Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 82

Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 82
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR46 Ferðamönnum fjölgar stöðugt á Íslandi og ætla má að flestir festi kaup á ein- hvers konar minjagripum. En í hvað eyða útlendingarn- ir aurunum sínum? Frétta- blaðið kannaði hvað væru vinsælustu mingjagripirnir í Rammagerðinni. „Þróunin hefur verið að breytast undanfarin ár. Ullin var allsráðandi en vinsælasti vöruflokkurinn hjá okkur í dag er íslenskt handverk. Núna er önnur hver húsmóðir í Hafnar- firði að leira og mikið af hæfu listafólki er að gera skemmtilega hluti,“ segir Ýmir Örn Finn- bogason, rekstrar- stjóri Ramma- gerðarinn- ar. Sumir kaupa muni með þjóðlegu yfirbragði, eins og glasabakka með mynd af Geysi og styttur af hrútum, en aðrir vilja bara listmuni eftir íslenska listamenn. „Þegar ferðamenn eru að kaupa fyrir einhvern annan kaupa þeir ódýra smávöru, eins og boli og lyklakippur. Þegar þeir finna eitthvað flott sem þá langar í sjálfir er þeim alveg sama þó þeir eyði tíu þúsund kallinum,“ segir Ýmir, en vinsælustu peys- urnar kosta um tólf þúsund krónur. ÚTSALA ÚTSALA 40 – 60% afsláttur Meiri verðlækkun Síðumúla 13 • Sími 568-2870 Tveir fyrir einn tilboð á eldri fatnaði Þú greiðir kr 990 og færð aðra flík frítt Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is Dæmi um verð. Áður. Núna. Jakkapeysa 6.700.- 2.900.- Hekluð peysa 6.900.- 2.900.- Vafin peysa 5.900.- 2.900.- Pólóbolur 3.300.- 1.900.- Stutterma bolur m/mynd 3.900.- 1.900.- Langerma bolur 3.900.- 1.900.- Stutterma skyrta 3.900.- 1.900.- Ermalaus skyrta 3.500.- 1.900.- Tunika m/bróderíi 4.900 2.900.- Teinóttur jakki 7.400.- 2.900.- Renndur jakki 7.600.- 2.900.- Hörkjóll 4.600.- 2.900.- Gallapils 6.900.- 1.900.- Sítt pis 4.900.- 1.900.- Hörbuxur 7.900.- 4.900.- Gallabuxur 7.900.- 3.900.- Þá er fyrsta tónleikahátíðin að baki en það var hin margrómaða Sonar í Barcelona. Hátíðin fór fram bæði að degi til og langt fram eftir nóttu. Fyrst niðri í miðbæ og síðan var farið með rútu í eitthvert úthverfi, ekki ósvipað því og ef hátíðin færi fram í Hafnarhúsinu í Reykjavík á daginn og svo væri farið með rútu í einhverjar vöruskemmur uppi á Höfða, nema að allt er náttúrlega tölu- vert stærra, í raun alveg gígantískt stórt. Gestir eru nokkrir tugir þúsunda og held ég að hægt sé að fullyrða að hátíðin eigi sér enga hliðstæðu. Að svo mikill fjöldi fólks fái að skemmta sér svona í miðbæ stórborgar er hreint út sagt magnað. Skemmtilegt að miða þetta við hina frá- bæru Reykjavík Trópík-hátíð sem var um daginn og fékk einungis skemmtanaleyfi fyrir tvo daga í stað þriggja. Tónlistardagskráin var nokkuð forvitnilegri sem fram fór að degi til og sá ég meðal annars hina sænsku The Knife setja upp skemmtilega sýningu og svo voru Liars hreint út sagt magnaðir en afar skrýtnir. Um kvöldið tók síðan við allsherjar reif-partí. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur geðveikina, partístuð með menn á borð við Sasha, Jeff Mills, Miss Kitten, DJ Krush, Laurent Garnier, Herbert, Diplo og fleiri þeytandi skífum hægri, vinstri og allt troðið af fólki, sem þó skiptist á milli fjögurra sviða. Fólkið sveiflaði höndunum eins og það ætti lífið að leysa og var yfir höfuð einstak- lega sveitt. Hátíðin hentaði samt ekki alveg minni stemningu þar sem ég var mest- megnis einn á ferð og ekkert að sleppa af mér beislinu beint. Náði þó að gera það hæfilega á tónleikum Hot Chip enda þar á ferð ein alskemmtilegasta tónleikasveit dagsins í dag. Hátíðin fær líka mikinn og stóran mínus fyrir að bjóða einungis upp á Budweiser-bjór. Hvaða rugl er það að bjóða upp á bandarískan bjór á evr- ópskri hátíð? Svipað og við Íslendingar myndum einungis bjóða upp á indverskt kranavatn á Airwaves. Svo voru glösin líka á stærð við fingurbjörg. Greinilega ekki gert ráð fyrir mikilli bjórdrykkju á svæðinu. En um helgina er komið að fyrstu hefðbundnu útihátíðinni, ef svo mætti kalla. Hún heitir Southside og fer fram í Suður-Þýsklandi á gömlum flugvelli, að mér skilst. Eins gott að þar verði almennilegur bjór, annars er ég hættur að nenna þessu... STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON BLOGGAR FRÁ ROKKFERÐALAGI SÍNU UM EVRÓPU Sveiflandi hendur og vondur bjór HOT CHIP Ein skemmtilegasta tónleikasveit heims og sýndi það á Sonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINÞÓR FRÉTTIR AF FÓLKI Svo virðist sem framleiðendur kvikmyndarinn- ar Miami Vice, sem byggð er á samnefndum þáttum, eigi í miklum vandræðum. Kostnaður við myndina hefur farið langt fram úr áætlun og leikstjórinn Michael Mann er ekki sagður hafa náð að fanga sama and- rúmsloft og í þáttunum. Í myndinni fara Jamie Foxx og Colin Farrell með aðal- hlutverkin en þeir leysa þá Don Johnson og Philip Michael Thomas af hólmi. Áætluð frumsýning er 28. júlí en talið er að Mann þurfi að breyta þó nokkru til að gera myndina skemmtilegri. Tíminn er knappur og er talið að Mann þurfi á kraftaverki að halda til að láta dæmið ganga upp. Íslenskt handverk vinsælast NÚMER 2: On the Rocks eru íslenskir steinar sem hafa verið höggnir til í ferninga í Álfasteini. Steinarnir eru settir í frysti og þá er hægt að nota þá ískalda í stað ísmola í drykkjum. Íslensk hönnun. ÝMIR ÖRN FINNBOGASON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI RAMMA- GERÐARINNAR Ýmir Örn segir að sprengja hafi orðið í íslensku handverki undanfar- in ár. Pete Townsend úr hljómsveitinni The Who hefur gert því skóna að sveitin muni spila á Glastonbury-hátíðinni á næsta ári. Hljómsveitin er nýbyrjuð á nýrri tónleikaferð og að sögn Townsend vonast hann til að enda ferðina á Glastonbury. „Það yrði frábært að ljúka ferðinni þar enda ættum við að vera orðnir vel heitir eftir svona langt tónleikaferðalag,“ sagði Townsend. Ofurfyrirsætan Heidi Klum er nú ólétt að sínu þriðja barni. Þetta sagði eiginmaður hennar, söngv- arinn Seal, við tímaritið People á dögunum. Þýska ofurfyrirsætan og Seal eiga saman soninn Henry, sem nú er níu mánaða en fyrir átti hún tveggja ára dótturina Leny með Formúlu 1-kónginum Flavio Briatore. Hann hefur engin afskipti haft af dóttur sinni og Seal ættleiddi hana fyrir stuttu. Parið er mjög ánægt með þessa viðbót í fjölskylduna. Heidi ólétt í þriðja sinn HEIDI KLUM Þýska ofurfyrirsætan er nú ólétt að sínu þriðja barni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES NÚMER 4: Ullin kemur ekki inn fyrr en í fjórða sæti, en ullarpeysurn- ar eru með töluvert öðru sniði en gamla góða lopapeysan. „Það vinsælasta eru peysu- jakkar búnir til úr þæfðri ull, fóðraðir að innan. Þetta eru dýrir en ofboðslega flottir jakkar frá Icelandic Design sem eru langvinsælastir,“ segir Ýmir, en jakk- ana hannar Gerður Kristjánsdóttir. NÚMER 3: Bolir af öllum stærðum og gerðum eru í öðru sæti í vinsældakosning- unni. Slegist er um boli með skjaldarmerkinu en „Lost in Iceland“-bolirnir eru einnig gríðarlega vinsælir. NÚMER 5: Þessi ullarpeysa var heitasta lumman í fyrra en er enn mjög vinsæl. Peysan á heiðurinn af því að ryðja gömlu lopapeys- unni út meðal Íslendinga og ferðamenn á landinu eru einnig mjög hrifnir af henni. Ramma- gerðin lætur íslenskar konur prjóna peysurnar fyrir sig. NÚMER 1: Steina- karlar eftir Auði eru svakalega vinsælir. Robbie Williams er kannski einn af frægustu og ríkustu söngvurum heims en hann kýs ekki alltaf að lifa eins og slíkur. Robbie gisti á fimm stjörnu hóteli í París á dögunum og bauðst að snæða á veitingahúsi staðarins. Veitingahúsið er eitt af þeim fínni þar í borg, skartar meðal annars Michelin-stjörnu. Í stað þess að borða á hótelinu skellti Robbie sér út í bæ og fékk sér skyndibita. Fyrir valinu varð McDonalds og bar Robbie því við að stundum yrði hann bara að fá sér borgara áður en hann syngi á tónleikum. Elskar hamborgara ROBBIE WILLIAMS Alþýðumaður þegar kemur að mat.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.