Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 21. marz 1978 Tillögur Seðlabankans um fækkun ríkisbankanna Eins og getið er um á fyrstu siðu Timans i dag, hafa banka- stjórar Seðlabankans nýlega skilað áliti um stjórnarfrum- varpið, sem fjallar um við- skiptabanka i eigu rikisins. i álit þeirra kemur fram, að þeir vilja leggjaniður einn af þremur við- skiptabönkum rikisins. Aliti þeirra fylgir sérstök greinar- gerð um „nauðsyn breytinga á skipulagi rikisviðskiptabanka- kerfisins og tiltækar leiðir i þeim efnum.” Þar er fyrst minnt á, að sérstök bankamála- nefnd hafi starfað á árinu 1972 og hafi hún skilað itarlegu áliti i ársbyrjun 1973. 1 framhaldi af þvi hafi þáv. rikisstjorn lagt fram frumvarp sem stefndi að þvi að Búnaðarbankinn og Út- vegsbankinn yrðu sameinaðir ogyrðu rikisviðskiptabankarnir ekki nema tveir eftir það. Siðar segir i greinagerð bankastjoranna: „t fljótu bragði kann svo að virðast, að viðhorfin i skipu- lagsmálum rikisviðskiptabank- anna hafi li'tið breyzt frá þvi, að bankamálanefnd lagði fram til- lögur sinar og hugmyndir. Nán- ari skoðun leiðir þó fljótt i ljós, að þróun i' rekstri og fjárhags- stöðu þessara banka hefur verið með þeim hætti siðustu fjögur árin , að röksemdir fyrir fækkun þeirra úr þremur i tvo eru orðn- ar mun sterkari en áður. Raun- ar er þessum málum nú svo komið að mati bankastjórnar Seðlabankans, að alls ekki má draga lengur að gera raunhæfar aðgerðirtil að leiðrétta misvæg- ið i rekstri og fjárhagsstöðu rikisviöskiptabanka nna Fjárhagsstaða Ú tvegsbankans: „Það, sem gerzt hefur i þessu efni er það, að fjárhagsvanda- mál Útvegsbankans hafa aukizt ár frá ári, m .a. vegna einhæfrar viðskiptadreifingar hans. Þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir til úr- bóta og umfangsmikla sérstaka fyrirgreiðslu Seðlabankans á undanförnum árum, er lausa- fjárstaða Útvegsbankans nú orðin neikvæð um nálægt 3 milljarða króna. Við þær að- stæður fær bankinn ekki starfað eðlilega og áfallalaust, þannig að gera verður án tafar viðtæk- ar ráðstafanir til að endurskipu- leggja fjárhag hans. Ekki verður séð, að þar sé um aðra kosti að ræða, en gagngera breytingu á skipulagi rikisvið- skiptabankakerfisins.” t framhaldi af þessu er birt skýrsla um fjárhagsþróun Út- vegsbankans siðan 1973 en siðan segir: „Yfirlitið sýnir, hvernig lausafjárstaðan við Seðlabank- ann hefur stöðugt versnað þessi ári og var i lok janúar sl. nei- kvæð um rúma þrjá milljarða kr. I því sambandi má benda á, að i janúarlok sl. stóðu óum- samdar lausaskuldir við Seðla- bankann undir um 26% af útlán um Útvegsbankans að frá- dregnum endurseldum lánum en i árslok 1973 stóðu óumsamd- ar skuldirvið Seðlabankann og erlenda banka undir um 18% af útlánunum. t þessum saman- burði hefur þó ekki ver ð tekið tillit til þeirrar umfangsmiklu fyrirgreiðslu, sem Seðlabankinn veitti á árunum 1974 og 1975 bæði með skuldabréfalánum og með fjármögnun á lánabreyt- ingu i sjávarútvegi en þær ráð- stafanir bættu lausafjárstöðu Útvegsbankans um 2.100 millj. kr. eins og fram kemur i yfirlit- inu. Til frekari upplysinga um stöðu’ Útvegsbankans gagnvart Seðlabankanum skal tekið fram, að i lok janúar sl. námu Davíð ólafsson Bankastjórar Seðlabankans vilja heildarskuldir bankans i Seðlbankanum að endurseldum lánum meðtöldum, 8.464 millj. kr., en á sama tima nam inn- stæða hansábundnum reikningi 2.573 millj. kr. Nettóskuld nam þvi 5.891 millj. kr. eða 37% af heildarútlánum bankans. Framangreint yfirlit sýnir, að lausafjárstaða bankans versn- aði mjög mikið á árinu 1977 eða um 1.439 millj. kr. Astæðan er sú, að útlánaaukning bankans, að frádregnum endurseldum lánum, þe. aukning svokallaðra þaklána, varð á árinu verulega umfram aukningu ráðstöfunar- fjár. Fór Útvegsbankinn lang lengst allra bankanna fram úr þvi útlánahámarki, sem samið hafði verið um á grundvelli lánsjáráætlunar rikisstjórnar- innar. Til samanburðar skal þess getið, að lausafjárstaða Landsbankans batnaði verulega á árinu 1977 eða um 1.304 millj. kr. og sama er að segja um lausaf járstöðu Búnaðarbank- ans, sem batnaði um 1.640 millj. kr. A undanförnum árum hefur Seðlabankinn veitt Útvegsbank- anum fyrirgreiðslu og við- skiptakjör langt umfram það, sem aðrir bankar hafa átt kost á. Skal sú fyrirgreiðsla ekki rakin hér i einstökum atriðum, enljóster, að Seðlabankinn get- ur ekki gengið lengra i þessu efni en þegar er orðið. Á árinu 1976 óskaði Útvegs- bankinn eftir þvi við rikisstjórn- ina, að létt yrði af bankanum út- lánum i sjávarútvegi með þvi að flytja þau yfir til hinna rikisvið- skiptabankanna. Fól viðskipta- ráðherra Seðlbankanum að beita sér fyrir viðræðum, sem stefndu að þessu marki. Mikil vinna var lögð i könnun þessara mála á árinu 1977, en enn sem komið er, hetur enginn tilflutn- ingur viðskipta átt sér stað. Hefur þessi leið til úrbóta á stöðu Útvegsbankans af ýmsum ástæðum reynzt mu erfiðari i framkvæmd en vonazt hafði verið til. 1 þvi samb. skal þess sérstaklega getið, að i lok sl. árs hafði yfirtaka Landsbankans á útibúiútvegsbankans iKeflavik verið vandlega undirbúin, en þá kom i ljós, að veruleg vand- kvæði yrðu á samningum um yfirtökuna vegna erfiðrar fjár- leggja Útvegs bankann niður. hagsstöðu nokkurra stærstu við- skiptaaðila útibúsins. Er enn i óvissu hvort af þessum samn- ingum getur orðið. Eins og málum er komið i upphafi þessa árs, hlaut Seðla- bankinn að leita allra tiltækra ráða til að koma i veg fyrir áframhaldandi aukningu óum- saminna skulda Útvegsbankans á viðskiptareikningi i Seðla- bankanum.Hefur nú verið gert sérstakt samkomulag milli bankanna um hámark útlána- aukningar Útvegsbankans á þessu ári, sem er i samræmi við heildarstefnu i útlánamálum bankanna. Jafnframt skal sér- stöku skipulagi komið á útlána- starfsemi bankans ásamt nánu samráði víð Seðlabankann um iramkvæmd þess. A móti þessu samþykkir Seðlabankinn að veita útvegsbankanum lán i vixilformi til ákveðins tima. Þrátt fyrir framangreindar ráðstafanir er bankastjórn Seðlabankans þeirrar skoðunar að fjárhagsvandamál Útvegs- bankans séu þess eðlis að lausn á þeim fáist ekki nema með gagngerum skipulagsbreyting- um, þannig að rikisviðskipta- bönkunum fækki úr þremur i tvo. Verður hér á eftir fjallað um þr jár leiðir sem fara má að þvi marki. Leiðir til að fækka viðskipta- bönkunum úr þremur í tvo Ef ná á fram samruna i rikis- viðskiptabankakerfinu á þann hátt að bönkunum fækki úr þremur i' tvo og út komi tveir 1) Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka þó þannig að Landsbankinn taki hugsan- lega við einhverju af við- skiptum Útvegsbankans. 2) útvegsbankanum sé skipt á milli Búnaðarbanka og Landsbanka. 3) Sameining Landsbanka og Útvegsbanka þó þannig að Búnaðarbankinn taki hugsanlega við einhverju af viðskiptum Útvegsbankans. fjárhagslega sterkir bankar virðist um þr jár leiðir að velja : Að visu má til viðbótar þessu hugsa sér einhvers konar upp- stokkun á eignum og skuldum allra bankanna þannig að út úr þvi kæmu tveir bankar. En telja verður að hér sé um fræðilegan möeuleika að ræða en ekki framkvæmanlega leið. Nánari skilgreining á þeim leiðum, sem hérermiðað við er sem hér segir: Leið 1: a) Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka en án Suður- nesjaviðskipta útvegsbank- ans. b) Landsbanki yfirtaki Suður- nesjaviðskipti Útvegsbank- ans, þ.m.t. útibúið i Keflavik. Leið 2: a) Búnaðarbanki yfirtaki öll viðskipti Útvegsbankans i Rvk., en hvorki útibúið i Kópavogi né Suðurnesja- viðskipti aðalbankans. Einnig yfirtaki Búnaðar- banki útibúin i Vestm.eyjum og á ísafirði. . b) Landsbanki yfirtaki önnur útibú Útvegsbankans ásamt Suðurnesjaviðskiptum aðal- bankans. Leið 3 a) Engin yfirtaki viðskipta af hálfu Búnaðarbanka. b) Sameining Landsbanka og Útvegsbanka.” Mat banka- stjórnar Seðla- bankans Eftir að hafa gert nokkru nánari grein fyrir þessum þrem- ur leiðum er gerð grein fyrir mati bankastjóranna á þeim á eftirfar- andi hátt: „Tvimælalaust verður að telja að leið 1) þ.e. sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka sé æskilegasta leiðin að þvi marki að byggja upp tvo trausta og starfhæfa rikisviðskiptabanka. Hvernig sem á málið er litið stendur þessi leið framar hinum tveimur. Helztu kostir hennar eru þessir: DMinnstur munur er á stærí bankanna tveggja sem verða til við skipulagsbreytinguna 2) Eðlilegustdreifing útlána á at vinnuvegi og aðra lánþega 3) Minnstur munur á fjárhags styrk bankanna bæði varðand lausafjárstöðu og eiginfjár stöðu. 4) Jafnræði i fjölda afgreiðslu staða. Ennfremur skal á það bent að sé þessi leið farin, hefur hvor banki um sig starfandi gjald- eyrisdeild frá upphafi með reyndu starfsliði. Tæknilega séð ætti þessi leið að vera tiltölulega auðveld i framkvæmd. • Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka var sú leið sem bankamálanefnd benti á i áliti sinu á árinu 1973 og eins og hér kemur fram er þessi leið ennþá i fullu gildi. Hún er tvimælalaust hagkvæmasta og æskilegasta leiðin til að breyta skipulagi rikis- viðskiptabankanna. Skipting Útvegsbankans milli Landsbanka og Búnaðarbanka með þeim hætti sem gert er ráð fyrir i leið 2) er mjög frambærileg leið að þvi marki sem stefnt er að eins og meðfylgjandi töflur sýna. Út úr þeirri uppstokkun kæmu tveir stórir og alhliða bankar. þótt nokkuð vantaði á það jafn- ræði sem leið 1) býður upp á Skiptingu Útvegsbankans mundu fylgja nokkur taácnileg vandamál sem þó ætti að verða auðvelt að ráða fram út. Hættara er einnig við ágreiningi um framkvæmd þessarar leiðar i einstökum at- riðum en vissulega ætti að vera unnt að greiða úr honum. Leið 3) þ.e. sameining Lands- banka og Útvegsbanka er langsizt þeirra úrræða sem hér eru til skoðunar. Mikill munur yrði á stærð viðskiptadreifingu og fjár- hagslegri uppbyggingu samein- aðs Landsbanka og Útvegsbanka annars vegarog Búnaðarbankans hins vegar. Auk þess yrði Búnaðarbankinn þá að byggja upp gjaldeyrisdeild frá grunni að fengnum rétti til gjaldeyris- viðskipta. Alvarlegast er að Landsbankinn hefði þá einn svo til öll viðskipti við sjávarútveg, auk meginhluta innflutnings- verzlunar. Allar likur eru á að misvægi bankanna tveggja mundi leiða til ýmiss konar vandamála i starfsemi banka- kerfisins og koma i veg fyrir eðli lega og heilbrigða þróun þess Telja verður þvi að ekki komi ti) álitaað breyta skipulagi rikisvið- skiptabankanna með þessum hætti.” Jóhannes Nordal Guðmundur Hjartarson Leiklistarráðunauturinn: Einn fékk 3 atkvæði, annar 4 Endurskoðun BSRB JH— Verið er að stofna stöðu leiklistarráðunauts hjá sjon- varpinu, og var fyrir nokkru auglýst eftir umsækjendum. úrðu þeir sex: Ágúst Guðmundsson, sem lokið hef- ur leiklistarnámi og kvik- myndanámi, Erlingur E. llalldórsson, sem stundað hef- ur nám i leiklistarfræðum og samið átta leikrit. Eyvindur Erlendsson, sem stundað hef- ur nám i leiklistarfræðum og myndlist, Ilrafn Gunnlaugs- son, sem stundað hefur nám i leiklista rf ræðu m og kvik- myndagerð, Þorsteinn Jóns- son, sem lokið hefur námi i kvikmyndas tjórn og fékk nýlega verðlaun fyrir kvik- mynd, sem hann tók, og Þrá- inn Bertelsson, sem stundað hefur nám i leikstjórn og k vik- myndaframleiðslu. Útvarpsráð fjallaði um þessar umsóknir á fundi sin- um sl. föstudag, og mæltu þrír útvarpsráðsm anna með Agústi Guðmundssyni, en fjórir með Hrafni Gunnlaugs- syni. Útvarpsstjóri fjallar endanlega um ráðningu i þetta nýja starf. samninga JB — Akveðið hefur verið af hálfu fjármálaráðherra annars vegar og BSRB hins vegar, að boða samninganefndir aðila til við- ræðna fimmtudaginn 30. marz n.k. A fundinum verður endur- skoðun á kaupliðum aðalkjara- samnings BSRB við rikið tekið til umræðu en af hálfu BSRB er þess krafizt að fullar verðbtur skv. kjarasamningunum eða jafngildi þeirra verði greiddar félags- mönnum frá 1. marz 1978 til loka samningstimabils. Er þetta i framhaldi af þvi, að nú fyrir nokkru ákvað stjórn og samninganefnd BSRB að krefjast endurskoðunar á kaupliðum kjarasamninganna, sbr. heimild i nefndum samningi. Hljóðar það ákvæði á þá leið, að verði röskum á umsaminni visitölutryggingu launa frá þvi sem þessi samning- ur gerir ráð fyrir, geti hvor aðili um sig krafizt endurskoðunar á kaupliðum samningsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.