Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 8

Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 8
8 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI DRESDEN, FRÉTTABLAÐIÐ Morðið á blaðamanninum Önnu Politkov- skaju í Moskvu á laugardag varp- aði skugga á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Dresden í Saxlandi í gær. Leið- togarnir hittust þar í tilefni af sjötta tvíhliða samráðsfundi Þjóð- verja og Rússa, en þetta reglulega samráð er kennt við Pétursborg og er ætlað að efla pólitísk, viðskipta- og menningarleg tengsl milli stór- þjóðanna tveggja. Morðið á blaðamanninum Polit- kovskaju, sem var þekkt fyrir gagnrýna umfjöllun um stríðs- reksturinn í Tsjetsjeníu, hefur beint athygli umheimsins að því hvernig Pútín-stjórnin hefur þrengt að prentfrelsi í Rússlandi og jók mjög þrýstinginn á Merkel að gera mannréttindi í Rússlandi að umræðuefni á fundinum. Fyrir fundinn lét þýski innan- ríkisráðherrann Wolfgang Schäuble hafa eftir sér að Merkel hefði „bundið enda á þá öfugsnúnu stefnu Schröders [fyrirrennara Merkel] að láta sem við [Þjóðverjar] ættum ekki í betri tengslum við nokkurt land annað en Rússland.“ Frá Dresden heldur Pútín í opin- bera heimsókn til Bæjaralands. Í heimsókninni mun Pútín bjóða þýskum iðnfyrirtækjum til sam- starfs; þau fái forgangsrétt að rússneska markaðnum gegn því að rússnesk (ríkis-)fyrirtæki fái að fjárfesta í þeim. - aa Pútín Rússlandsforseti hitti Merkel kanslara í Dresden: Leiðtogafundur í skugga morðs LAGANNA VERÐIR Lögreglufylgd Pútíns í gær fyrir utan hótelið í Dresden sem forset- inn og fylgdarlið gisti í. Gríðarleg öryggisgæsla var í kringum heimsóknina. Stækkaðu við þig fyrir aðeins 1.990.000 kr. �������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� ������� ���������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������������������������ ����� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. �������� ����������������������� ��������������������������������������������������� ��������������������������� ������������������������������������ ������ �������������������������������������������������������������������� HAUST TILBOÐ Á VECTRA ELEGANCE DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri, sem grunuð er um að hafa átt stóran þátt í skipulagningu á smygli tæp- lega tveggja kílóa af kókaíni hing- að til lands, hefur verið dæmd í Hæstarétti í áframhaldandi gæslu- varðhald til 16. nóvember. Hæsti- réttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Efnin voru tekin í farangri stúlku innan við tvítugt í Leifsstöð 9. ágúst. Í för með henni var karl- maður, sem var handtekinn í flug- stöðinni eftir að hann hafði farið í gegnum hlið tollgæslunnar. Þau voru að koma frá Spáni. Í kjölfarið voru svo þrír aðrir, þar á meðal sú sem á ráðin hafði lagt, handteknir. Stúlkan reyndist vera burðardýr og var henni fljótlega sleppt, eftir að hennar þáttur í málinu taldist upplýstur. Maðurinn sem kom með henni til landsins, svo og ofangreind kona, eru þau einu sem enn sitja inni vegna málsins. Í greinargerð lögreglu til héraðs- dóms segir meðal annars að konan hafi játað þátttöku sína í smyglinu, sem hún segir tilkomna vegna þess að hún skuldi manni, sem hún hefur ekki viljað nefna, peninga vegna fíkniefnaviðskipta. Hún er sú eina af fimmmenningunum sem handteknir voru sem áður hefur komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota. - jss HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð um gæsluvarðhald yfir konu á þrítugsaldri: Skipulagði stórfellt smygl 1 Hver eru eftirlætis bítlalög borgarstjóra Reykjavíkur? 2 Hvenær verður matarskattur lækkaður? 3 Hvað þýddi orðið limbó upp- haflega í kaþólskri kenningu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 LÖGREGLUMÁL Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bifreið sem þeir óku valt á Holtavörðuheiðinni seint á mánudagskvöld. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í Borgarnesi var bifreiðin á lélegum sumardekkjum og misstu mennirnir vald á henni, en mikil hálka og vindur var á heiðinni. Bifreiðin valt út fyrir veg og niður háan kant. Hún er gjörónýt. Sjúkrabíll og læknir voru kallaðir á staðinn en mennirnir reyndust eins og fyrr segir ómeiddir. Lögreglan beinir því til ökumanna að fara varlega í umferðinni því á þessum árstíma geti verið hált víða. - þsj Bílvelta á Holtavörðuheiði: Valt í mikilli hálku og vindi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.