Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 1
* GISTING MORGUNVERÐUR SÍMI 2 86 66 s DAREIMAR í METRATALI LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. 65. tölublað — Laugardagur 1. apríl —62. árgangur Stefán Reykjalin, forseti bæjarstjórnar Akureyrar opnar hitaveitu Akureyrar formlega. Timamynd Karl S'teingrímsson Hitaveitan á Akureyri: Var formlega tekin í notkun Kröfu BSRB hafnað GV — Fyrsti viðræðufundur fjár- málaráðherra og samninga- nefndar BSRB var haldinn i gær vegna kröfu BSRB um endur- skoðun á kaupliðum kjarasamn- inga vegna skerðingar á visitölu- uppbótum. A þessum fundi afhenti fjár- málaráðherra skriflegt svar, þar sem kröfu BSRB er hafnað að svo stöddu, segir i frétt frá BSRB. Kristján Thorlacius, formaður BSRB sagði i viðtali við Timann i gær, að hann gæti ekkert sagt um viðbrögð BSRB við þessu á þessu stigi. Stuttur fundur aðila vinnumark- aðarins i gær JB — Fundur var haldinn með fulltrúum atvinnurekenda og undirnefndar 10 manna nefnd- arinnar i gærmorgun. Stóö fundurinn skamma hrið eöa aö- eins i um hálfa klukkustund. A fundinum kom fram, að atvinnu- rekendur telja sig ekki reiðubúna til frekari viðræðna við verka- lýðshreyfinguna fyrr en þeir hafa rætt við rikisstjórnina. Mun ætl- unin að gera það i næstu viku. Hins vegar var ekki ákveðinn neinn fundur með aðilum vinnu- deilunnar. Að áliti fulltrúa ASl var þessi funduralgjör erindisleysa sem og þeir fundir aörir, er haldnir hafa verið með þessum aðilum i þess- ari vinnudeilu. En það kom fram i fréttum i fyrradag, að ef ekkert raunhæft kæmi fram frá vinnu- kaupendum á þessum fundi, yrði tekinn upp annar samnings- eða viðræðumáti. Július Valdimarsson, sem sæti á i samninganefnd VMS, sagði i gær, að hann áliti að ekki hafi slitnað upp úr viðræðum, þótt fundurinn hafi ekki verið lengri en raun var. Teldu atvinnurek- endur bara, að þeir þyrftu að ræða við rikisstjórnina um það hvort hún hefði einhver ráð sem gætu orðið til að auka kaup- máttinn, sem ekki leiddu til auk- innar verðbólgu og erfiðleika i at- vinnulifinu. í gær ESE—Hitaveitan á Akureyri var formlega vigð kl. 14 i gærdag með hátiðlegri athöfn. Vigsluat- höfnin fór fram i hinu nýja dælu- húsi hitaveitunnar að Ytra- Laugalandi i Eyjafirði að við- stöddum forsvarsmönnum Akur- eyrarbæjar, bankastjórum og öðrum gestum, auk iðnaðarráð- herra, dr. Gunnars Thoroddsen. Með tilkomu hinnar nýju dælu- stöövar, nemur virkjanlegt heitt vatn, sem hitaveitan hefur yfir að ráða, 200 sekúndulitrum, en heildarþörf bæjarins er um 300 ,sekúndulitrar. Þess má geta að nú hefur fundizt heitt vatn að Ytritjörnum i Eyjafirði, sem nemur um 40-50 sekúndulitrum af af 70-80 gráðu sjálfrennandi heitu vatni, en með dælingu mætti fá þar mun meira vatnsmagn i framtiðinni, svo að þörfum bæjarins ætti að vera borgið i framtiðinni, hvað varðar heitt vatn til húshitunar. Nú er búið að tengja 300 hús við hina nýju hitaveitu, en kostnaður við hana er áætlaður um 6,3 millj- arðar, og verður framkvæmdum við hana að fullu lokið árið 1980. Utflutningsbanni beitt í kiara- baráttunni JB—Tiu manna nefnd ASl kom saman til fundar siðdegis i gær til að ræða ástandið I kjarabarátt- unni. Var þar ákveðið að undir- búa ákveðnar aðgerðir og i þvi sambandi var á þessum fundi samykkt að mæla með einni ákveðinni aðgerð öðrum frekar, sem mælt skuli með við verka- lýðsfélögin i landinu, að þau beiti. Er hér átt við útflutningsbann. Undanfarið hefur verið rætt vitt og breitt um þessi mál, bæði i mi stjórn ASl sem og 10 manna nefndinni, og ýmsar hugmyndir komið fram. En það hefur ekki gerzt á&ur, að 10 manna nefnd ákveði á fundi sinum, að mæla með ákveðinni aðgerð, i þvi skyni sem áður greinir. Samkvæmt þeim heimildum sem blaðið hefur aflað sér, var talið, að útflutningsbannið væri heppilegri og áhrifarikari aðferð i kjarabaráttunni en aðrar, sem nefndar hafa verið, s.s. allsherj- arverkfall eða yfirvinnubann. Það ætti að verða ljóst alveg á næstu dögum hvernig útflutnings- banninu verður hagaö og hvenær það hefst. En stefnt er að þvi, aö bann þetta nái til sem flestra greina i útflutningi og má afnvel búast við að það hefjist fyrr en varir. Suðurlandssíldin: Afkastageta stofnsins í fullri stærð 50- 70 þús. lestir — sjávarútvegsráðuneytið leyfir veiðar á 35 þús. lestum GV— Sildarstofninn fyrir Suður- landi fer nú stækkandi, og þess vegna höfum við lagt til að leyfð- ar verði veiðar á 35 þúsund lest- um á næstkomandi vertið, en þó ber að hafa i huga að heildarveið- in á siðustu vertið var tæplega 29 þúsund lestir, svo að þetta er að- eins rúmlega 6 þúsund lestum meiri veiði sem við nú mælum með, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur, er blaðið hafði tal af honum i tilefni af þvi, að sjáv- arútvegsráðuneytið tilkynnti i gær, að það hefði að tillögu Haf- rannsóknastofnunar leyft veiðar á 35 þúsund lestum af sild á hausti komanda. Jakob sagði ennfremur, að þeg- ar stofninn fyrir Suðurlandi verð- ur búinn að ná fullri stærð, eigi ' afrakstursgeta hans að verða 50- 70 þúsund lestir. Arsveiðin var 700 þúsund lestir hér á árunum, er sildveiðarnar voru upp á sitt bezta og aðalveiðin var á norsk- islenzka sildarstofninum. Rannsóknir fiskifræðinga sýna að nú eru tveir góðir árgangar frá ’73 og ’74, i uppvexti, og við það eykst hrygningarstofn Suður- landssildarinnar verulega. — Þessir góðu árgangar munu vonandi valda þvi að sildarstofn- inn aukist verulega, og ég tel að það eigi fremur að nýta þessa góðu árganga til að byggja upp stofninn frekar en að auka veið- arnar, sagði Jakob að lokum. Ríkisstjórn taki við af Seðlabanka KEJ — Þrir þingmenn Framsóknarflokksins, Páll Pétursson, Þórarinn Þórarinsson og Þórarinn Sigurjónsson, lögðu i gær fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu þess efnis, aö tekið verði af Seðlabankanum vaxta- ákvörðunarvald og rikisstjórnin fari framvegis með þaö. Er þessi breyting aðallega studd þeim rökum, að hér sé um allt of mikil- vægan þátt efnahagsmála að ræða til þess að þar geti veriö um að ræða sjálfstæða ákvaröana- töku einnar rikisstofnunar. Sjá nánar á þingsiðu, bls. 6. Siglufjörður: Hús tengd við hitaveitu á ný GV— 30 manna lið vann aö þvi ix fyrradag að móka ofan af húsun- um i Skútudal og lagfæra þau. Um fjögurleytið i fyrrinótt var aftur byrjað að dæla vatni i bæ- inn, og var ráðgert i gær að lokið yrði að tengja húsin við hitaveitu á miðnætti. — Snjódýptin á þessu svæði var 6-7 metrar, og við vorum að gizka á, að um 5-600 rúmmetrum hefði verið mokað burtu með handafli, sagði Haukur Helgason bæjar- tæknifræðingur, er Timinn hafði tal af honum i gær. Dæluhúsið og spennistöðin fóru á kaf i snjóflóðinu, en tækin skemmdust ekkert þó að þakið af miðlunargeyminum væri farið. Húsið á varadælunni fór alveg I burtu og er eftir að kanna skemmdirnar á varadælunni. — Það er greinilegt að ekki hef- ur verið tekið tillit til snjóflóða við byggingu þessa'ra mannvirkja, enda var ekki vitað til þess að snjóflóð hefðu fallið þarna. Það má búast viö, að húsin i Skútudal verði endurbyggð i sumar, og að þá verði þau steinsteypt og graf- inn jarðvegur upp að þeim, svo að ekki verði skemmdir á tækjabún- aði I snjóflóðum, sagði Haukur. Það varð Siglfiröingum til happs að þessu sinni, aö ágætis- veður hefur verið á Siglufirði, og flýtti það mikið fyrir fram- kvæmdunum. Þá er það ekki sið- ur mikilvægt að menn voru komnir i æfingu við aö aftengja húsin hitaveitu og koma á oliu- .kyndingu i þeim flestum og siðan að tengja þau á ný við hitaveitu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.