Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 9. september 1977 veiðihornið Frá Veiöifélagi Breið- dæla Samkvæmt veifiibókum Veiöi- félags Breiödæla voru komnir á land 190 laxar á vatnasvæöi Breiödalsár aö kvöldi 31. ágúst, og vitaö er aö eftir er aö skrá nokkra laxa. Eins og áöur hefur komið l'ram var metveiöi á þessu vatnasvæöi 1974, alls 190 íaxar. Nú hefur þvi meti veriö hnekkt og vonum við að á þess- um tæpum þr.em vikum sem eftir eru hækki talan verulega. Minna má á aö þetta er ellefta sumarið siðan farið var að rækta lax á þessu vatnasvæði, og voru árnar þá orðnar lax- lausar eftir nokkurra ára rán- yrkju. Silungsveiöi hefur einnig verið góö i sumar. I fyrra var sleppt með lang- mesta móti af laxaseiðum i árn- ar og standa þvi vonir til að næsta sumar veröi aukin lax- gengd i ánum. Gilsá 1. september, Siguröur Lárusson. Veiðihornið þakkar Siguröi bréfið en hann er sá fyrsti sem hripar horninu linu i haust. Þaö væri ekki úr vegi ef fleiri fylgdu i kjölfarið, enda biða margir veiðimenn spenntir eftir þvi að vita hve mikið hefur komiö úr ánum i sumar. Leirvogsá — Aflabrögð i Leirvogsá hafa verið alveg sæmileg, sagði Ólaf- ur Karlsson i samtali við Veiði- hornið. — Það eru komnir upp 430 eða 440 laxar. 1 ána kom ganga i byrjun mánaðarins, en það er óvanalegt á þessum tima. Miðaö við aðrar ár i ná- grenninu er útkoman alveg sæmileg, hins vegar fengust úr Leirvogsá 539 laxar i fyrra. Þyngsti laxinn var 19 punda hængur og veiddist hann i Háa- leitishyl. Sá sem fékk laxinn heitir Gisli Magnússon. Þess má geta, aö Gisli er rúmlega átt- ræður. Meðalþyngdin i fyrra var 5,4 pund. í ánni eru tvær stangir leyfðar fyrstu fimmtán dagana, þá eru þrjár stengur þar til tuttugu dagar eru eftir af veiðitimanum en þá verða þær tvær á nýjan leik. — I fyrra fengust 539 laxar, veiðin nú veröur aðeins minni, en i hitteðfyrra komu rúmlega 700 laxar, sagði Ólafur. — Þannig að þetta ár veröur alveg i meðallagi. Gljúfurá 300 til 370 laxar eru komnir á land úr Gljúfurá að sögn Sigurðar Tómassonar i Sól- heimatungu. Það er nokkru betra en i fyrra en árið áður fengust 522 laxar úr ánni. Þyngsti laxinn, sem komið hef- ur á land vó 20 pund og var þaö Guðmundur Guðmundsson slökkviliösstjóri i Reykjavik sem fékk hann við Kerlinguna sem er drangi úti i ánni. Veiði lýkur þann 19. september. Viðidalsá — Það voru komnir 1614 laxar á hádegi sagði Ragna Sigurbjartsdóttir i veiðihúsinu við Viðidalsá er Veiðihornið Framhald á bls. 23 Sýnir textílmynd ir og steinleir 4% hækkun á álagning- artöxtum iðnaðarmanna — en málm- og skipasmiðir og rafverktakar undanskildir SJ-Reykjavik Steinleir og textfl- myndir eru munirnir, sem Mar- grét Eliasdóttir gefur fólki kost á að kynnast á listsýningu sinni f Norræna húsinu sem hefst á laugardag kl. 14. Þetta er fyrsta einkasýning Margrétar, en hún átti eitt verk á Listsýningu is- lenzkra kvenna Í.Norræna húsinu 1975 og i fyrra sýndi hún leirmuni I Galleri Sólon lsiandus. Margrét hefur stundað listnám i Holbæk i Danmörku, Myndlista og handiðaskólanum og Konst- facksskólanum i Stokkhólmi, þar sem hún er búsett. Sýning Margrétar heitir þrir áfangar. Henni lýkur 22. septem- ber. KEJ-Reykjavik —Nú hefur rikis- stjórnin staðfest samþykkt verö- lagsncfndar um 4% hækkun á áIagningartöxtum iönaðar- manna. Hækkunin nær þó ekki til málm- og skipasmiöa né Féiags islenzkra rafverktaka, sem áöur höföu hunzaö samþykktir verð- lagsnefndar og höföaö hefur veriö mái á hendur. Aö sögn Kristjáns Andréssonar fulltrúa verölagsstjóra er þessi hækkun i samræmi við vísitölu- uppbót á laun iðnaöarmanna, en hún er 3520 kr, á hvern iðnaöar- Kás-Reykjavik. — Um næstu helgi fara með Smyrli um 140-150 hestar af heyi, sem seldir hafa veriö til Færeyja. Tæplega veröur meiri útfiutningur héöan i ár af þessari vörutegund, enda fram- boö á hcyi litið i sumar, varla meira en svarar innanlandsþörf. Á þessa leið mæiti Jón Kristjáns- son, fréttaritari Timans á Egils- stööum, er blaðið hafði samband viö hann og innti nánar eftir hey- sölu þeirra Héraðsbúa til Fær- eyja. — Fyrr i sumar hafa veriö flutt- ir út 20 hestaraf heyi,þannig að i allt verða það 160-170 hestburðir i ár. KEJ-Reykjavik — Þaö er óhætt aö segja að þetta er mjög góö veiöi, 1388 tunnur af 18 bátum, sagöi Sverrir Aöalsteinsson verk- stjóri á Höfn i Hornafiröi þegar Timinn ræddi viö hann i gær. Af þessum 1400 tunnum fara 509 i frystingu en hitt saitaö á Rúss- landsmarkaö, og síldin er fremur smá, sagði Sverrir. Aflahæstu bátarnir í gær voru Hvanney meö 159 tunnur, Lyngey með 155 tunn- ur og Þinganes meö 132 tunnur. Sildveiði var hins vegar engin annars staðar á landinu eftir þvi sem Timinn komst næst igær. Til Eskifjarðar og Norðfjarðar hefur mann frá og með 1. september. Þá sagði Kristján aö 4% hækkun álagningartalna þýddi i reynd milli 3 og 4% hækkun á útseldri vinnu. Kristján var að þvi spurður hvers vegna hækkunin nú nái ekki til Félags islenzkra rafverktaka og Sambands málm- og skipa- smiða, en þvi tilheyra m.a. bif- vélavirkjar og járnsmiðir. Sagöi Kristján aö þeir hafi áöur gefið út aðra taxta og hærri en verölags- stjóri og dregið i efa réttmæti af- skipta verðlagsnefndar og verð- er selt á 95 aura danska kilóiö, eða rétt rúmlega þrjátiu islenzk- ar krónur. 1 fyrra vorum við með sölu sem þessa á heyi til Færeyja, en i miklu smærri stil en nú. Það sem gerirokkur þetta mögulegt er hin stutta fjarlægð til Seyðisfjarðar, þar sem Smyrill hefur viðkomu. Ég veit ekki hvort sala á heyi til útlanda á sér stað annars staöar á landinu, en hætt er við þvi að flutningskostnaöursé of mikillog hamli sölu frá öðrum héruð- um. Aö lokum sagði Jón, aö þaö væru Kaupfélag Héraðsbúa og Búvörudeild Sambandsins, sem stæðu að útflutningi heysins. litil sem engin sild borizt nú allra siðustu daga, og út af Snæfells- nesi hefur engin sild veiðzt siðan á þriðjudag, að einn bátur fékk 170 tunnur. Að sögn Olgeirs Gisla- sonar hafnarvaröar I Ólafsvik voru margir bátar á miöunum i gær aö leita fyrir sér en fundu ekkert. Reiknaði hann meö að einhverjir myndu enn um sinn leita en aðrir munu þegar farnir að búa sig til farar i sildina fyrir austan. Sömu sögu hafði Þor- steinn Bárðarson hafnarvörður i Grundarfirði að segja. Siglunes- ið, sem þaðan hefur verið gert út á sild, var i' gær að búa sig til að sigla austur. lagsstjórai þessum efnum. Þá er nú beöið úrskurðar dómsvalds i máli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Agreiningurinn milli þessara félaga og verðlagsnefndar er sprottinn af misjafnri túlkun samninga, en félögin geröu samning við iðnaðarmenn um meira en 2 1/2% hækkun sérkrafa og vildu velta þvi út i verðlagið, sagði Kristján, en túlkun verö- lagsnefndarinnar væri aftur sú að um yfirborganir væri aö ræöa sem meistararnir yrðu sjálfir að bera. Góður loðnu- afli KEJ-Reykjavik — Þegar Tím- inn haföi samband viö Loönu- nefnd i gær höfðu 7 bátar til- kynnt samtals 3800 tonna afia og útlit var fyrir góöa veiöi áfram. Sólarhringurinn áður var mjög góður, sagði Guðjón Friögeirsson, en þá tilkynntu 17 bátar 8400 tonn. Mesti sólarhringsafli á vertiðinni I sumar var hins vegar um verzlunarmannahelgina en þá veiddust á einum sólarhring samtals 10500 tonn. Litil hreyfing er á loðnunni enn sem komið er, sagöi Guðjón og hefur hún haldið sig útaf Vestfjörðum í alltsumar. Hún mun siðar fara austur fyrir land og verður þá væntanlega landað loðnu á fleiri höfnum en nú er. Eins og kunnugt er, er þetta fyrsta sumar- og haustvertiðin en áður hófust lofinuveiöar ekki fyrr en eftir áramót, utan til- raunaveiðar sl. sumar. Námskeið í jassleik- fimi og leikrænni tjáningu iþróttaskóii Sigurðar R. Guð- mundssonar og Fimieikasam- band islands gengust sameigin- lega fvéir námskeiði i jassleik- fimiog leikrænnitjáningu dagana 21.-26. ágúst s.l. Námskeiðið fór fram að Leirárskóla (Heiða- skóia) i Borgarfirði. Það var full- skipað með 45 þátttakendum. Kennarar voru tvær sænskar konur, Monica Beckman og Dagny Kronlund. Monica Beck- man var hér á landi í fimmta skipti. Jassleikfimi er hennar sérgrein og óhætt að fullyröa að hún sé löngu orðin heimsþekkt fyrir kennsiustörf sin. Dagny Kronlund kenndi leikræna tján- ingu meö miklum ágætum. Þess- ar tvær konur starfrækja saman barna- og unglingaleikhús i Svi- þjóð og vinna út frá hreyfingum og hugmyndum sameiginlega. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með kennsl- una og er óhætt að telja að þessir dagar hafi verið lærdómsrikir og ánægjulegir i senn. Auk fastra kennslustunda, sem voru 5 dag hvern, voru kvöldvökur meö skemmtiatriðum námskeiðs- fólksins. Þá gafst þátttakendum kostur á að hagnýta sér sundlaug og gufubaðstofu staðarins og var það óspart notað. Lagmeti, ullar- vörur og gúr — á Póllandsmarkað Danana 6.-8. septembcr s.l. fóru Krzyoztofowics skrifstofustjóra, fram i Reykjavik viðræöur um formanni pólsku nefndarinnar, er viðskipti tslands og Póllands. Um bent á að þróun viðskipta milli viðskipti landanna gildir við- landanna háfi aö undanförnu ver- skiptasamningur, sem nær til íð hagstæð og viðskiptahorfur timabilsins 1978-1988. væru góðar. Nefndirnar voru sammála um að auka fjölbreytni i I sameiginlegri fundargerð, viðskiptum landanna, og i þvi sem undirrituð var 8. september sambandi lagði islenska nefndin s.l. af Þórhalli Asgeirssyni ráðu- sérstaka áherslu á aukna sölu á neytisstjóra, formanni islensku lagmeti, ullarvörum og kisilgúr nefndarinnar, og Zbigniew auk venjulegra útflutningsvara. Nú erútflutningur á heyihafinn, þó að hann sé i smáum stil. (Timamynd Gunnar) Héraðsbúar selja hey til Færeyja Þetta hey fer til Þórshafnar, og Síldin horfin fyrir vestan — en mjög góð veiði í Hornafirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.