARL OPNAR NÆST- KOMANDI LAUGARDAG NÝJA SKÓDEILD INNAN VERSLUNAR SINNAR ÞAR SEM FÁANLEGIR VERÐA SKÓR FRÁ MERKJUM Á BORÐ VIÐ MIU MIU. Verslun Sævar Karls hefur fyrir löngu stimplað sig sem ein besta hátískuverslun landsins. Almennileg skódeild hefur þó ekki verið innan vébanda Sævars Karls en nú hefur loksins verið ráðin bót á málinu. Laugardaginn næsta verður formlega opnuð ný skódeild eða hálfgerð skóbúð inni af fataversluninni. Í nýju deildinni verður hægt að finna fjölbreytt úrval ýmiss skóbúnaðs, bæði fyrir karla og konur. Meðal framleiðenda sem verða hjá Sævari Karli má helst nefna Prada, Miu Miu og einnig skinnskó frá Rosetti-bræðrum. „Við verðum líka með stígvél frá Mexíkó og einnig verðum við með hátískuskó frá Ítalíu og Spáni,“ segir Sævar Karl glaðbeittur. Ný skódeild Sævar Karl ætlar loksins að opna skóbúð inni af verslun sinni á Bankastræti. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Erla Dís starfar sem stílisti og hefur mikinn áhuga á tísku. Hún á mikið skósafn og kaupir föt óháð straumum og stefnum. „Það eru tveir hlutir sem eru mér kærastir þessa dagana,“ segir Erla Dís Arnardóttir, stílisti í Top Shop, aðspurð um eftirlætis- flíkina. „Annað eru skór sem ég fékk í lítilli búð í London. Þeir eru litlir, reimaðir og gylltir með blómum. Hitt er ristastór, svört og síð angórupeysa úr Rokki og rósum. Hún er ofboðslega þægileg fyrir íslenskan vetur.“ Erla kveðst vera með mikla skódellu og á því mörg skópörin. „Ég veit ekki alveg hvað ég á marga skó. Ég er alltaf að reyna að hafa stjórn á þessu en ég á þrjátíu pör, að lágmarki,“ segir Erla, sem kýs helst að vera í þægilegum flatbotna skóm. „Ég er ekki mikið fyrir hæla, þeir eru einum of sárs- aukafullir, þó ég sé mjög lágvaxin,“ segir Erla hlæjandi. Föt og tíska eru eitt helsta áhugamál Erlu enda starfar hún sem stílisti. Hún stefnir á fatahönnun í framtíðinni og þá helst í Flórens. „Það er mekka tískunnar og allir draumarnir þar, trúi ég,“ segir Erla, sem fór eitt sumarið til Ítalíu og heillaðist upp úr skónum. Fatasmekkur Erlu er fjölbreyttur og hún klæðist fötum óháð því sem er að gerast í tískunni. „Ég fer bara í það sem mér finnst vera skemmtilegt hverju sinni. Ég versla mjög víða og bind mig aldrei við einhverjar ákveðnar búðir eða strauma,“ segir Erla og viðurkennir að hún fari stundum gagngert til útlanda til að versla. „Það er veikleiki minn. En maður dulbýr þessar ferðir sem tónleikaferðir eða eitthvað slíkt svo þetta líti aðeins betur út,“ segir Erla hlæjandi. mariathora@frettabladid.is Óháð tískustraumum Af öllum skópörunum hennar Erlu heldur hún mest upp á litla gyllta skó sem hún keypti í London. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRÍÐARLEGUR PRJÓNAÁHUGI Tískusýning á sumarlínu Prjónablaðsins Ýr var haldin á dögunum, en áhuginn á handprjóni hefur vaxið mikið undanfarin ár. TÍSKA 4 Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800 Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.