Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 14
14 SÍ.'itllH!' Laugardagur 1. april 1978 RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN Staða AÐSTOÐALÆKNIS við svæf- inga- og gjörgæsludeild spitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist til 1 árs frá og með 1. mai n.k. Umsókn- um, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skal skila til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. mai. Upplýsingar veitir yfirlæknir deild- arinnar i sima 29000 (450) Tvær stöður AÐSTOÐARLÆKNA við lyflækningadeild spitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veit- ast til 1 árs frá 1. júni n.k. Umsókn- ir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu rikisspit- alanna fyrir 5. mai n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar deild- arinnar i sima 29000. Tveir SJÚKRAÞJÁLFARAR óskast nú þegar á Hátúnsdeild spitalans. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu rikisspitalanna. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar i sima 29000 (580) KRISTNESIIÆLIÐ. YFIRLÆKNIR. Staða yfirlæknis við Kristneshælið er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda Stjórna- nefnd rikisspitalanna. Eiriksgötu 5, fyrir 2. mai n.k. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN. VINNUMAÐUR óskast að Vifils- stöðum, þarf að vera vanur land- búnaðarstörfum og meðferð véla. Litil ibúð á staðnum kemur til greina. Upplýsingar gefur Magnús Kristjánsson i sima 42816, Vifils- stöðum. Skriflegar umsóknir send- ist skrifstofu rikisspitalanna, Eir- iksgötu 5, Reykjavik. Reykjavik, 2. april 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Pípulagnir — Ofnar Tek að mér nýlagnir og viðgerðir. Söluumboð fyrir Silrad-panelofna. Mjög hagstætt verð. Stefán H. Jónsson pipulagningameistari, simi 4-25-78 Næstsíðasta sýning i L eikbr úðulandi A morRun sunnudaginn 2. aprll, kl. 3 verður næstsiðasta sýning í Leikbrúðulandi á þessu vori. verið er að sýna 4 leikþætti, Vökudraum, Litlu Gunnu og litla Jón, Drekann og ævintýriö um Eineygu, Tvieygu og Þrieygu. Knnfremur kemur giraffinn Gir- finnur Girmundarson skapinu i lag meöan verið er að skipta um leiktjöld. Texti giraffans er eftir Guörúnu Helgadóttur. Sýningarnar eru i kjallaranum á Frikirkjuvegi u oghefjastkl. 3. Miðasalan er opnuð kl. 1 á sunnudögum og er tekið á móti pöntunum i sima Æskulýösráös, 1-59-37 frá kl. 1 sýningardagana. Siðasta sýning verður sunnu- daginn 9. april. f! Katrín María Magnúsdóttir Hinn 17. marzsiðast liðinn and- aðist i Reykjavik Katrin Maria Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja á Viðihóli og Grimsstöðum á Fjöllum. Katrin fæddist i Böövarsdal i Vopnafirði 13. októ- ber 1895, og var þvi komin á áttugasta og þriöja aldursár, er hún lézt. Foreldrar Katrinarvoru Magnús Hannesson, bóndi i Böðvarsdal, og Elisabet Olsen frá Klækksvik i Færeyjum. Þau Magnús og Elisabet bjuggu i Böðvarsdal frá 1895 til 1904, en fluttust þá i Vopnafjarðarkauptún og áttu þar heima eftir það. Þar dó Magnús árið 1919, en Elisabet náði háum aldri. Hún var heim- ilisföst á Hofi i Vopnafirði hjá séra Jakobi Einarssyni og Guð- björgu Hjartardóttur mörg sið- ustu ár ævi sinnar, og átti þar heima þegar hún andaðist i árs- byrjun 1944, ááttugasta og þriöja aldursári, en fædd var hún árið 1861. Þegar Katrin Magnúsdóttir var sextán ára gömul, varö hun kaupakona á Grimsstöðum á Fjöllum. Það var sumarið 1911. Þessi kaupavinna varð henni örlagarik, þvi að á Grimsstöðum kynntist hún mannsefni sinu, Ingólfi Kristjánssyni Sigurðs- sonar bónda á Grimsstöðum,,og fyrri konu hans Aldisar Einars- dóttur. Eftir þessa fyrstu veru á Grfmsstöðum fór Katrin suður til Reykjavikur og lærði þar karl- mannafatasaum. Þegar hún hafði veriðþar í tæplega tvö ár, fór hún aftur norður f Grimsstaði árið 1913, og nú varð dvölin á Fjöllun- um lengri en hiö fyrra sinnið. Hinn 14. september 1913 gengu þau i hjónaband, hún og Ingólfur Kristjánsson, og hófu búskap á hluta úr Grimsstöðum árið 1914, þar sem þau bjuggu næstu tvö ár- in. Þá fluttust þau að Viðihóli i sömu sveit, og er nú ekki að orð- lengja, að um 36 ára skeið skiptist búseta þeirra hjónanna á milli þessara tveggja bæja, Viðihóls og Grimsstaða, og þó miklu lengur á Viðihóli. Þó að Viðihóll sé góð jörð, eruskilyrði til búskapar þar á ýmsanháttólik þvisem er t.d. á Grimsstöðum. Vetrarbeit er þar miklum mun óvissari, en engjar miklar, þótt á hinn bóginn sé engjaheyskapur á Viöihóli fyrir- hafnarsamur og allerfiður. Og ræktunarskilyrði eru þar betri en viðast hvar annars staðar á Hóls- fjöllum. Þeim Katrinu og Ingólfi varð fimmtánbarna auðið. Nú eru tólf þeirra á lifi. Þau eru: Kristjana Hrefna, lengi hUsfreyja að Pálmholti i Reykjadal, nU bú- sett á Akureyri, Baldur, menntaskólakennari i Reykjavik, Ragna Asdis, húsfreyja I Reykja- vik, Stefán Arnbjörn, verkstjóri á Akureyri, Elisabet, hjúkrunarfræöingur og húsmóðir i Reykjavik. Jonanna Kristveig, (Hanna), hárgreiðslukona, húsmóðir i Reykj avik, Kristján Hörður, tannlæknir i Reykjavik, Hanna Sæfriður, lengi húsfreyja að Asi i Kelduhverfi, nú búsett á Akureyri, Karólina Guðný, ólst upp i Hóla- seli, nú húsfreyja i Reykjavik, Birna Svava, húsfreyja á Akur- eyri, Magnús, umboðsmaður Sam- vinnutrygginga á Egilsstöðum, Páll, starfsmaður Orkustofnunar. Auk þess misstu þau Katrin og Ingólfur tvo sonu, Hörð og Magnús, af slysförum, báöa sex- tán ára gamla, og Siguröur sonur, þeir ra, sem var bóndi á Smjörhóli i Axarfirði andaöist aðeins 37 ára gamall. — Afkomendur þeirra Ingólfs og Katrinar eru nú orðnir á annað hundrað að tölu. Arið 1950 kvöddu þau Katrin og Ingólfur Hólsfjöllin og fluttust að Kaupangsbakka i Eyjafirði. Sá bær stendur á bökkum Eyjafjarð- arár, um það bil 5 km fyrir innan Akúreyri. Þar áttu þau heima, unz Ingólfur andaöist, 9. janúar 1954. Þá brá Katrin búi og fluttist til Akureyrar, þar sem hún hélt heimili meö yngstu börnum sin- um. Siöustu sextán ár ævinnar var Katrin búsett i Reykjavik. Þar átti hún jafnan sitt eigið heimili, en létti mjög undir með börnum sinum um lengri eða skemmri tima, eftir þvi sem þörfin var hverju sinni. Auk þess vann hún fullan vinnudag utan heimilis þangaö til hún var komin talsvert á áttræöis aldur. Hún undi hag sinum vel, bæöi á Akureyri og i Reykjavik, enda var hún sjálf viösýn, félagslynd og skemmti- leg, og kunni jafnan betur við sig i fjölmenni en fámenni. Sambúð þeirra Katrinar og Ingólfs var meö eindæmum góö. Svo hafa nákunnugir menn sagt, aö naumast muni nokkru sinni hafa fariö styggöaryrði á milli þeirra hjónanna, þau útkljáðu ekki vandamál sin með þeim hætti. Ingólfur var hinn dagfars- prúöasti maður og hvers manns hugljúfi og húsfreyjan kjarkmik- il, áræðin, skapföst og trygglynd, en jafnframt glaðlynd og félags- lynd. Þegar verulega blés á móti hjá henni sjálfri eða öðrum, sagði hún oft: „Þetta hefur vist átt að fara svona”. Slikt var æðruleysi hennar og kjarkur. Þó að gott sé undir bú á Hóls- fjöllum, þarf enginn að halda, að auður hafi verið i garði á Viðihóli á þeim árum, þegar fimmtán börn voru að vaxa þar úr grasi . En aldrei heyröist sagt á þeim bæ, að ekki væri hægt að gera þetta eða hitt fyrir fátæktrar sak- ■ir. Börnin voru ævinlega vel og smekklega klædd, og kom þar sér vel hæfni og lærdómur húsfreyj- unnar aðsaumafötog halda þeim viö. — Viðihóll var og er kirkju- staður. Ekki var þar starfandi kirkjukór, heldur sungu þeir sem söngrödd höfðu. Vitanlega var söngfólkið nákunnugt innbyrðis og kunni að stilla saman krafta sina i þvi starfi sem öðrum. Þar var Katrin á Ýiðihóli ein styrk- asta stoðin. Og hún lét ekki við það sitja að syngja i kirkjunni. Eftir messu var það sjálfsagður hlutur, að allir kirkjugestir, og presturinn auðvitað lika, stönz- uðu hjá þeim Katrinu og Ingólfi og drykkju þar kaffi. Þar þurfti enginn að biða eftir góðgerðum, þó aðhúsmóðirinhefði verið teppt við kirkjusöng siðasta klukkutim- ann. Allt var tilbúið og stóð á borðinu, þegar komið var úr kirkjunni. Það er, ásamt mörgu öðru, til vitnis um kjark og viðsýni þeirra Viðihólshjóna, hversu ódeig þau voruað hvetja börn sin til þess að hleypa heimdraganum og leita sér menntunar, þótt þau vissu það bæði, að brottför barnanna úr for- eldra húsum táknaði óhjákvæmi- lega meira erfiði og dauflegra Ilf hjá þeim sem heima sátu og héldu búskapnum I horfi. 1 þessu efni var Katrin ekki siður hvetjandi en bóndi hennar, svo kjarkmikil- og úrræöagóð sem hún var i' eðli sinu. Katrin Maria Magnúsdóttir hélt andlegum og likamlegum kröft- um sinum til hinztu stundar. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist og naut samvistanna við þá sem hún umgekkst. Starfsdagur henn- ar var orðinn bæði langur og far- sæll, hún var sátt við lifið, full- komlega ánægð og reiðubúin að kveðja, hvenær sem það kall kæmi, ogkveið ekkertfyrir vista- skiptunum. Hún trúöi þvi stað- fastlega aðdauðinn væri aðeins él eitt i rauninni einungis vistaskipti og var sannfærð um, að eftir sér væri beðið og að á móti sér yrði tekið handan landamæranna. Samferðafólk hennar kveður hana með viröingu og þökk. Varið ykkur á strætisvögnunum Breiðholt: Kvikmynda- sýning fyrir börn JC Breiðholti og Framfarafélag Breiðholts III, hyggjast standa að kvikmyndasýningum fyrir börn sunnudaginn 2. april. Sýndar veröa léttar gamanmyndir og hefst sýningin kl. 3. Athugasemd Vegna fréttar i Timanum i gær um það að litil sem engin olia væri til á Vopnafirði, er rétt að geta þess að þar var að sjálfsögðu átt við þá oliu sem Rarik hefur úr að spila. Hins vegar er næg olia til hjá oliufélögunum á Vopna- firði. 1. april kemur til framkvæmda reglugerð um akstur almennings- vagna frá boöstöðvum. Reglu- geröþessi er sett skv. breytingu á umferðarlögum, sem samþykkt var á Alþingi á siöasta vori. ökumaður sem I þéttbýli nálg- ast merkta biöstöö, þar sem al- menningsvagn hefur numið stað- ar, skal, ef ökumaöur almenn- ingsvagnsins hefur gefið merki um, að hann ætli að aka af stað, draga úr ökuhraöa og ef nauðsyn krefur, nema staðar, þannig að almenningsvagninn geti yfirgefið biöstöðina. Akvæöi þetta leysir ökumann almenningsvagnsins þó eigi undan þvi að sýna Itrustu varúð til að koma i veg fyrir hættu. Reglugerð þessi tekur eingöngu til almenningsvagna sem aka á áætlunarleiðum I þéttbýli með táknmynd sem fest er á afturrúöu vagnsins, en meö þéttbýli er átt viö svæði þar sem leyfður há- markshraöi ökutækja er 50 km/klst. eða minni. Reglur þessar eru settar að ósk forráðamanna strætisvagna Reykjavikur til aö auðvelda um- ferö almenningsvagna i þéttbýli. Hafa hliðistæöar reglur verið settar á Noröurlöndum og vlöar I Evrópu. Vakin er athygli á þvi að reglur þessar gilda eingöngu við akstur almenningsvagna frá biðstöð, en veita þeim aö öðru leyti ekki for- gang i umferö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.