Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 14
14 mm Þriðjudagur 21. marz 1978 íþróttir Chris Woods varði stórkostlega i marki Forest, sem gerði jafntefli 0:0 við Liverpool á Wembley Matthías kominn á skotskóna A laugardaginn fór fram leikur Liverpool og Nottingham Forest I úrslitum enska deildarbikarsins á Wenibley leikvanginum I Lundúnunt að viðstöddum 100.000 áhorfendum. Fyrir leikinn voru veðmál fremur Liverpool I vil, þar sem þeir Peter Shilton, Archie Gemmill og Dave Need- ham i liði Nottingham höfðu ekki leyfi til að leika úrslitaleikinn, þar sem þeir hafa leikið með öðr- um liðum í deildabikarnum fyrr á keppnistimabilinu. 1 liöi Liverpool var það aðeins Graeme Souness, sem ekki gat leikið með af þessari sömu ástæðu. Leikurinn var mjög jafn fram- an af og báðir markveröir vörðu vel í fyrri hálfleik, hinn leikreyndi Kay C’lemencei marki Liverpool og hinn ungi og óreyndi Chris Woods í marki Nottingham, að- eins 18 ára gamall, hans fyrsti leikur með aðalliði Nottingham. En i seinni hálfleik var Liverpool liðið allsráðandi á vellinum, en þeim tókst ekki aö brjóta niður sterka vörn Nottingham, með þá Kenny Burnsog Larry Lloyd sem beztu menn, og Woods i markinu varði oft meistaralega. Sem dæmi um yfirburði Liverpool i hálfleiknum má nefna þaö, að Clemence i marki Liverpool kom aðeins við knöttinn þrisvar I seinni hálfleik. En eins og svo oft kemur fyrir i leikjum sem þess- um, þá var það liðið, sem var undir pressu mest allan leikinn, sem næstum þvi stal sigrinum á siðustu minútu leiksins. Þá fengu leikmenn Nottingham þrivegis i sömu sóknarlotunni góð tækifæri til að skora, i eitt skiptið varði Clemence mjög vel, en varnar- menn Liverpool komu i veg fyrir mark i tvöskipti á siðustu stundu. En knötturinn vildi ekki i mark- ið, og varð þvi að framlengja i 2x15 minútur. bá setti Liverpool ,,super-sub” David Fairclough inn á i stað Ray Kennedy en allt kom fyrir ekki, liðunum tókst ekki að skora mark i framleng- ingunni frekar en i leiknum sjálf- um, og verða þau þvf að mætast aftur á Old Trafford i Manchester annað kvöld. Má þá búast við þvi ★ skoraði mark þegar Skagamenn unnu FH 3:1 i Litlu bikarkeppninni Hálfdán byrjaður að skora fyrir Valsmenn / Ijósrí og litaðrí furu LARRY LLOYD...lék mjög vel gegn fyrrum félögum hjá Liverpool og var sem klettur I vörn Forest. að það verði annar hörkuleikur, og eitt er vist, að leikmenn verða ekki eins sparir á mörkin og á Wembley.liðeins og Nottingham og Liverpool spila ekki marga leiki i röð án þess aðskora mark. ó.O. Komnar aftur SKÁPASAMSTÆÐUR Matthias Hallgrimsson er aftur byrjaður aö skora fyrir Skaga- menn. islandsmeistarar Akra- ness opnuðu knattspyrnukeppnis- tfmabilið með þvi að vinna auð- veldan sigur (3:1) yfir FH-ingum á Kaplakrikavelli á laugardag- inn, þcgar þeir mættust þar i Litlu-bikarkeppninni. Sigurður Halldórsson skoraði fyrsta mark keppnistimabilsins — og kom Skagamönnum yfir 1:0. Pétur Pétursson, (vitaspyrna) og Matthias Hallgrimsson skoruöu hin mörk Skagamanna, en Pálmi Jónssonskoraði mark FH-liðsins, sem er nú ekki eins sannfærandi og í byrjun keppnistimabils undanfarin ár. Aftur a móti léku Skagamenn, undir stjórn George Kirby, oft mjög skemmtilega. Þrumufleygur Magna Magni Pétursson, hinn ungi sóknarleikmaður bikarmeistara Vals, skoraði „draumamark”, þegar Valsmenn léku æfingaleik gegn Haukum um helgina — og sigruðu stórt — 5:0. Magni skaut mjög góðu skoti af 26 m færi — knötturinn hafnaöi efst I mark- stönginni og þeyttist þaðan i net- iö. Hálfdán örlygsson, fyrrum leikmaður KR, lék sinn fyrsta leik með Val —hann átti góðan leik og skoraöi 2 mörk. Hin mörk Vals skoruðu Ingi Björn Albertsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Nokkrir aðrir æfingaleikir fóru fram i Reykjavik um helgina. Þróttarar unnu sigur (1:0) yfir KR og þá gerðu þeir jafntefli 2:2 við Viking. Unglingalandsliðiö lék gegn Fram og sigraöi — 2:1. -SOS MATTHlAS...aftur byrjaður aö hrella Islenzka markverði. SENDUM í PÓSTKRÖFU f 11 "■■■ 1 * Woods i viga- móði — Woods var stórkostlegur. Hann koin i veg fyrir að við færum með sigur af hólmi, sagði Bob Paisley, fram- kvæmdastjóri I.iverpool eftir lcik Liverpool og Nottingham JForest á Wembley. — Við gerðum alll — nema að skora mörk —yfirburðir okkar voru miklir en strákarnir voru klaufar upp \ ið markið sagði Paisley. Brian Clough framkvæmda- stjóri Forest var mjög ánægður með frammistöðu Woods. — Hann var hreint stórkostlegur og það var okk- ur til happs að hann var i ess- inu sinu sagði Clough. - Knatt- spyrnu- punktar 18 ára strákur hetja Forest...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.