Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 82
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR46 Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austur- strandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðar- leysingjahæli. Þau Bryndís og Orri ætluðu að láta gott af sér leiða og vinna í sjálf- boðavinnu á munaðarleysingjahæl- inu Casa Guatemala. „Við vorum í Kanada fyrir ári og vissum ekkert hvað við ætluðum að hafa fyrir stafni um sumarið,“ útskýrir Bryndís. „Við fórum á netið og rák- umst á heimasíðu þar sem leitað var eftir fólki til að vinna á þessu munaðarleysingjahæli,“ heldur hún áfram. Þar með hófst langt og strangt ferðalag með rútum og bátum í steikjandi hita. „Við höfð- um keypt helling af hlutum sem beðið hafði verið um á heimasíð- unni, þar á meðal áhöld til matar- gerðar, og settum í stóra ferðatösku sem við þvældumst síðan með,“ útskýrir Bryndís. Þegar á Casa Guatemala var komið blasti við þeim heldur ótrú- leg sjón. Við hlið munaðarleys- ingjahælisins var rekið gistiheimili og bar en í stað þess að þau Bryndís og Orri fengju að hjúkra munaðar- leysingjunum og sinna börnunum voru þau látin starfa á barnum í þrjár vikur áður en þau komust í að starfa með munaðarleysingjunum. „Ég varð mjög veik, fékk e-coli sýk- ingu og þaðan af verra,“ segir hún. „Ég ældi því bara blóði á morgnana og fór síðan að vinna á barnum og á gistiheimilinu,“ segir Bryndís, sem varð vitni að hreint ótrúlegum hlut- um þarna í Mið-Ameríku. „Þarna var hjúkrunafræðingur frá San Fransisco sem hafði mastersgráðu í hjúkrunarfræði en var bara látin vaska upp og þjóna til borðs,“ segir Bryndís. „Allir þeir hlutir sem ég kom með fyrir munaðarleysingja- hælið dúkkuðu síðan upp í eldhúsi gistiheimilisins,“ segir hún. „Börn- in ræktuðu kál og hænur en fengu sjálf bara hrísgrjón og maís í öll mál og sáu lítið af þeim peningum sem fengust fyrir uppskeruna,“ bætir Bryndís við en auk þess var haft á orði hvað yrði um börnin þegar forstöðukonan færi yfir móð- una miklu. „Þetta kom okkur mjög spánskt fyrir sjónir því við héldum að hún væri í mesta lagi fertug,“ segir Bryndís. „Við komumst síðan að því að hún væri 75 ára en hefði farið í rosalega margar lýtaaðgerð- ir,“ útskýrir Bryndís og getur varla annað en hlegið að þessari grát- broslegu staðreynd. Bryndís segir aðstæðurnar á hælinu hafa verið skelfilegar, þar hafi ekki verið neitt hreint vatn, rafmagn í fimm tíma og hjúkrunar- aðstoð í litlum mæli. „Þótt hælið hafi verið gott að sumu leyti var greinilegt að þarna var ekki allt með felldu, fáir sjálfboðaliðar og sum börnin sem voru þarna voru ennþá misnotuð af fólkinu í grennd,“ segir Bryndís, sem þrátt fyrir allt var ótrúlega þakklát fyrir þessa reynslu í Mið-Ameríku. „Stundum á ég það til að óska þess að ég gæti horfið þangað aftur þó svo að vonbrigði og veikindi hafi hrjáð mann,“ segir hún. „Gvate- mala er ævintýralegt land, litríkt og fallegt,“ bætir hún við. „Jafnvel þótt við værum óheppin þarna úti þá var þetta tímabil það besta og það versta í senn,“ segir hún. „Maður hefur aldrei verið jafn lif- andi,“ segir Bryndís, sem sér ekki eftir neinu. „Ef ég væri ekki stór- skuldug væri ég á leiðinni í frekara sjálfboðastarf.“ freyrgigja@frettabladid.is Aldrei verið jafn lifandi BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR Segir það ótrúlega lífsreynslu að starfa á munaðarleysingjahæli í Gvatemala. MYND/BRYNDÍS OG ORRI ALLIR Í BAÐI Strákar á munaðarleys- ingjahælinu baða sig en Bryndís segir að stór hluti þeirra sem bjuggu á hælinu hafi verið misnotaður kynferðislega. VOLGT VATN TIL DRYKKJAR Vatnið sem munaðarleysingjunum bauðst var bæði volgt og mengað. SKORTUR Á AÐSTOÐ Töluverð skortur var á hjúkrunaraðstoð á hælinu og voru þau Bryndís og Orri látin vinna á barnum og gistiheimili áður en þau gátu aðstoð börnin. Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hættur að nota eiturlyf. Segir hann að þau séu of veik fyrir sinn smekk. „Mér finnst gæðin vera orðin léleg. Þeir reyna eins og þeir geta að taka vímuna úr öllu nú til dags,“ sagði Richards, sem hefur lengi notað eiturlyf. Richards er jafn- framt illa við eiturlyf á borð við e- töflur sem hafa áhrif á heilastarf- semina. „Ég er ósáttur við hvernig þau hafa áhrif á heilann í stað þess að fara bara í gegnum blóðið. Þess vegna tek ég þau ekki lengur.“ Hann játar að hafa verið undir áhrifum þegar hann féll úr tré á Fídjieyjum fyrr á árinu og skadd- aðist á heila. „Ég var í tvær vikur á morfíni. Ég reyndi að fá aðeins meira frá hjúkrunarkonunni. Hún var mjög alúðleg,“ sagði hann. Vill ekki eiturlyf KEITH RICHARDS Gítarleikari The Rolling Stones er hættur að nota eiturlyf. Mikil eftirvænting ríkir í kringum nýjustu mynd Dags Kára Péturs- sonar, Good Heart. Þegar hefur verið tilkynnt að bandaríski tón- listarmaðurinn Tom Waits leiki eitt af aðalhlutverkunum en á móti honum verður Ryan Gosling. Dagur Kári og félagarnir hjá kvik- myndafyrirtækinu Zik Zak sem framleiða myndina virðast hafa veðjað á réttan hest því stjarna þess síðarnefnda verður skærari með hverjum deginum sem líður í Hollywood. „Það verður einhver smá bið á tökum,“ útskýrir Þórir Snær. Upphaflega var gert ráð fyrir því að Good Heart færi í tökur í nóvember en því hefur nú verið frestað fram í byrjun næsta árs. „Gosling er að leika í annarri mynd og þurfti síðan að fara í endurtökur á kvikmyndinni Fract- ure þar sem hann leikur á móti Anthony Hopkins og David Strathairn,“ segir Þórir en var þó pollrólegur yfir þessu öllu saman. „Við þurfum bara að samræma vinnuplönin hjá þeim Waits og Goslin,“ bætir hann við. Good Heart verður tekin uppá Íslandi og í San Francis- co en ekki hefur verið ráðið í nein önnur hlutverk. Að sögn Þóris er nú verið að vinna í þeim hlut- um og má reikna með einhverjir íslenskir leikarar fái lítil hlutverk í myndinni en ekki hafa farið fram neinar prufur fyrir þau. „Við eigum síðan eftir að ráða í aðal- kvenhlutverkið og erum bara að skoða þau mál,“ bætir hann við en gat ekki gefið upp hvaða leikkonur kæmu þar til greina. - fgg Kvikmynd Dags Kára frestað DAGUR KÁRI Er leikstjóri Good Heart, sem tekin verður upp á Íslandi og í San Francisco. ANTHONY HOPKINS Leikur aðalhlutverkið á móti Ryan Gosling í kvikmyndinni Fract- ure ásamt David Strathairn. ÞÓRIR SNÆR Tökur á myndinni Good Heart frestast um nokkra mánuði vegna anna hjá öðrum aðalleikara myndar- innar, Ryan Gosling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.