Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. aprll 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... . ... Blaðaprent h.f. Stefna Framsóknar- flokksins i mennta- og menningarmálum Á nýloknu flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt sérstök ályktun, sem ber nafnið Fram- sóknarstefnan. 1 ályktun þessari eru dregin saman i stuttu máli höfuðatriðin i ályktunum þingsins um einstaka málaflokka, og þannig reynt að sýna heildarmynd af stefnu flokksins. I þessari ályktun er sérstakur kafli um mennta- og menningarmál, sem hljóðar á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn vill að lögð verði rækt við varðveizlu menningararfs Islendinga og telur að þjóð, sem glatar menningararfi sinum, glati um leið metnaðinum til að standa á eigin fótum. Framsóknarflokkurinn telur kristin lifsviðhorf undirstöðuatriði islenzkrar menningar og þjóðlifs og vill hlúa að kristilegu og kirkjulegu starfi. Framsóknarflokkurinn vill jafnrétti til náms án tillits til búsetu, efnahags, kyns eða aldurs. Flokk- urinn telur að grunnskólinn eigi að veita öllum börnum og unglingum staðgóða, almenna undir- stöðumenntun er hafi það að markmiði, að gera þau hæf til þátttöku i margbrotnu þjóðlifi. Skóla- kerfið verði i vaxandi mæli við það miðað að laða fram breytilegan áhuga og hæfileika nemenda, og unglingum gefinn kostur á verk- og tækniþjálfun með þátttöku i atvinnulifinu. Stefna Framsóknarflokksins er, að allir sem stunda framhaldsnám eigi kost á opinberri náms- aðstoð. Flokkurinn telur sérstakar fjöldatak- markanir i skólum og námsbrautum óæskilegar, en telur eðlilegt að óbein áhrif séu höfð á námsval nemenda með öflugri námskynningu og starfs- fræðslu. Framsóknarflokkurinn vill að möguleikar þeirra, sem eldri eru og vilja afla sér frekari menntunar verði sem mestir og að þeir eigi ekki siður kost á námsaðstoð i einhverri mynd en þeir sem yngri eru. Framsóknarflokkurinn vekur athygli á þvi, hve mikil áhrif fjölmiðlar hafa á islenzka tungu og menningu. Á miklu veltur þvi, að þeir menn, sem stjórna fjölmiðluninni geri sér þess ljósa grein, að á störfum þeirra getur oltið hvern menningararf komandi kynslóðir hljóta. Efla ber rikisútvarpið og gæta þess, að það rofni ekki úr tengslum við fólkið i landinu. Hið sama gildir um Þjóðleikhúsið, en einnig ber að hlúa sem bezt að starfi annarra leikhúsa og áhugamannafélaga um land allt. Rikisvaldið á að stuðla að sem blómlegastri útgáfu prentaðs máls á vegum einstaklinga og félaga- samtaka. Einnig þarf það að vera reiðubúið til að fylla þær eyður, sem kunna að myndast i útgáfu- málum, ýmist með þvi, að standa sjálft að útgáfu- starfsemi eða með þvi, að styrkja framtak ann- arra. Það er stefna flokksins, að listgreinum verði veitt viðunandi starfskilyrði, sem örvi listsköpun og aðra menningarstarfsemi. Framsóknarflokkurinn vill efla visindarann- sóknir og vill að þær verði grundvöllur að framför- um i helztu atvinnugreinum og jafnframt forsenda réttrar nýtingar auðlindanna.” Sá kafli úr ályktuninni um framsóknarstefnuna, sem birtur er hér að framan, er aðeins útdráttur úr lengri ályktun um mennta- og menningarmálin, þar sem getið er mun fleiri atriða og ýmsum framangreindum atriðum gerð frekari skil. Hér er það hins vegar dregið fram, sem þykir mestu skipta. þþ, ERLENT YFIRLIT Castro nýtur vaxandi virðingar í Afriku En Kinverjar telja hann verkfæri Rússa SA af fréttaskýrendum The Christian Science Monitor, sem fjallar um málefni latn- esku Ameriku, James Nelson Goodsell, hefur nýlega birt grein i blaði sinu. þar sem hann skýrir frá þvi. að Fidel Castro eigi vaxandi fylgi að fagna hjá þjóðum þriðja heimsins. Meðal þeirra sé nú litið á Kúbu sem eitt helzta forusturiki i þessum hluta heimsins. Einkum sé þetta þó áberandi i Afriku. þar sem kúbanskir hermenn og sér- fræðingar séu til aðstoðar og ráðuneytis i ekki færri en 14 löndum. t þróunarrikjunum sætti menn sig betur við að- stoð frá Kúbu en kommúnista- rikjunum i Austur-Evrópu. Strax i upphafi valdaferils sins ól Castro stóra drauma um byltingu i Suður-Ameriku undir forustu Kúbumanna. Þá var það trú hans og Guevara, að hægt yrði að brjóta bylting- unni braut i Suður-Ameriku með skæruhernaði, likt og hefði gerzt á Kúbu. Reynslan sýndi fljótt, að þetta var fals- trú. örlög Guevara, sem var felldur sem skæruliði i Bóliviu, sýndu það bezt. Castro lagði þvi drauma um byltingu i latnesku Ameriku á hilluna a.m.k. að sinni, enda fékk hann nóg að sýsla heima fyrir. Jafnframt hófst hann handa um að koma á legg öfl- ugum her á Kúbu, með riflegri aðstoð Sovétrikjanna. 1 fyrstu var sagt, að þetta væri gert til að treysta varnirnar gegn hugsanlegri innrás frá Banda- rikjunum. En nú er komið i ljós, að hernum var ætlað ann- að og meira verkefni. Ahugi Castro á eflingu hersins fór lika slvaxandi. Oftar og oftar hefur hann i fjölmiðlum verið titlaður sem æðsti maður hersins. Castro hefur bersýni- lega notið þess hlutverks vel. ÞAÐ kom fyrst fyllilega i ljós haustið 1975, hvaða hlut- verk Kúbuher er ætlað, auk varnaauna heima fyrir. Þá voru um 10 þús. kúbanskir hermenn sendir til Angola til að styðja þá sjálfstæðishreyf- ingu, sem talin var aðhyllast sósialisma. fhlutun Kúbu- manna tryggði henni sigur, en hún hefur ekki getað haldið völdunum, nema mað aukinni aðstoð þeirra. I Angola mun nú vera um 20 þús. manna kúbanskt herlið. fhlutun Kúbumanna i Angola, varð til þess, að Castro fór að hugsa sér meira til hreyfings i Afriku. I marzmánuði 1977 fór hann i heimsókn til allmargra landa i Afriku. Meðal þeirra land'a, sem hann heimsótti, voru Alsir, Libýa, Sómalia, Eþiópia, Tanzania, Mosambik og Angola. f heim- leiðinni lagði hann lykkju á leið sina og heimsótti fyrst Austur-Þýzkaland og að lok- um Sovétrikin. f Moskvu átti hann langar viðræður við Brésnjev og þykir nú liklegt, að viðræður þeirra hafi ekki sizt snúizt um væntanlegan stuðning við hina sósialisku stjórn Mengistu i Eþiópiu. Það gerðist a.m.k. rétt á eftir, að Mengistu rauf tengslin við Bandarikin og litlu siðar hófu Sovétrikin og Kúba að veita Eþiópiu sivaxandi aðstoð. Talið er að um 12 þús. kúb- anskir hermenn séu nú i Eþíópiu og hafi þeir átt sinn þátt i þvi, að Eþiópiumenn hafa snúið vörn i sókn i Ogaden. Auk þess herliðs, sem Kúbumenn hafa nú i Eþiópiu og Angola, er talið að um 5000 kúbanskir hermenn og sér- Castro lætur vel aö vera herstjórnandi fræðingar skiptist á milli tólf annarra landa i Afriku. FLESTIR fréttaskýrendur, sem hafa gert ihlutun i Afriku að umtalsefni, telja hana rekja rætur til frumkvæðis Rússa. Rússar hafi gert sér ljóst, að betra væri að tefla fram i Afriku hermönnum frá Kúbu en frá Sovétrikjunum eða öðrum kommúnistarikj- um i Austur-Evrópu. Afriku- þjóðir teldu sér auðveldara að þiggja aðstoð frá Kúbu en Evrópurikjunum. Kostnaður- inn við dvöl kúbanskra her- manna i Afriku, er þó greiddur af Rússum. Þeir leggja til her- gögn og vistir, þeir annast um flutninga og þeir hafa þjálfað kúbönsku hermennina, sem hafa barizt i Afriku. Castro hefur ekki heldur farið dult með þakklæti sitt. Eftir mikl- ar heræfingar, sem fóru fram á Kúbu i desember 1976, lét Castro svo ummælt, að Kúbu- menn væru innilega þakklátir Sovétrikjunum, sem létu okkur i té þessi frábæru vopn og kenndu okkur aö nota þau. I ræðu sem Castro hélt i Austur- Berlin eftir Afrikuför sina, fórust honum orð á þá leið, að hann hefði i ferðalagi sinu fundið hvarvetna hið mikla traust, sem þróunarþjóðirnar bæru til kommúnistarikjanna og þó einkum til Sovétrikj- anna. Eftir viðræður þeirra Castros og Brésnjevs, sem fór fram i Moskvu nokkru siðar, lét Castro svo ummælt, að enginn ágreiningur væri til i afstööu Kúbu og Sovétrikj- anna til inálefna Afriku. En þótt yfirleitt sé talið, að Rúss- ar hafi upphaflega teflt Kúbu- mönnum fram i Afriku og geri það raunar enn, þá liti Castro ekki á sig sem neinn leikbróðir þeirra, heldur telji hann sig vera að gegna mikilvægu bylt- ingarhlutverki. Kinverskir kommúnistar eru hér hins vegar á öðru máli, þvi að þeir kalla kúbönsku hermennina i Angola og Eþiópiu rússneska málaliða og Castro verkfæri Rússa. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.