Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 9. september 1977 19 Af fuglum og fiskum Jónína Guðnadóttir sýnir leirmuni Dagana 3.-19. september stendur yfir sýning á steinleirs- myndum Jóninu Guðnadóttur i Sólon Islandus i Aðalstræti. Þetta er i senn óvenju- leg og stór einkasýning á leirmunum. Jónina Guðnadóttir er ung kona, sem aflað hefur sér menntunar i myndlist viða, svo og i leirmunagerð. Stundaði nám við Myndlista- og handiðaskólann i Reykjavík og framhaldsnám i Konstfach i Stokkhólmi. HUn lauk prófisem hönnuður i keramik og gler árið 1967 og hefur siðan árið 1969 starfað á eigin verkstæði, við eigin leir- munagerð, en hefur annars kennt við Myndlista- og hand- Iðaskólann eftirað þar var kom- ið upp leirmunadeild árið 1969. Hópfiug fugla og fiska Sýning Jóninu Guðnadóttur i Solon Islandus er bæði stór og fjölbreytt, og henni er einkar skemmtilega fyrir komið. Frá myndlistarlegu sjónar- miði er hópflug leirfugla ef til vill skemmtilegast. Erfðafræðin lét i gamla daga leiðir skiljast hjá tegundunum á ögurstund á fjörukambi. Hlutidýrastofnsins stakk sér i djúpið, afgangurinn hóf sig til flugs. Fuglar Jóninu minna á fiska og seli, en eigi að siður eru þeir fuglar. Og þó selja megi einn og einn fugl, litur maður ósjálfrátt á hópinn sem eina samstæða heild. Meðal verka a áýningunni eru skálar og diskar, svo og vegg- myndir. Þeir munir eru kannski ekki neitt sérlega frumlegir, en eins og fuglarnir varðveita tengslin við ættina I djúpinu, þá eru þessir munir lika i einhverju samhengi við okkur sjálf: þeir eru ekki framandi. Það sem einkennir verk Jón- Inu er vandvirkni og gott hand- bragð. Hún flytur inn sendinn leir, skreytir hann með hrauni og lágbrenndum tegundum af leir, er okkur sagt, og áferðin er einkar skemmtileg. Það sem maöur finnur helzt að er liturinn, sem er einhæfur brúnn tónstigi. A sýningu þarf helzt að vera nokkur f jölbreytni i lit, en það er auðvelt að bæta siðar. Leirmyndir hannar á vegg vekja áhuga og er nær myndlist en búsáhöldum. Sérstaka athygli hlýtur að vekja „vasi” á gólfi. Minnir á gamla innkaupa- tösku, sem hefuroröið að steini. Þykk plata eða örk af leir er lögð saman á jöörunum og myndar ilát. Þetta er einkar frumlegt, þvi yfirborðið myndar bylgjur og bogadreginform.Þaðsama er i einhverju af veggmyndunum, og ef til vill er þarna að finna merki um nýja leiö og persónu- legri, en hið aldagamla hring- form, sem endurtekið hefur sig i leirmunagerð gegnum tiðina. Meö greiðari aögangi aö skólum, hafa Islendingar nú eignazt fjölefli af ungu fólki, sem kann til verka i myndlist- um. Þetta mun hafa viðtæk áhrif á smekk og hæfni þjóðarinnar i fyllingu timans. Hér á landi hefur vond leir- munagerð verið landlæg, þvi lengst af var þjóðin algerlega fákunnandi á þessu sviði og að þvi leyti til ólik flestum þjóðum öðrum, sem eiga sér hefö I leir- munagerð, þúsundir ára aftur i timann. Þvi hljótum við að fagna sérstaklega, þegar leirkera- smiðir sýna svona ágæt verk á stórri sýningu. Jónas Guðmundsson fólk í listum Athugasemd frá Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík í sjónvarpsviðtali 30. ágúst sl. ræddi fræöslustjórinn i Reykja- vik, Kristján J. Gunnarsson, um þann vanda, sem skapazthefur i grunnskólum borgarinnar f haust vegna skorts á kennurum. Spurður af fréttamanni um úr- ræði, svaraöi fræöslustjóri þvf til, aö um þrjá valkosti væri að ræða til lausnar þessu máli. Þeir voru þessir: 1) að ráöa fólk án réttinda til kennslu, 2) aö ráða ekki fólk i stööurnar, sem þýddi skerta kennslu hjá nemendum i viökomandi skól- um og 3) að flytja nemendur frá nýrri skólum borgarinnar til þeirra eldri, þar sem fátt er I bekkj- um. Stjórn og fulltrúaráð SBR. (Stéttafélags barnakennara l Reykjavik) tók fyrrnefnd atriöi til umræðu á fundi I dag og voru niðurstöður þeirra umræðna eft- irfarandi: I. Undanfarin ár hefur fjöldi þess fólks farið vaxandi viða um land, sem stundar kennslustörf við grunnskóla án tilskilinna kenn- araréttinda. Fræðsluyfirvöld hafa ráðið fólkiö, og aðstandend- ur barnanna orðiö að sætta sig viö það, en samtök kennara mótmælt aftur og aftur árangurslaust. A þennan hátt hefur kennaraskort- urinn verið „leystur” að mati yf- irvalda. Fram til þessa hefur aðsókn kennaramenntaðs fólks aö barna- deildum grunnskóla Reykjavikur veriö það mikil aö unnt hefur ver- ið að ráða kennara i allar stöður. Nú steðjar það vandamál aö fræðsluyfirvöldum Reykjavfkurr borgar að ekki sækir nægilega margt kennaramenntað fólk um þær stöður, sem lausar eru. Stjórn og fulltrúaráð SBR mót- mælir eindregið þeirri hugmynd að leysa kennaraskortinn i borg- inni á sama hátt og gert hefur veriö á ýmsum stöðum til þessa. Samtök kennara hafa margoft bent á veigamestu ástæðurnar fyrir kennaraskortinum I landinu og vill stjórn og fulltrúaráð SBR enn á ný taka undir þær. Stjóm og fulltrúaráð SBR trúir þviekki, að fræösluyfirvöld borg- arinnar hafi i hyggju að ráða rétt- indalaust fólk til kennslu I barna- deildum grunnskóla I vetur. II. St jórn og fulltrúaráð SBR bend- ir á, að undanfarin ár hefur ekki verið framfylgt ákvæðum náms- skrár i mörgum skólahveriom borgarinnar. Hafa kennarar undrazt mjög það tómlæti, sem forráöamenn nemenda hafa sýnt i þvi máli. Ef nú á enn að skeröa náms- tima nemenda I grunnskólum borgarinnar eða flytja þá i skóla- vögnum fram og aftur til að „leysa” þann vanda, sem skapazt hefur vegna skorts á kennurum, verður sú ráðstöfun einungis til að auka það misrétti, sem nem- endum hefur þegar verið búiöhér I borginni. Einkum virðist þetta eiga að lenda á nemendum i einu hverfi borgarinnar, Breiðholts- hverfinu. Þaö er ærinn vandi fyrir og ekki minnkar hann með að- gerðum sem þessum. Stjórn og fulltrúaráð SBR telur úrræði sem þessi óverjandi, og varar sterk- lega við þeim. Þau koma fyrst og fremst niður á nemendum sjálfum og heimil- um þeirra, auk þess, sem þau eru fræðsluyfirvöldum borgarinnar til mikils vansa. Ef gripiö veröur til fyrrnefndra ráðstafana hljóta forráðamenn nemenda að láta mál þetta til sin taka og mun Stéttarfélag barna- kennara í Reykjavik styöja þá einhuga. Stjórn ogfulltrúaráðSBR TEXAS Instruments VASATÓLVUR T157: 150 prógramm skref 8 minni — 9 svigar auk urmuls annarra reikningsaðferða. Hleðslutæki fylgir. Áætlað verð: 27.000.00 SOLID STATE SOFTWARE forrita eining eykur skrefafjölda allt að 5000 skref. PC100A Prentari fyrir T158 og T159 T159: 960 prógramm skref/ 100 minni — 9 svigar Solid State Software forrita eining fylgir Yfir 175 vísinda og statistiskar aðferðir. Hleðslutæki fylgir. Aætlað verð: 120.000.00 T158: 480 prógramm skref/ 60 minni — 9 svigar Solid State Software forrita eining fylgir Yfir 170 vísinda og statistiskar aðferðir Hleðslutæki fylgir Áætlað verð: 56.000.00 P H 1= SÍMI B15DD c TEXAS ER ALLTAF Á UNDAN ftflEÐ NÝJUNGAR J Motorola Álternatorar i bíla og báta. 6/12/24/32 volta. Platfnulausar transistor- kveikjur i flesta bíla. HOBART rafsuðuvélar. Haukur og Ólafur hf. Armúia 32, Simi 37700. Bílaleiga Höfum til leigu Vauxhall Viva. Sparneytinn, þægilegur, öruggur. Berg s.f. Skemmuvegi 16 Kópavogi. Simi 7-67-22. Kvöld og helgar simi 7-20-58. { AuglýsicT S • íTimanumi Ráðskona óskast í sveit Upplýsingar i sima 4-48-92, eftir kl. 8. á kvöldin. Hef opnað lækningastofu að Laugavegi 43, Reykjavik. Viðtalsbeiðnir i sima 7-6665, kl. 10-12 virka daga Kristján Baldvinsson, læknir. Sérgrein: Skurðlækningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.