Fréttablaðið - 31.05.2006, Síða 60

Fréttablaðið - 31.05.2006, Síða 60
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR „Þegar haldin var ráðstefna í fyrra á Selfossi sem bar sama heiti og sú sem haldin er í ár, fórst listin alveg fyrir og því var afráð- ið að endurstilla það ójafnvægi núna,“ segir Edward H. Huijbens ráðstefnustjóri alþjóðlegrar list- sýningar og ráðstefnu sem fer fram í dag. Yfirskrift ráðstefn- unnar er Skyn(sam)leg rými. Rými, list og umhverfi, en um 60 lista-og fræðimenn munu koma saman í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands til að kynna verk sín og ræða saman. Spurður um tilurð ráðstefn- unnar í ár og alþjóðlega lista-og fræðimannahópsins sem stofnað- ur var í kjölfarið, segir Edward að Ólafur Páll Jónsson heimspeking- ur hafi komið að máli við sig og óskað eftir liðstyrk við skipulagn- inu annarrar slíkrar ráðstefnu að ári og að hópurinn hafi orðið til í kjölfarið. „Ekki einn einasti lista- maður tók þátt í fyrra enda var knappur tími til undirbúnings en nú munu um 24 listamenn mæta til leiks. Íslensku listamennirnir eru fyrirferðarmeiri en þeir erlendu á ráðstefnunni að sögn Edwards, enda þurfa hinir síðar- nefndu að flytja verk sín hingað til lands á eigin kostnað. „Við feng- um ekkert fjármagn til að standa straum af flutningi listaverka erlendis frá en þeir aðilar sem styrkja okkur gera það flestir í annarri mynd. Það verk sem við gátum hins vegar flutt hingað er gert af Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson en það hefur verið til sýningar víðs vegar í Bretlandi að undanförnu. Þetta er ljós- myndaverk sem sýnir myndir af uppstoppuðum ísbjörnum sem listamennirnir nálguðust víðs vegar um England, hvort sem það var uppi á háalofti óðalssetra eða í náttúrugripasöfnum en verkið mun þekja allan austurboga Öskju.“ Leiðarþráðurinn í sýningunni er aftur á móti myndaður af skúlptúrverkum Sigrúnar Ólafs- dóttur, náttúruverki Guðrúnar Einarsdóttur sem sýnir meðal annars eftirlíkingu af risastórum hraunklumpi og loks eru það skúlptúrverk Steinunnar Þórarn- insdóttur af fólki í fullri stærð sem taka á móti gestum í anddyri Öskju. „Fyrir utan skúlptúra verða einnig vídeóverk til sýnis, ljósmyndir, jarðlistaverk og mál- verk.“ „Þetta er sannarlega einstakur viðburður þar sem samsetning ráðstefnunnar er afar sérstök en meðal fyrirlesara verða heim- spekingar, listamenn, sálfræðing- ar, arkitektar, landfræðingar og fleiri. Öll reynum við að tala um hvað það sé fyrir rými, bæði í borg og ósnortinni náttúru, að vera viðfangsefni skynjunar og skilnings. Til marks um hve nálg- unin á viðfangsefninu er víðfeðm þá munu til dæmis hjúkrunar- fræðingar fjalla um hið persónu- lega rými aðhlynningar og jap- anskur listamaður tekur fyrir framsetningu rýmisins í þarlend- um teiknimyndasögum. Rýmið er annars vinsælt viðfangsefni víða“, undirstrikar Edward og spyr að lokum, hvort ekki sé rétt að sjón- varpskonan Vala Matt hafi gert rýmið ódauðlegt með síendurtekn- um umræðum þar um. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna og sýninguna er að finna á www.sparten.hi.is -brb Rýmisskilningur og náttúrulist EDWARD H. HUIJBENS RÁÐSTEFNUSTJÓRI Rætt um rými, list og umhverfi í Öskju í dag. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA STÓR TIL AÐ BJARGA HEIMINUM! SMS LEIKU R Vi nn in ga r ve rð a af he nd ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Þ ú fæ r 5. m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u.9. hver vinnur! Sendu SMS skeytið BTC LKF á 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari og litli kjúllinn á DVD Aukavinningar eru: Litli Kjúllinn á DVD • Pepsi kippur Fullt af öðrum DVD myndum og margt fleira ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������� �������� �������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ������������� �������� ��������� ������������� �������� ��������� ������������������������ ��������� �������������� �������� ��������� Fullt hús ævintýra Við opnum 2. júní

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.