Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. júli 1977. 23 Ífm§jtu Helgarsagán o ÁTTI ALLT Tessa hafði heitið því að verða aldrei ástfangin aftur. En ástin spyr ekki um leyfi, þegar hún ber að dyrum í gervi fimm áradrengs. Hann var móður- laus..... A minna en einum mánuöi var húsið tilbúið að öliu leyti, bæði úti við og inni. Tessa Trent hafði beðið þessa svo lengi, að hún gat varla trúað þvi að stundin væri komin. öll samtölin við smiði, rafvirkia. veggfóðrara, pipulagningarnenn og fleira og öll öreiðan sem verið hafði i húsinu hafði virzt ætla að standa til eilifðar. En skyndilega höfðu þeir ekki meira að gera, af- —■hentu henni lyklana, kvöddu og óskuðu henni góös gengis. Hún var orðin húseigandi. Húsið stóð skammt frá ár- bakkanum, reist úr gulum múr- steini og dökkum viði, og glugga- hlerarnir og karmarnir utan um háu smárúðugluggana voru málaðir dökkgrænir. Smiðajárns- grindur voru umhverfis svalirnar og steinhellur á pallinum og mjór hellustigur lá niður að ánni, en þar var litil bryggja sem beið þess að bátur yrði bundinn við hana. Tessa fékk sér kaffi i bolla og fór með út i garðinn. Það var svo kyrrt og rólegt hérna, þótt húsið væri ekki langt frá London með allan sinn hávaða, ryk og fólk á hraðferð. Hún leit yfir limgerðiö og virti fyrir sér húsið hinum megin. Ennþá var ,,Til sölu”-skiltið á flötinni fyrir utan það. Hún þoldi ekki tilhugsunina um það að stór og hávær fjölskylda kynni að kaupa það og krakkar færu að leika fótbolta á flötinni og fleygja steinum i ána. Hún gatekki annað en brosað að sjálfri sér, þetta var ekki fallega hugsað, en hún hafði hlckkað svo óskaplega til að vera i friði og ró. Hvilik umskipti frá ibúðinni, sem hún hafði haft i London, á fjórtándu hæð í risa- stóru fjölbýlishúsi úr gleri og stáli, og hávaðinn frá umferðinni var kominn inn i stofu um leið og gluggi var opnaður. Kaldur gustur kom frá ánni og hún lauk úr bollanum og fór inn aftur. Hún þyrfti snemma á fætur morguninn eftir, þvi hún starfaði enn i London og þurfti að aka þangaö. Ekkert haföi breytzt hjá Trent & Co. Þetta haföi allt byrjað fyrir tiu árum, þegar Tessa var háfættur unglingur, sautján ára, og hafði fengið sitt fyrsta starf i borginni. Hún var góður vélritari og hefði orðið prýðis einkaritari eða skrif- stofustúlka hjá einhverjum, en hún var of sjálfstæð til sllks. Hún vildi eignast eitthvað. Það var svo með láni frá föður sinum og samþykki bankans, að hún hóf rekstur vélritunarstofu. Hún fékk aðrar duglegar vélritunarstúlkur með sér og þær tóku að sér verk- efni fyrir ýmis fyrirtæki. Hún gerði vel við stúlkurnar sinar og þær urðu kyrrar hjá Tessu, sem alltaf færði út kviarnar og nú var svo komið að hún hafði yfir þrjá- tiu manns i vinnu. Nú var ekki aðf- einsum vélritunarvinnu að ræða, heldur rak hún vörubila, flutningabila, gluggaþvottaþjón- ustu og sendlamiðstöð. Allir höfðu nóg að gera þvi Tessa og fyrirtæki hennar þjónuöu viðskiptavinum sinum vel. 1 fjögur ár haföi hún sjálf unnið tólf tima á dag, en nú geröi hún lítið annað en stjórna hinum. Einu sinni hafði hún lika oröiö ástfangin. Har.n var hávaxinn.myndarleg- ur og metnaðargjarn. Hann hafði þurft á þjónustu fyrirtækisins aö halda og um leið og hann kom inn á skrifstofu Tessu varð hún óvið- ráðanlega ástfangin fyrsta sinn á ævinni. Allt var aðlaðandi við Ho- ward Beaumont, frá grásprengdu hárinu niður að handsaumuðum tizkuskónum. Nú komu kvöld- verðarboð i skini kristalsljósa- króna, ökuferðir um borgina og kossar heima hjá henni. Endirinn varð sá, að Howard dró glæsileg- an demantshring á fingur henni. En þessir hamingjutímar tóku enda. Howard var i kaupsýsluer- indum i Bandarikjunum, þegar hann hitti Maribel Cunningham, einkadóttur oliukóngs. Banka- innistæöa föðurins og fegurö dótturinnar urðu of mikil freist- ing fyrir Howard og hann sendi Tessu skeyti þess efnis aö trúlof- un þeirra væri slitið, þvi hann ætlaði að kvænast Maribel. Þetta tók á Tessu, en hún lét ekkert á þvi bera. Hún grét i ein- rúmi, en það vissi enginn, þvi i vinnunni var hún jafn dugleg og ákveðin við stjórnina. Enginn vogaði sér aö áreita ungfrú Trent, og fyrirtækið stækkaði enn. Tessa fór aftur að vinna tólf tima á dag, hún þarfnaðist þreytunnar til að geta sofið og loks komst hún yfir þetta með Howard, en það hafði skilið eftir ör. Hún ákvaö að verða aldrei framar ástfangin og hún hafði staðið viö það. Hún átti draumahúsið sitt og hafði ró og frið, að minnsta kosti þangað til einhver keypti húsið við hliðina. Hún vaknaði snemma á morgnana og skrapp sem snöggvast niöur aö ánni áður en hún ók til London. Hún átti þetta allt og allt var þögult og friðsælt nema fuglar, sem áttu hreiður i tré við ána. Fiskarnir vöktu i ánni og stöku sinnum sýndist henni bregða fyrir ref, rétt eins og rauð- gulu striki I grasinu. Þetta allt jók á innri rósemi hennar og hún naut ökuferðarinnar til borgarinnar og fannst hún öðlast meiri orku með hverjum deginum. Auðvitað kom fólk til að skoða húsið við hliðina. t eitt skiptið var þaö feitlagin eldri kona með þrjá geltandi hunda og það fór hrollur um Tessu, þegar hún horfði á þá og hugsaði um refinn sinn, en sem betur fór sást konan ekki aftur. Þá kom fjölskylda sem i voru þrir unglingar, sem léku badminton á flötinni og fleygöu flöskutöppum I grasið, en hún hvarf lika. Onnur fjölskylda kom og virtist róleg, en það fór aftur hrollur um Tessu, þegar hún sá að húsbóndinn var með riffil um öxl, en húsiö var óselt áfram. En svo var það síödegis á laugardegi, að stór, lágur bill kom og nam staðar við hliðiö. Út úr honum steig maður, sem leiddi litinn dreng. Drengurinn var á að gizka fimm ára, klæddur stutt- buxum og bol. Enga móður var aö sjá, aðeins manninn og drenginn. Þeir dvöldu um stund inni i hús- inu, en komu svo út aftur. Tessa beiö þess að heyra drenginn reka upp öskur, fara að sparka bolta eða hlaupa niður að ánni meö veiðistöng, en ekkert heyrðist, hann hljóp ekki né kallaöi. Eina hljóöið var þegar drengurinn dýfði stóru tánni í vatnið. Þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.