Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 24. júli 1977. Kolviðarhóll 1877-1977, fyrsta gisti- og veitingahúsið á Hellisheiði ÞAR VAR AVALLT- OPIÐ UM NÆT- Fvrsta gestgjafahúsið á Kolviöarhúli rcist 1877. Hér voru hvorki „alpahundar”, né blásið í lúðra a þriggja tima frestiog ljós logandi i turni til bjargar, villtum feröamönnum, eins og Sig- urður málari vildi, en gestgjafahús var það samt. matur og drykkur veitt- ur, og hestur og fylgdar- maður til taks sem forfeður okkar háðu hér i vetrarferðum. Mannskaðar voru tíðirá þessum slóðum, þótt engar tölur séu til um hversu margir hafa látið þar lif sitt. Trúlegt er aö flestir hafi orðið úti á þessum slóðum á 18. öld, einkum eftir móðuharðindin 1784. Fólk flúðu heimili sin og reikaði allslaust undan hörmungunum i vesturátt. Skjalfestar heimildir eru um manntjón á Hellisheiði á 130 ára timabili frá 1792-1922. í bók sinni Sögu Kolviðarhóls greinir Skúli Helgason frá 24, sem urðu úti á heiðinni á þessu tímabili, en getur þess að ekki sé vist að þar séu allir upp taldir. Einn þeirra fyrstu sem vakti máls á að reist skyldi veitinga- hús á Kolviðarhóli var Sigurður Guðmundsson málari á fundi i „Kveldfélaginu” svonefnda sem var e.k. leynifélag i Reykjavik árið 1871. „Þar mætti hafa hvers kyns veitingar. Þar þyrfti að blása i lúðra svo sem þriðja hvern tima til að leiðbeina villtum ferða- mönnum, sömuleiðis hafa alpa- hunda og fl.” í fundargerðinni, sem virðist rituð afSiguröi sjálfum, er riss- mynd af þessu fyrirhugaða húsi. Erámiðjuþakiþess turn mikill með gluggum, sem ætlazt var til að ljós logaði i, þá er dimma tæki, en upp af honum var stöng með flaggi. Þar sem Sigurður talar um „alpahunda”, á hann við aðþeir gætuorðið til bjargar villtum ferðamöinum, er úti lægju i illviðrum og ekki næðu til mannabyggöa. Hugmynd Sigurðar málara um veitinga- húsbyggingu á Kolviðarhóli viröist þó hafa þótt ærið loft- kastalakennd, eins og flest annað hjá honum á þeim tfma, og var henni vist litill gaumur gefinn. Þegar hann lézt þrem árum siðar sá hann ekki votta fyrir framkvæmdum á þessari Draugatjörn fyrir framan Hús- múlann, og var það eina vistar- veran railli byggða fram til 1844, að sæluhús var reist á Kolviðar- hóli. Sumariö 1877 sama ár og fyrsta gistihúsið var reist að Kolviðarhólihófst vegagerð yfir Svinahraun sem var lokiö sumarið effir. Hellisheiði var um aldir og er enn einn fjölfarnasti fjallvegur landsins. Við sem ökum þessa leið i upphituðum bilum höfum litla hugmynd um þá baráttu Kolviöarhóll um 1910 1 byrjun júlí siðastliðins var gamla gistihúsið að Kolviðar- hóli, sem nú er eign Reykja- vikurborgar rifiö til grunna. Fyrsta gistihúsið á þessum stað var reist 1877, en áður var sælu- hús á Kolviðarhóli og var þaö oröið léleg vistarvera þeim, sem þangaö leituðu i vondum veðrum. Þetta fyrsta gistihús var lengi eina húsið á staðnum. Oft var þröngt setinn bekkurinn og þúsundir manna munu hafa gist þar. Matthfas Jochumson, þá prestur i Odda, kom þar i janúar 1884 og hitti 40 feröa- menn, sem voru veðurtepptir. Og á loftinu I þessu húsi gisti i rúmi með mosadyngju sr. Bjarni Jónsson vigslubiskup, litill drengur i fyrstu ferð sinni til sumardvalar austur í ölfus. Þriðja og siðasta gistihúsiö að Kolviðarhóli, sem nú er horfiö, reisti Sigurður Danielsson gest- gjafi 1929 og var það meö öllu nýtizku þægindum, sem þá þekktust hérá landi, m.a. ljósa- vél og raflýsingu. Þjóðvegurinn forni milli Ar- nessýslu og Mosfellssveitar lá nokkru noröar en nú er farið og skammtfrá Kolviöarhóli. Sælu- hús var fyrst reist á þessum slóðum 1703 viö svonefnda Kolviðarhóll um 1930, húsið sem þau Sigurður og Valgeröur reisa 1929 og nú fyrir skömmu var jafnað viö jörðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.