Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 88
52 21. september 2006 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Stjórnarmenn í enska knattspyrnuliðinu Liverpool hafa boðað til fundar til að ræða stór yfirtökutilboð sem borist hafa í félagið. Samkvæmt fréttum hafa þrír aðilar lagt inn tilboð í félagið og einn þeirra er Steve Morgan, sem er þriðji stærsti hluthafi í Liverpool. Hinir eru taílenski forsætisráðherrann fyrrver- andi Thaksin Shinawatra, sem stendur í ströngu núna, og bandarískur auðkýfingur að nafni Robert Kraft. Liverpool er metið á rúmlega 200 milljónir punda, sem nemur rúmlega 26 milljörð- um íslenskra króna. - dsd Stjórn Liverpool FC: Íhugar þrjú stór yfirtökuboð LIVERPOOL FC Stjórnarmenn félagsins eru með mörg járn í eldinum þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu og íþróttamálaráðherrar víðs vegar í Evrópu íhuga nú að setja hömlur á félagslið hvað varðar laun og kaupverð á leikmönnum. Ekki er þó ætlunin að setja launaþak á félög, heldur er hugmyndin að samræma eyðslu og innkomu félagsliða. Þetta þýðir að félögum væri óheimilt að eyða meiru í laun og kaup á leikmönnum en innkoma félagsins nemur. Félögum væri þó frjálst að sækja um lán vegna framkvæmda á leikvöngum og æfingasvæðum. Ef þessar reglur ganga í gegn væru það ekki góð tíðindi fyrir Englandsmeistara Chelsea. Á fyrstu tveimur árum Romans Abramóvitsj við stjórnvölinn hjá Chelsea var tap félagsins metið á 228 milljónir punda og félagið eyddi 276 milljónum punda eingöngu í leikmannakaup. - dsd Knattspyrnusamband Evrópu: Íhugar að setja hömlur á félög ÚRSLITIN Í GÆR Enska úrvalsdeildin LIVERPOOL-NEWCASTLE 2-0 1-0 Dirk Kuyt (29.), Xabi Alonso (79.). Enska deildarbikarinn CHESTERFIELD-MANCHESTER CITY 2-1 DONCASTER-DERBY 3-3 (8-7) FULHAM-WYCOMBE 1-2 Heiðar Helguson skoraði mark Fulham. SCUNTHORPE-ASTON VILLA 1-2 MIDDLESBROUGH-NOTTS COUNTY 0-1 Þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr leik í keppninni í gær. Ítalska úrvalsdeildin CHIEVO-LAZIO 0-1 0-1 Oddo (63.). ATALANTA-EMPOLI 0-0 CAGLIARI-LIVORNO 2-2 0-1 Bakayoko (8.), 1-1 Ferri (12.), 2-1 Suazo (57.), 2-2 Danilevicius (61.). FIORENTINA-PARMA 1-0 1-0 Mutu (17.). MESSINA-REGGINA 2-0 1-0 Rigano (24.), 2-0 Rigano (85.). AC MILAN-ASCOLI 1-0 1-0 Jankulovski (68.). PALERMO-CATANIA 5-3 0-1 Corona (26.), 1-1 Tedesco (27.), 2-1 Simlic- io (47.), 2-2 Mascara (64.), 3-2 Corini (68.), 4-2 Amauri (74.), 5-2 Barzagli (80.), 5-3 Spinesi (93). AS ROMA-INTER 0-1 0-1 Crespo (44.). SAMPDORIA-UDINESE 3-3 0-1 Di Natale (4.), 0-2 Iaquinta (16.), 0-3 Asam- oah (43.), 1-3 Delvecchio (44.), 2-3 Volpi (68.), 3-3 Flachi (77.). TORINO-SIENA 1-2 0-1 Frick (4.), 0-2 Frick (35.), 1-2 Muzzi (40.). Norska bikarkeppnin FREDRIKSTAD-START 3-2 Jóhannes Harðarson var ekki í leikmannahópi Start. Sænska úrvalsdeildin HELSINGBORG-GEFLE 2-0 GAIS-HALMSTAD 1-4 Jóhann Guðmundsson var ekki í hópnum hjá GAIS. HÄCKEN-ELFSBORG 1-4 Ari Freyr Skúlason var ekki í hópnum hjá Häcken. DJURGÅRDEN-AIK SOLNA 0-1 Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgården en Sölvi Geir Ottesen var ekki í hópnum. STAÐAN AIK 19 11 6 2 35-17 39 ELFSBORG 19 9 9 1 35-17 36 IFK GAUTAB. 18 8 6 4 30-19 30 DJURGÅRDEN 19 8 6 5 22-16 30 KALMAR 18 9 2 7 26-19 29 HELSINGBORG 19 7 7 5 29-23 28 MALMÖ 18 8 4 6 30-25 28 HAMMARBY 19 9 3 6 29-25 27 GEFLE 19 6 5 8 19-28 23 GAIS 19 5 7 7 20-25 22 HALMSTAD 19 4 8 7 15-23 20 ÖRGRYTE 18 3 5 10 19-31 14 HÄCKEN 19 2 6 11 19-36 12 ÖSTERS 18 2 4 12 12-36 10 FÓTBOLTI Liverpool vann í gær 2-0 sigur á Newcastle í ensku úrvals- deildinni en mörk liðsins skoruðu Dirk Kuyt og Xabi Alonso. Sá síð- arnefndi var reyndar arkitektinn að marki þess fyrrnefnda en Kuyt kom heimamönnum yfir eftir fyr- irgjöf Steve Finnan. Alonso kláraði svo leikinn endanlega seint í síðari hálfleik er hann skor- aði með langskoti af eigin vallar- helmingi. Hann sá að Steve Harp- er markvörður var heldur framarlega í teignum og lét því vaða. Harper reyndi að komast fyrir skotið en rann og varð að sjá eftir boltanum í markið. Luis Gar- cia hafði reyndar skotið í stöng Newcastle-marksins skömmu fyrir mark Alonso og þá fékk Craig Bellamy gott marktækifæri fyrr í leiknum. Newcastle náði sér aldrei á strik og skapaði sér sjaldan góð marktækifæri fyrir framan mark Liverpool. Shola Ameobi krafðist reyndar tvívegis að vítaspyrna yrði dæmd á leikmenn Liverpool, í fyrra skiptið eftir viðskipti við Daniel Agger og það síðara eftir að Jamie Carragher átti að hafa handleikið knöttinn. - esá Liverpool vann 2-0 sigur á Newcastle í gær: Fyrsta mark Kuyt og glæsimark Alonso DIRK KUYT Skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Stjarnan varð í gær meistari meistaranna eftir 29-25 sigur á Fram. Stjarnan komst mest í tíu marka forystu í síðari hálfleik en gaf eftir á lokakaflanum. Elías Már Halldórsson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna í sínum fyrsta leik með félaginu en Jóhann Gunnar Einarsson var marka- hæstur Framara með sex mörk. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru sérstak- lega öflugir í varnarleiknum. Á fyrstu tíu mínútum leiksins kom- ust Stjörnumenn mest í sex marka forystu þrátt fyrir að hafa misnot- að tvö vítaköst. Varnarleikurinn hjá Fram var að sama skapi ekki upp á sitt besta. Konráð Olavsson og Patrekur Jóhannesson misnot- uðu vítin og eftir það síðara hrukku Framarar í gang og tókst að minnka muninn í tvö mörk. Leikmenn Stjörnunnar létu þó ekki slá sig út af laginu og voru drjúgir að stöðva sóknir Framara og uppskera hraðaupphlaups- mörk. Elías Már Halldórsson, sem hefur undanfarin ár leikið með HK, lét sitt ekki eftir liggja og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Stjarnan hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 17-13. Framarar söknuðu greinilega Sverre Jakobssonar en nýja varnarmanninum, Brjáni Brjáns- syni, óx þó ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Þó var mikið um klaufaleg mistök sem kostuðu Framara mörg ódýr mörk. Ólíkt upphafi fyrri hálfleiks gekk leikmönnum bölvanlega illa að skora í upphafi þess síðari. Aðeins þrjú mörk komu á fyrstu tíu mínútunum og skoruðu Íslands- meistararnir einungis eitt mark á fyrsta stundarfjórðungnum. Á þessum kafla gerðu Stjörnumenn út um leikinn og þó að Frammarar hafi klórað í bakkann í lokin var sigurinn aldrei í hættu. „Við vorum slakir í kvöld og áttum alls ekki skilið að vinna miðað við okkar spilamennsku í kvöld,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Fram. „Við vorum lélegir bæði í vörn og sókn og gerðum þar að auki mörg mis- tök. Þetta var orðið að eltingarleik og vorum við ekki tilbúnir í þenn- an leik að mínu mati,“ sagði Guð- mundur og neitaði því ekki að liðið saknaði Sverre Jakobssonar sem var óneitanlega besti varnarmað- ur deildarinnar í fyrra. Elías Már var funheitur í gær og skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum. Hann var besti maður vallarins ásamt Patreki Jóhannes- syni fyrirliða Stjörnunnar sem skoraði sjö mörk. „Ég gat ekki beðið um betri byrjun í Stjörnunni og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal í vetur. Og við ætlum okkur að berjast um titilinn í vetur enda eru kröfur í Garðabæ um það. Við höfum styrkt okkur hell- ing og eigum Tite inni þar að auki. Við verðum baneitraðir í vetur,“ sagði Elías Már. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is FYRIRLIÐINN Patrekur Jóhannesson kampakátur með bikarinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARK Volodimir Kybil skorar eitt þriggja marka sinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verðum baneitraðir í vetur Stjarnan vann meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi eftir sigur á Fram, 29-25, í Safa- mýrinni. Bikarmeistararnir hófu því leiktíðina á besta mögulega máta en Íslandsmeistararnir sakna greinilega Sverre Jakobssonar sárt. TÖLFRÆÐI LEIKSINS Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 6/5 (8/5), Stef- án Stefánsson 5 (7), Brjánn Brjánsson 3 (3), Rúnar Kárason 3 (6), Hjörtur Henriksson 2 (3), Sergey Serenko 2 (7), Sigfús Páll Sigfússon 2 (7), Þorri B. Gunnarsson 1 (1), Guðjón F. Drengsson 1 (2), Haraldur Þorvarðarson (2), Andri Haraldsson (5). Varin skot: Björgvin Gustavsson 16/3 (43/8), Björn Friðþjófsson 1 (2). Mörk Stjörnunnar: Elías Már Halldórsson 11 (13), Patrekur Jóhannesson 7 (9/1), Guðmundur Guð- mundsson 6/5 (8/6), Volodimir Kybil 3 (5), David Kekelia 1 (1), Björn Óli 1 (2). Varin skot: Roland Eradze 21 (49/5), Styrmir Sig- urðsson (1/1).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.