Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 12
12 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR Stærsta auglýsingaherferð Íslands í uppnámi Glitnis-herferð eins og norsk banka- auglýsing – Tilviljun, segir auglýsingastofan – Neyðarfundur hjá Glitni í gær 2x15 22.3.2006 20:37 Page 1 VÍSINDI Lyfjaþróun hf. hefur misst leyfi sitt til rannsóknar á notkun nefúða við bólusetningu eftir að Vísindasiðanefnd afturkallaði sam- þykki sitt fyrir rannsókninni, þar sem hún taldi skorta upplýsingar um öryggi rannsókna á lyfinu. Afturköllun á leyfinu hefur ekki áhrif á starfsemi Lyfjaþróunar hf. þar sem rannsókninni á lyfinu var hætt í mars á síðasta ári, en fyrstu rannsóknirnar á nefúðanum fóru fram 1999. Sveinbjörn Gizurarson, sem nú starfar sem prófessor við Lyfja- fræðideild Háskóla Íslands, var framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar á þeim tíma sem rannsóknirnar voru gerðar og var hann tilgreindur sem ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Erindi barst til nefndarinnar níunda janúar á þessu ári þar sem fullyrt var að rangar og villandi upplýsingar hefðu verið gefnar vegna umsókna til Vísindasiða- nefndar. Í rökstuðningi nefndarinnar fyrir afturkölluninni á leyfinu, segir að hvergi hafi verið getið sér- staklega um mögulega fleiður- myndun í nefslímhúð í kjölfar inn- töku á lyfinu. Að auki segir að þátttakendur í rannsókninni, sem voru um 100 talsins, hafi ekki átt kost á því að taka afstöðu til þess- ara mögulegu óþæginda, eins og krafa hafi verið gerð um. Nefndin telur einnig að full- nægjandi upplýsingar hafi ekki verið veittar um vísindalegar for- sendur þess að ráðist var í rann- sóknina, en af þeim gögnum sem nefndin hefur til skoðunar telur hún að fyrri niðurstöður mælinga á ónæmissvörun hafi ekki gefið til- efni til að afla þátttakenda í rann- sókn undir þeim formerkjum sem gert var. Lyfjaþróun sendi frá sér yfirlýs- ingu vegna niðurstöðu Vísindasiða- nefndar og er þar tekið sérstaklega fram að enginn þátttakenda í rann- sóknunum, hvorki árið 1999 né í seinni hluta rannsóknarinnar sem fór fram 2004, hefði kvartað undan óþægindum vegna tilraunanna. Að auki er tekið fram að „Lyfja- þróun muni senda út bréf til þátt- takenda með niðurstöðu nefndar- innar og Lyfjaþróun mun taka fullt tillit til athugasemda Vísindasiða- nefndar varðandi ítarlegri upplýs- ingagjöf í framtíðinni.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að framkvæmd rannsóknar hafi farið fram eftir þeim alþjóðlegu gæða- stöðlum sem um klínískar rann- sóknir gilda og með samþykki Lyfjastofnunar og Vísindasiða- nefndar á þeim tíma, en nefndin gerði engar athugasemdir við fram- kvæmd rannsóknarinnar. magnush@frettabladid.is Afturkölluðu leyfi á nefúðarannsókn Vísindasiðanefnd hefur afturkallað leyfi Lyfjaþróunar hf. á rannsókn á nefúða við bólusetningu. Rannsóknunum var hætt í mars í fyrra. Þetta er í fyrsta skipti sem nefndin afturkallar leyfi fyrirtækis til rannsókna af þessu tagi. RANNSAKANDI VIÐ VINNU Afturköllun á rannsóknarleyfi Lyfjaþróunar hefur ekki áhrif á vinnu fyrirtækisins. Maður á myndinni tengist ekki rannsókninni. ALÞINGI Lagt hefur verið fram þingmál á Alþingi um lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar. Aðildarríki samningsins, Ísland þar með talið, eru einungis skuld- bundin barnasáttmálanum sam- kvæmt þjóðarrétti en ekki lands- rétti. Því þarf að lögfesta alþjóðlega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi. Einnig er lagt til í þingmálinu að íslensk löggjöf verði aðlöguð að barnasáttmálanum, að sögn Ágústs Ólafs. Ákvæði hans geta sömuleiðis kallað á endurskoðun hegningarlaga. Má þar nefna hækkun kynferðislegs lögaldurs úr 14 ára, setningu ákvæðis um heimilisofbeldi og afnám fyrning- arfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Samkvæmt barnasáttmálanum ber að aðskilja unga fanga frá fullorðnum föngum en hér á landi er það ekki gert. Tryggja þarf rétt barnsins til að þekkja foreldra sína og skoða hvort það eigi við ættleidd börn og sæðisgjafir. Skoða þarf sér- staklega stöðu barna sem glíma við langvarandi veikindi, fötlun, geðsjúkdóm og fátækt og barna nýbúa í íslenskum lögum. BARNASÁTTMÁLINN Lögfesting Barnasátt- mála SÞ er mikilvægt skref í réttindamálum barna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður: Vill lögfesta Barnasáttmála PÍLAGRÍMSFÖR PÚTÍNS Vladimír Pútín Rússlandsforseti sneri heim úr Kínaför í gær, en gat ekki stillt sig um að skreppa til Shaolin áður en hann yfirgaf Kína. Pútín er með svarta beltið í júdó, en talið er að bardagaíþróttin kúng fú sé upprunnin í Shaolin.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIMBABVE, AP Kona sem þóttist vera andalæknir hefur verið fundin sek fyrir simbabveskum dómstólum um að hafa svikið rúmar tvær milljónir íslenskra króna út úr kaupslýslukonu. „Andalæknirinn“ lofaði að útvega hafmeyjar sem áttu að hafa uppi á stolinni bifreið kaupsýslukon- unnar. Hluti upphæðinnar átti að fara í uppihald hafmeyjanna á hóteli í Harare, og einnig sagðist svika- hrappurinn ætla að kaupa naut fyrir féð og nota kynfæri þess til að finna bílaþjófinn. Hafmeyjarnar áttu jafnframt að hjálpa konunni með persónuleg vandamál. - smk Andalæknir fundinn sekur: Lofaði konu hafmeyjum ����������������� �������������������� ������������������������ ������������ ���������������������������������������� ��� ����������� ��������������������� ���������������������������� �������� ������ ��������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������� ������������ ��������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������� ��������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� �������������������������������������������������������������������������� ������������������������������� ���������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.