Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 21. mars 1978 10 ' STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Hvcrsvcgna að burðast mcð allt í fanginu fötu.skrúbb, þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru, sem eyðirengu. kemst yfir 20 km/klst. og erótrúlega lipur í umferðinni? ATVINNUREKEIMDUR 8 r/ý Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar þarf sainþykki heilbrigðismála- ráðs á húsakynnum sem ætluð eru til: Iöju og iðnaðar svo og hvers konar verk- smiðjureksturs úti sem inni. Umsóknir skulu sendar heilbrigðismála- ráði áður en starfrækslan hefst og er til þess mæizt að hlutaðeigendur hafi þegar i upphafi samráð við heilbrigðiseftirlitið um undirbúning og tilhögun starfseminn- ar um allt er varðar hreinlæti og hollustu- hætti. Þeir atvinnurekendur sem ekki hafa þeg- ar tilskilin leyfi eru áminntir um að senda ráðinu umsókn. Ekki mun verða hjá þvi komist að óska eftir að rekstur án leyfis verði stöðvaður. Athygli er vakin á að heimilt er að stöðva rekstur án leyfis. ■ *, » • v — Reykjavík, marz 1978, A: Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. •* . V'; VL. • r \ ■ • A % <1 ,v '% ■ r/ ,v >• \ Vw-> s & jir m i & «£ I $ í,v» -Vi & P/. . ;L\K ;S\ $ I p, I -r* .v y-’ ).v, Útboð — Raflagnir Stjórn verkamannabústaöa i Reykjavik, óskar eftir tilboðum i raflögn i 18 fjölbýlis- hús, 216 ibúðir i Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B., Mávahlið 4, Reykjavik gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðsfrestur er til 11. april n.k. Innbrot um helgina ESE —Eitthvað hafa menn tekið nætur-rallkeppnina um helginá alvarlega, þvi að um helgina var brotizt inn i þrjár bilasölur og i öll skiptin að næturlagi. t bilasölunni Spyrnan á Vita- torgi var brotin hurð við innbrot- ið, en litið mun hafa hafzt upp úr krafsinu. Hin innbrotin voru i Daihatsu-sýningarsalinn i Ar- múla og Bilaborg að Bildshöfða. Einnig voru innbrot framin i bíí, sem stóð i Keldulandi i' Foss- vogi og var þar stoliö PYE talstöð úr bilnum, brotizt var inn i snyrti- vöruverzlunina Nönu i Völvufelli, en þaðan var stolið peningum, snyrtivörum og skartgripum, og að siöustu var framið innbrot i ibúð i Hafnarfirði, en þaðan var stolið dollurum og pundum. Maðurinn ófundin ESE — Maðurinn, sem för frá Kleppsspitalanum um kl. 19.30 á laugardagskvöld. hefur ekki komið fram. Hann heitir Magnús Gunnar Kristinsson og er frá Akureyri. Magnús er þritugur aö aldri. Hann er 172 cm á hæö, þétt- vaxinn, meö dökk-skollitaö hár. Hann var klæddur bláum jakka- fötum, blárri skyrtu og svörtum skóm. ........ .... Magnúsar hefur verið ákaft leitaö og m.a. rakti sporhundur lögreglunnar slóð hans upp að Laxalóni, en þarhvarf slóðin, svo að ekki er útilokað aö Magnús hafi komizt i bil þar. Þeir, sem geta gefiö einhverjar upplýsingar um feröir Magnúsar umrædda daga.erubeðnir að láta lögregluna vita. Ók á bíla ESE — a sunnudagsmorguninn var stal 15 ára piltur bil á Leifs- götu af rússneskri gerð og ók hon- um um bæinn með þeim af- leiðingum, að á Lokastig ók hann á þrjá bila og keyrði niður um- ferðarmerki. en þar lauk ökuferð- inni, og lögreglan tók viö og mun hún hafa komið honum til réttra aðila. Árshátíð Árshátið Breiðfirðingafélagsins verður haldin i Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 31. marz, n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. Dagskrá: 1. Ávarp, Kristinn Sigurjónsson, formaöur félagsins. 2. Upplestur, Ragnar Þorsteinsson, kennari. 3. Ræða, Hjörtur Einarsson, bóndi, Hundadal, en hann verður heiðursgestur samkomunnar, ásamt frú sinni. 4. Ómar Ragnarsson, á fljúgandi ferö! 5. Hljómsveit Ragnars Bjarna sér um dans og söng. Aðgöngumiðar verða seldir i Breiðfirð- ingabúð, fimmtudaginn 23. marz kl. 16 til 18 og 28. marz, kl. 17 til 19, i anddyri Hótel Sögu. Upplýsingar i simum 5-23-73, 3-81-56 Og 4-15-31. Skemmtinefndin. Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands h.f. verður haldinn i Súlnasal Hótel Sögu i Reykjavik, laugardaginn 1. april n.k., kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hlutafjáraukning. 3. önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hendir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra i aðalbankanum, Lækjargötu 12, dagana 28. marz til 31. marz, að báðum dögum meðtöldum. Reykjavik, 20. marz 1978 Gunnar J. Friðriksson form. bankaráðs Eysteinn Jónsson Allir fundirnir verða í kaffiteríunni á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, kl. 20.30 Fundirnir verða sem hér segir: • 1. fundur, miðvikudaginn 29. marz — Upphaf Framsóknar- flokksins og islenzk flokkaskipting. • 2. fundur, þriðjudaginn 4. april — Framsóknarstefnan. • 3. fundur, þriðjudaginn 11. april — Framsóknarflokkurinn og utanrikismálin. • 4. fundur, þriðjudaginn 18. april — Framsóknarflokkurinn og atvinnumálin. Athugið: Æskilegt er að væntanlegir þátttakendur láti skrá sig á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18, simi 24480, svo hægt sé að koma til þeirra eða benda þeim á ýmis gögn er snerta efni fundanna. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-17. Stjórn F.U.F. AHUGAFOLK UM ÍSLENZK STJÓRNMÁL Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavik efnir til fundaraðar með Eysteini Jónssyni, fyrrv. ráðherra, um Framsóknarflokkinn og stefnu hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.