Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 9. september 1977 SÓNÖTUKVÖLD I NORRÆNA HÚSINU A sunnudagskvöldiö héldu Guðný Guömundsdóttir og Philip Jenkins tónleika i Nor- ræna Húsinu. A efnisskrá voru fiðlusónötur eftir Jean Marie Leclair, Jóhannes Brahms (nr. 2 i A-dúr), Jón Nordal og Ed- vard Grieg (nr. 3 i c-mill). Guðný er, sem kunnugt er, kon- sertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitar tslands, sem um þessar mundir er á 13-tónleika hring- ferð um landið, en Philip Jenkins er kominn til London eftir alllanga dvöl á Akureyri. Þegar Guðný haföi leikið tvo fyrstu taktana af Leclair hugs- uðu efnishyggjumenn i Norræna Húsinu sem svo: ,,Nú, nú — þá er Guarneriusfiðlan loksins komin úr viðgerð”, þvi tónninn hjá Guðnýju haföi aldrei aöur verið svona fallegur og glæsi- legur. En þeir, sem trúa á Manninn, hugsuðu: „Alltaf er Guðnýju aö fara fram — hvar endar þetta eiginlega?” Og frá þvi er skemmst að segja, að hinir siðarnefndu höföu rétt fyrir sér, þvi Guarneriusfiðlan er ennþá i viðgerö i New York. Ekki var tónlistargagnrýn- andi Timans svo læröur að hann kannaðist við Jean Marie Leclair, og sló honum þvi upp I bók. Leclair (1697-1764), var Fransmaður, fæddur i Lyon. Sumir segja, að hann hafi byrjað feril sinn sem dansari, en árið 1722 fór hann til Tórinó sem stjórnandi ballett-flokks, og þar samdi hann sitthvað fyrir ballettinn, sem varð til þess að aðdáendur hans örvuöu hann til að fara út i tónlist, og rækta fiðluleik sinn,sem til þessa tima Fiðlari Norðmannsins Victors Sparre f Norræna Húsinu hafði verið stundaður i hinn mesti fiðlusnillingur, og hjáverkum. Gerðist hann nú var sem slikur mjög i hávegum hafður i Paris á írunum 1728-36. Jafnframt stundaði hann nám i tónsmiðum , og frá 1736 til dauðadags helgaði hann tón- smiöum að mestu krafta sina. Leclair var myrtur á götu skammt frá húsi sinu siðla nætur 22. október 1764, og tókst hvorki að hafa hendur i hári banamanns hans né uppgötva ástæðuna fyrir moröinu. Leclair er talinn meðal mikilsháttar fiðlutónskálda til forna. Snilli hans sjálfs sem fiðluleikara sést gerla af tón- verkum hans, sem eru talsvert erfið tæknilega, og erfiðari en nokkur verk samtiðarmanna hans eða forvera. Hann notar t.d. mikið þá tækni — eins og gerla kom fram á sunnudaginn — að spila á tvo strengi sam- timis, og skrifaði gjarnan heilu kaflana þannig. Enda sýnist mer að þessi D-dúr sónata Leclair sem nú var leikin sé úr þvi safni hans sem nefnist ,,Há- skóli i fiðluleik”. Almennt er tónlist hans þannig, aö nútima fiðlarar, sem liklega eru allra fiðlara beztir, þurfa að taka á honum stóra sinum til að skila honum með sóma og sann. Sem Guðný gerði á sunnudaginn. Minna reyndi á pianistann hér — Arni Johnsen hefði klárað þann part með gitarnum sinum. öðru máli gegnir um Brahms-sónötuna. Þar reynir ekki siður á pianóið en fiðluna, en eins og önnur verk Brahms er sónatan þétt riðin og krefst góðrar samstillingar og jafn- ræðis hljóðfæraleikaranna, ef fullkomlega á að takast. Þvi miður fannst mér skorta jafn- tónlist ræði með Guðnýju og Jenkins i þetta sinn. Annars hitti ég mann á tónleikunum, sem á þessa són- ötu i sex útgáfum með heims- frægu fólki og veit allt um hana. Hann sagðist telja að Pina Carmierlli og Árni Kristjánsson hefðu spilað hana bezt af öllum hér um árið, og aö Arni hefði dugað betur nú en Jenkins. En þetta er auðvitað hans skoðun. Sónata Jóns Nordal er skemmtilegt verk, sem sómdi sér vel á þessum tónleikum. Yfir henni, og tónlist fleiri Is- landinga af kynslóð Jóns, er blær sem oss finnst bæði aljóð- legur og íslenzkur, og stundum hefur verið kenndur við Hindemith. En það er einkenni hinna beztu listamanna að sækja menntun og áhrif út fyrir landsteinana, en gera þau siðan að hluta af islenzkri menningar- hefð. Rétt eins og franskir vin- bændur græddu kaliforniska teinunga á franska stofna, þannig að úr varð ennþá betri vinviður. Að lokum fluttu þau Guðný og Jenkins hina rómantisku sónötu Griegs með miklum glæsibrag. Tónleikarnir voru svo vel sóttir, að sækja varð aukastól handa Ragnari Björnssyni, og tókust i hvivetna hið bezta. Á þvi er litill vafi, að kammermúsik — iðkun er nytsamleg og nauðsynleg hljómsveitarfólki ef það á ekki að falla f rútinu-gryfjuna, og sá vaxandi áhugi, sem hljómlistar- fólk vort sýnir kammermúsik þessi misserin lofar góðu um framhaldið. 7.9 Sigurður Steinþórsson Upphaf góðadátans Þorgeir Þorgeirsson, rithöf- undur og kvikmyndagerðar- maður hefur nú sent frá sér sina stytztu bók, en bækur hans virö- ast sifellt vera að minnka að vöxtum. Uml var á stærð við Morgun sálarrannsóknafélags- ins en þessi nýja er á stærð við dánarvottorð. Þaö er annars merkilegt aö velta þvi fyrir sér hvernig þeir frændur Þorgeir og Thor Vil- hjálmsson halda hvor I sina áttina i bókargerö en langömm- ur þeirra voru systur. Bækur Thors verða i sifellu meiri aö vöxtum, meöan bækur Þorgeirs dragast saman. Ekki er þó alveg ljóst I hvorum stendur meira. Hasek var afkastamik- ill drykkjumaður Bókarkver það sem Þorgeir Þorgeirsson sendir nú frá sér, getur I rauninni varla kallazt bók, 48 smáar siður um frægan hermann, Góða dátann Svejk, sem er liklega eini hermaðurinn sem islenzka þjóðin hefur skilið ef frá er skilinn herpresturinn Dr. Koloman Bolotoczky eða hvað hann nú hét. 10 siöum sem liklega eru þó þriðjungur ef ekki helmingur þessarar bókar ver Þorgeir til þess að kynna nýjar hliöar á höfundinum Jarsoslav Hasek og honum Josef Lada, sem teiknaöi hinar frægu sérkennilegu myndiraf manninum sem eng- inn herforingi hefur skiliö. Um Jaroslav Hasek segir Þorgeir m.a. þetta: „Tékkneski rithöfundurinn Jaroslav Hasek var fæddur 30. apríláriö 1883, hann dó3. janúar 1923 og náði þannig ekki fertugsaldri. Mikinn hluta þessarar stuttu ævi var aöalviöfangsefni hans drykkjuskapur. Ritstörf hans Góði dátinn Svejk. voruekki annaðen vonlitil bar- átta við að klóra inn peninga i einhverja botnlausustu skulda- súpu sem um getur. Sitimbrað- ur heili hans var þó svo frjór aö undrum sætti og fræðimenn telja sig vita með vissu um meira en 1200 smásögur sem hann hefur skrifað, tveir stórir doörantar liggja eftir hann auk tveggja skáldsagna sem glötuöust i handriti — og eru þá ótalin ljóð hans ótalmörg og leikrit fjölmörg sem hann yfir- leitt samdi f samvinnu við aðra. Heimsþekktur er Hasek af sögu sinni um Svejk góðadáta. Sú saga ein mundi nægja hon- um til eilifrar frægöar. Þó telja ýmsir annaö stórvirki hans engu siöra. Þaö verk er alls ókunnugt utan heimalandsins og hefur raunar veriö sparlega gefið út þarlendis, enn sem komiö er svo torsótt getur orðið að nálgast eintak af þvi.” Bóklýsingar borgaðar með nærbuxum Siðan rekur Þorgeir ritferil Haseks, og segir meöal annars frá þvi þegarforleggjarinn, sem var nærfatakaupmaður og höfundurinn hittu hann Lada Ut af hinni siöar heimsfrægu bók- lýsingu en Lada hafði áöur teiknaö myndiribækurog sögur Haseks: 1 eftirmála við skrautútgáfu af Góödátasögunum segir Lada orðrétt um vin sinn: „Jaroslav Hasek var strax farinn aö skrifa sögur af góða- dáta fyrir heimsstyrjöldina og haföi fengið þær Utgefnar hjá Hejdy og Tucka Utgáfunni. Það var svo áriö 1922 að Hasek gerði mér heimsókn og bað mig að teikna kápur á „Ævintýri Svejks góðadáta i heimsófriðnum” sem til stöö þá aö gefa Ut i heftum. Ég sneri mérundireins aö þessu verkefni og teiknaði mynd af Svejk að kveikja sér I pipu. A tilsettum tima fór ég með þessa mynd I Mohelský krána. Þar biöu þeir minHasek og útgéfandinn, Sau- er að nafni. Þeir uröu hrifnir af teikningunni og Hasek bauö mér undireins f yrir hana 200 krónur. Það fannst Sauer smánarborg- un og hækkaði loforöið í 500 krónur. Rifrildi þeirra um teikningarlaunin lyktaði svo meö þvi aö Hasek sló I borðiö og krafðist þess aö ég fengi 1000 krónur. Það varö litið um greiöslur þar á staðnum en ég mátti aftur á móti borga veitingarnar fyrir þá báða Svo var kápan prentuö án þess greiðsla kænii enda haföi égekki reiknaö með þvi. Ég var svo löngu búinn aö gleyma þessu þegar allt i einu birtist sendill frá Sauer þessum með nærbuxurog inniskó handamér. Hann færir mér þau skilaboð að húsbóndinn biðji kærlega að heilsa og sendi hérmeð greiösluna fyrir káputeikning- una# þessu hafi seinkað vegna gjaldþrots. En Sauer þessi hafði rekiö nærfataverzlun einhvers konar.” Svo segir Lada. Þannig hefur á ýmsu gengið meðan þessi mesta allra gamansagna á tuttugustu öld var I smiðum. Höfundurinn drakk sig i hel áður en honum ynnist timi til að ljúka sögunni hafi verið til i hana einhver botn.” Þaö þarf ekki að skýra frá þvi hér, að sagan fékk góðar viðtök- Þorgeir Þorgeirsson, rithöf- undur og kvikmyndagerðar- maður. ur viða um lönd. Hún kom út á islenzku á þeim timum, þegar góðar bækur voru gefnar út á vondum pappiren vondar á góð- um og þessi útgáfa var kreppu- leg með klesstum strikamynd- unum hans Lada. Um þessar viðtökur getur höfundur en nú fara góð ráð aö verða dýr þvi ef ekki verðurlát á tilvitnunum, er senn búið aö endurprenta ritið i blaðinu. Annaö efni bókarinnar eru fimm stuttar sögur af Svejk. Þær heita: Svejk I herbúðum við Itölsku landamærin. Svejk góöidáti Ut- vegar messuvin. Allsherjaryfir- halning Svejks góðdáta. Svejk góðidáti meðhöndlar skotull, og að lokum: Svejk góðdáti i flug- hernum. Frumsvejk Höfundur getur þess f for- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.