Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 94

Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 94
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR58 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 velta 6 í röð 8 hluti verkfæris 9 bókstafur 11 tveir eins 12 prumpa 14 eftirsjá 16 verslun 17 kæla 18 for 20 ónefndur 21 faðmlag. LÓÐRÉTT 1 viðlag 3 nafnorð 4 niðurstaða 5 kraftur 7 umorðun 10 samhliða 13 þrí 15 einn milljarðasti 16 hryggur 19 óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2 snúa, 6 tu, 8 orf, 9 emm, 11 ll, 12 freta, 14 iðrun, 16 bt, 17 ísa, 18 aur, 20 nn, 21 knús. LÓÐRÉTT: 1 stef, 3 no, 4 úrlausn, 5 afl, 7 umritun, 10 með, 13 trí, 15 nanó, 16 bak, 19 rú. 1 Thaksin Shinawatra. 2 Alcan. 3 Halldór Halldórsson eða Dóra DNA. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 Logi Bergmann sjónvarpsmaður vakti mikla athygli þegar hann kom á dögunum, flottari en nokkru sinni, brunandi til vinnu á vægast sagt frumlegum fararskjóta. Þetta er einhvers konar millistig reið- hjóls og mótorhjóls – reiðhjól með mótor – MoPed. „Þetta er Miele, sem flestir þekkja sem framleiðanda eldhús- tækja núna. Miele framleiddi mót- orhjól í gamla daga. Þetta hjól var búið til 1954,” segir Logi, sem hafn- ar því ekki að vera nokkur dellu- maður þegar flottir fararskjótar eru annars vegar. Hann hefur til dæmis átt þrjá Porsche-bíla. „Nú er ég hættur í þeirri deild. Nú er það bara hjólið,” segir Logi. Hann fann skemmtilega gamla auglýsingu fyrir Miele mótorreið- hjólið á veraldarvefnum en þar er einkum reynt að höfða til sveita- lækna í litlum þorpum. Þessi farar- skjóti sé alveg gráupplagður fyrir slíka. Og Loga. „Ég kemst alveg í svona 40 kíló- metra hraða. Hef náð 50 á góðum degi. En 40 kílómetra hraði er þægilegur ferðahraði á svona hjóli. Best að fara ekki of geyst.” Loga áskotnaðist þessi merki gripur nánast fyrir tilviljun fyrir um þremur árum. Þá var hjólið í algerum lamasessi, ryðgað og óökuhæft, en völundurinn Valur Hólm, tengdafaðir Loga, tók það upp á sína arma. Og gerði það upp, pússaði og sprautaði. Valur þekkir til því sjálfur átti hann mótor- reiðhjól í gamla daga – en þá voru slíkir gripir ekki eins fáséðir og er í dag. Logi segir Miele-hjólið sitt ein- göngu notað þegar vel viðrar og þá spari. Og þrætir ekki fyrir að hann veki nokkra athygli þar sem hann fer. „Jú, og margir vilja kaupa hjól- ið en það er ekki til sölu.” jakob@frettabladid.is KEMST UPP Í 50 Logi Bergmann Eiðsson segir að 40 kílómetra hraði sé þægilegur ferðahraði á Míele mótorreiðhjóli sínu en hann komist þó upp í 50 á góðum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MOPED Mótorreiðhjól Loga var framleitt árið 1954 og var markaðssett sem hentugur fararskjóti fyrir sveitalækna í litlum þorpum. Já, það er rétt, ég hætti hér í næsta mánuði,“ segir Kristján Bjarki Jónasson, þróunarstjóri Eddu, sem er á förum frá forlaginu. Hann er hins vegar ófáanlegur til að gefa nokkuð upp um ástæður brotthvarfs síns. „Það eru alltaf ástæður fyrir öllu en ekkert sem ég vil ræða opinberlega við fjöl- miðla.“ Kristján, sem er bók- menntafræðingur að mennt, kveð- ur forlagið eftir margra ára starf, þau síðustu sem þróunarstjóri fyr- irtækisins. Áður en hann hættir ætlar Kristján að klára þær bækur sem hann hefur undir höndum, ganga frá þeim til prentunar og horfa á eftir þeim í jólabókaflóðið. „Ég geri ráð fyrir að vera að vera búinn að því seint í næsta mánuði og eftir það hætti ég.“ Hann kveðst ætla að byrja á því að taka sér frí og sinna sínum málum. Spurður hvort hann ætli sjálfur að snúa sér að skriftum segist Kristján ekki hafa hugsað svo langt. „Ég ætla að byrja á því að sinna ýmsum málum. Svo kemur framhaldið bara í ljós.“ - bs Skilinn við Eddu KRISTJÁN BJARKI Gefur ekki upp hvers vegna hann hættir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Fyrir hornið… Raunveruleikaþátturinn KF Nörd hóf göngu sína á Sýn fyrir ekki margt löngu og hefur hlotið ágætis viðtökur sjón- varpsáhorfenda. Í þætti kvöldsins reyna strákarnir fyrir sér á nýjum vettvangi en eins og öllum „frægum“ liðum sæmir verður KF Nörd að hafa sitt einkennislag. Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson var fenginn til að semja þetta lag fyrir nirð- ina og þegar Fréttablaðið náði tali af tónlistarmannnin- um var hann á fullu við upptökur á nýjustu plötu Todmobile. „Þetta gekk alveg bölvanlega,“ segir Þorvaldur. „Alveg hrikalega erfitt að semja svona létt dúr-lög sem allir eiga að geta sungið með,“ heldur lagasmiðurinn áfram. „Vignir Snær Vigfússon var mér innan handar og lamdi hausnum við vegg reglulega en svo fórum við að glamra eitthvað og þá kom þetta,“ útskýrir Þor- valdur og segist ekki hafa legið yfir vinsælum „íþróttalögum“ á borð við Við erum KR eftir Bubba Morthens eða Vi er røde, vi er hvide en það var einkennislag danska landsliðsins sem sló í gegn árið 1986. Andrea Gylfadóttir, samstarfskona Þorvaldar í Todmobile, samdi textann við lagið og sagðist hún nú hafa smá innsýn inn í heim knattspyrnunnar. „Ég bjó nú á Akranesi í tíu ár,“ segir hún. „Og það er allt opið þegar kemur að texta- gerð,“ útskýrir söngkon- an en til gamans má geta að Andrea var valin markmaður Rock Cup keppninn- ar árið 1995 enda fékk hún ekki mark á sig þá um árið. - fgg Gekk bölvanlega að semja lag fyrir KF Nörd ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON Samdi lag knatt- spyrnuliðsins KF Nörd sem frumsýnt verður í þætti kvöldsins. ANDREA GYLFA- DÓTTIR Á heiðurinn af textanum en hún var valin mark- maður Rock Cup árið 1995. HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR Syngur lagið með knatt- spyrnuliðinu KF Nörd. ... fá Elísa Wium og samtökin Vímalaus æska fyrir framlag sitt í þágu vímefnavarna í tuttugu ár en samtökin héldu upp á afmælið í gær. Fjölmiðlar gera sér enn mat úr ævintýrum Magna Ásgeirssonar vestur í Bandaríkjunum, þótt þeim sé lokið í bili að minnsta kosti. Í Viðskiptablaðinu má lesa grein um hverjir græddu mest á Rock Star: Supernova, þar sem fram kemur að líklega hafi Magni ekki fengið annað fyrir sinn snúð en vasapeninga, reynslu og mögulega frægð. Hall- grímur Thorsteinsson, fréttamaður á NFS, þykist þó vita að þetta sé ekki rétt og fullyrti á Fréttavaktinni í gærmorgun að Magni hefði fengið meira en 700 þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þessu hafði Hallgrímur allavega heyrt fleygt og þótti þessi virði að hafa eftir, þó án ábyrgðar eins og hann tók skýrt fram. Erpur Eyvindarson, rappari með meiru, fagnaði 29 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Erpur bauð helstu vinum og kunningjum til veislu á skemmtistaðnum Pravda og afmælisveislan var með rússnesku þema, eins og hæfir nafni skemmti- staðarins. Á boðskorti fyrir veisluna hafði Erpur klippt mynd af sjálfum sér inn á fræga mynd af Lenín og þar fengu boðsgestir einnig þau vinsamlegu tilmæli að mæta með gjöf, „eða farðu í gúlag“ eins og það var orðað. Á boðstólum í afmælinu var svo sterkt áfengi sem eingöngu mátti neyta úr staupglösum. Sjónvarpsstjarnan Jóhanna Vil- hjálmsdóttir hefur nú um hríð verið orðuð við prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna komandi alþingis- kosninga. Flokksmenn eru nú með böggum hildar vegna skorts á konum sem gefa kost á sér og hafa menn horft vonaraugum til hinnar skeleggu Jóhönnu, sem lengi hefur verið í flokknum og er aukinheldur dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar borgarstjóra. Jóhanna mun hins vegar ekki vera á leið í pólitíkina að svo stöddu og unir hag sínum vel í Kastljós- inu, þar sem hún hefur líklega meiri áhrif en óbreyttur þingmaður. LOGI BERGMANN EIÐSSON: VEKUR ATHYGLI Á MÓTORREIÐHJÓLI FRÁ 1954 Frumlegur og flottur fararskjóti Loga Bergmanns ���� ����������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� ������������� ��� ���������� ��� ��������� �� � ����������� � ���� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� ������������� ��� ��������� ��� ��������� �� � �������� �� �� � ������� ����� � � ���� ����� �� ���� ��� � � ���������� ������� � � ���� �� � �� �� � �� ��

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.