Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. marz 1978 5 flokksstarfið Húsvíkingar Ingi Tryggvason alþingismaður verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins á Húsavik kl. 17—19 miðvikudaginn 22. marz næstkomandi. Framsóknarfélag Húsavikur. Grindavík Framsóknarfélag Grindavíkur efnir til prófkjörs vegna bæjar- stjórnarkosninganna i vor, og fer það fram i Festi dagana 22. og 23. marz. Kjörstaður verður opinn kl. 14.00-22.00 báða dagana. Allir stuðningsmenn listans eru hvattir til að taka þátt i próf- kjörinu. Framsóknarfélag Grindavikur. 17 ára stúlku nauðgað ESE — Þrir menn sitja nú i gæzluvarðhaldi, fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku i Reykjavik aðfaranótt laugar- dags. Atburðurinn mun hafa átt sér stað i heimahúsi. þar sem fólkið hafði setið að drykkju um kvöldið. Einn þessara manna mun hafa komiðviðsögui svipuðu máli fyr- ir u.þ.b. tveim árum, þegar hann nauðgaði tveim stúlkum. Rannsókn málsins er i höndum rannsóknarlögreglunnar, en ekki munu mennirnir hafa játað verknaðinn ennþá. Ný bók um samvinnuhreyfinguna kemur út á þessu ári ..Samvinnuhreyfingin á Islandi” Undanfarið hefur Eysteinn Sigurðsson hjá Fræðsludeild Sambandsins unnið að ritun bók- ar, sem bera á heitið „Samvinnu- hreyfingin á Islandi” og vera samtimaleg lýsing á félagslegri uppbyggingu og atvinnurekstri samvinnufélaganna hér á landi. Handrit er nú nánast fullbúið, og á fundi i stjórn Sambandsins i sið- ustu viku var það formlega sam- þykkt, að Sambandið gæfi þessa bók út. Ætlað er, að þessi bók komi að nokkru leyti i stað eldri bóka um sama efni, þ.e. bókar Jónasar Jónssonar frá Hriflu, „Islenzkir samvinnumenn” frá 1939, og bókar Benedikts Grön- dals, „tslenzkt samvinnustarf” frá 1959, en leggi þó höfuðáherzlu á þróun mála siðustu áratugina. Standa vonir til þess, að bókin komi út fyrir lok ársins. i Útboð Tilboð óskast i að leggja dreifikerfi í örfirisey fyrir Hita- veitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavik gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 13. aprfl 1978 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN. REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 ATLAS sumarhjólbarðar: A-78-13 Verð kr. 13.343.- B-78-13 Verð kr. 13.679.- C-78-13 Verð kr. 14.255.- C-78-14 Verð kr. 14.441.- E-78-14 Verð kr. 15.270.- F-78-14 Verð kr. 16.046.- Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR BORGARTÚNI 29 SÍMAR 16740 OG 38900 Siglingar Skipafréttir frá skipadeild S.I.S. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Disarfell kemur til Osló i kvöld. Fer þaðan til Gautaborgar. Helga- fell kemur til Lubeck i dag. Fer þaðan til Svendborgar Mælifell losar á Húsavik. Fer þaðan til Heröya. Skaftafell fór 17. þ.m. frá Halifax til Reykjavikur. Hvassafell fer væntanlega á morgun frá Vopnafirði til Ostend. Stapa- fell fór i morgun frá Reykja- vik til Austfjarðahafna. Litla- fell fór i morguh frá Horna- firði til Reykjavikur. Paal er i Svendborg. Fer þaðan til Hornaf jarða r. Arsenij Moskvin fór 15. þ.m. frá Sousse til Akureyrar. Annaö ferju- flugslysiö á skömmum tíma ESE — Tveir bandariskir ferju- flugmenn fórust aðfaranótt s.l. laugardags, er vél þeirra, af gerðinni Beechcraft 80 — Queen Air, lenti utan i fjallshlið við flug- völlinn i Kulusuk á Grænlandi. Flugmennirnir, sem voru að ferja flugvélina frá Bandaríkjun- um til Evrópu, héldu á föstudag- inn upp frá Syðri-Straumsfirði á Grænlandi áleiðis til Reykjavik- ur. Á leiðinni mun mikil ising hafa hlaðizt á vélina, auk þess sem hið versta veður var á þess- um slóðum. Reyndu flugmennirn- ir að lenda i Kulusuk, en eins og áður segir tókst það ekki. Þeir urðu að snúa frá flugvellinum og lentu utan i fjalli við flugvöllinn og biðu báðir bana. o Vorvaka dag hefst svo klukkan 16. Tón- flutning á þeirri vöku mun Ragn- ar Björnsson annast að mestu leyti, en henni lýkur með söng kirkjukórs Hvammstangakirkju undir stjórn Helga S. Ólafssonar með undirleik Ragnars Björns- sonar. Lýkur þar með vorvöku Vestur-Húnvetninga 1978, svo að allir megi ná til sins heima fyrir sjálfa páskana. A myndlistarsýningunum munu verða oliumálverk eftir Stein Björnsson og Veturliða Gunnarsson, oliu- og steinamynd- ir eftir Mariu Jónsdttur, akril og þekjulitamyndir eftir Mariu Hjaltadóttur og oliumyndir á tau eftir Guðrúnu Þorsteinsdóttur á Króksstöðum. Er þessi mynd- listarsýning einnig sölusýning. Þá verða á vökunum flutt ljóð og óbundið mál eftir Ólaf Jónsson, Gunnar Halldórsson, Guðmund Þ. Sigurgeirsson, Eðvald Hall- dórsson, Ólaf Þórhallsson, Pétur Aðalsteinsson, Sigurð Gislason, Valdemar Eylands, Sigurð H. Þorsteinsson, Jón S. Bergmann og Magnús F. Jónsson. Það skal sérstaklega tekið fram, að enginn aðgangseyrir verður tekinn af gestum, hvorki aðtónleikum Ragnars Björnsson- ar, myndlistarsýningum eðavök- unum. Þá munu konur Lios- manna selja kaffi á skirdag og á laugardaginn fyrir páska meðan myndlistarsýningar eru opnar. Myndir á listsýningunni verða flestar til sölu, en nokkrar eru i einkaeign. Menningarvökunefnd skipa Sigurður H. Þorsteinsson, Hólmfriður Bjamadóttír, Róbert Jack, Kristján Björnsson og Þór- hallur Jónsson. Það er von Vestur-Húnvetninga að sem flestir sæki vökurnar, og tónleika þá og listsýningar þær, sem henni fylgja. Þetta er, eins og áður segir, i annað skiptið sem slik vorvaka er haldin, og er það von manna hún megi verða fastur liður í. félagslifi sýslunnar. Tímínn er ? penlngar S Auglýslcf { í Tímanum i »»»»»»»•»»»»»♦»»»»»»—»»»—»«» <R-PiO 4ra manna Gúmmfbjörgunarbátar fyrirliggjandi Athugið verð og greiðslukjör ÓLAfUR OÍSLASOM & CO. !lf. SUNDABORG 22 - SÍMl 84800 104 REYKjAV K Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavlkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal.þriðjudaginn 21.marz 1978 kl. 20,30, Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Skíðaferðir í Bláfjöll úr Kópavogi og Hafnarfirði páskavikuna Þriðjudag kl. 13 og 18 Miðvikudag kl. 13 Skirdag kl. 13 og 18 Föstudaginn langa kl. 10 og 13 Laugardag kl. 10 og 13 Páskadag kl. 10 og 13 Annan i páskum kl. 10 og 13 Skiðakennari verður á staðnum. Páska- mótið verður haldið annan páskadag. Tómstundaráð Kópavogs Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Skiðadeild Breiðabliks Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 20. mars 1978 Lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi i Mosfellshreppi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. april 1978. Umsóknir sendist landlækni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.