Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 4
4 29. október 2006 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, hlaut tæp 96 pró- sent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann var hæstánægð- ur með eigin kosningu. „Það getur enginn maður verið vanþakklátur sem fær yfir 90 prósent atkvæða í svona kosningu og ég er mjög þakklátur fyrir þetta traust.“ Geir les ekki annað úr niður- stöðum baráttunnar um annað sætið en að hörð barátta hafi verið milli þriggja manna. „Einn hlaut að vinna sigur en ég tel ekki að þetta sér sérstakt áfall fyrir þá sem ekki náðu þessu sæti. Allt eru þetta örugg þingsæti og forystu- sæti í okkar baráttu fyrir næstu kosningar.“ Hann segir að í heild séu niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það eru fimm konur í tólf efstu sætunum, þarna kemur inn nýtt fólk í nokkrum mæli sem bætist við þá miklu þingreynslu sem við höfum og þingmennirnir eru að fá góða útkomu myndi ég segja.“ Guðfinna Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson hlutu bæði góða kosn- ingu og höfnuðu ofar en fjórir þingmenn flokksins. Geir segir Guðfinnu fá í raun ótrúlega góða kosningu miðað við að hún sé ný í stjórnmálum. „Þetta er sjaldgæft fyrir manneskju sem ekki hefur haft afskipti af stjórnmálum en hún hefur getið sér gott orð á öðrum vettvangi. Illugi kemur líka sterkur inn en hann hefur auðvit- að verið viðriðinn stjórnmálin lengi.“ Og Geir horfir bjartsýnn til kosninganna í vor. „Listinn á að skila okkur mjög góðum úrslitum og við eigum að stefna að því að sæti ellefu og tólf verði okkar bar- áttusæti.“ bjorn@frettabladid.is GENGIÐ 27.10.2006 F í t o n / S Í A GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,7107 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,73 68,05 128,06 128,68 85,82 86,30 11,511 11,579 10,329 10,389 9,301 9,355 0,5708 0,5742 100,02 100,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR 1. sæti Geir H. Haarde 2. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson 3. sæti Björn Bjarnason 4. sæti Guðfinna S. Bjarnadóttir 5. sæti Illugi Gunnarsson 6. sæti Pétur Blöndal 7. sæti Ásta Möller 8. sæti Sigurður Kári Kristjánsson 9. sæti Birgir Ármannsson 10. sæti Sigríður Á. Andersen 11. sæti Dögg Pálsdóttir 12. sæti Grazyna M. Okuniewska Listinn miðast við stöðuna þegar búið var að telja 8.500 atkvæði af um 10 þús. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins Ellefta og tólfta sæti verða baráttusætin Konur höfnuðu í þremur af tíu efstu sætum prófkjörs Sjálfstæðisflokksins. Þrír nýir frambjóðendur eru meðal tíu efstu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna eiga að skila flokknum góðum úrslitum í kosningunum í vor. SPÁÐ Í ÚRSLITIN Geir H. Haarde, Ásta Möller og Dögg Pálsdóttir skoða hér nýjustu tölur sem voru kynntar á hálftíma fresti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég hækka mig miðað við prófkjörið fyrir fjórum árum og get auðvitað ekki verið annað en ánægður með það,“ segir Birgir Ármannsson alþingismað- ur. „Þetta er ágæt kosning út af fyrir sig, en en ég sóttist eftir að komast hærra. Samkeppnin var hörð og inn var að koma nýtt fólk sem er þekkt af störf- um sínum á öðrum vettvangi. Það er í sjálfu sér fagnaðar- efni að fá það fólk sterkt inn og ég held að þetta verði sterkur listi þegar á hólminn er kom- inn,“ segir Birgir. Ágæt kosning „Ég er afskaplega sáttur við mína stöðu og mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. Ég er stoltur af þeim lista sem mér sýnist vera að koma út úr þessu prófkjöri. Ég held þetta sé mjög öflugur listi sem muni ná góðum árangri í kosningunum í vor.“ Illugi segir að fyrirséð hafi verið að hart yrði tekist á í prófkjörinu. „Þarna voru margir að sækja í efstu sætin í þessu prófkjöri og því auðvitað tekist á. En nú einhendum við okkur í að undirbúa kosningarnar í vor.“ Afskaplega sáttur „Þetta eru vissulega ákveðin von- brigði, en maður hlítir að sjálfsögðu vilja kjósenda,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður. „Við höldum prófkjör til að fá fram vilja sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta er góður listi og ég kvíði ekki kosningunum.“ „Ég sé ekki ástæðu til annars en að taka þetta sæti. Kannski hefur aðferð mín að hringja ekki í fólk ekki átt upp á pallborðið, en ég breyti varla mínum aðferðum, mér finnst asnalegt að hringja í fólk. Það er ekki mjög málefnalegt.“ Ákveðin vonbrigði Sigurður Kári Kristjánsson segir það ákveðin vonbrigði að lenda í áttunda sætinu, en hann stefndi á það fjórða. „En ég gerði auðvit- að ráð fyrir því að ég gæti lent í neðra sæti, enda er ég langyngst- ur þarna, þótt ég hafi setið í fjögur ár inni á þingi. Ég held samt sem áður að listinn sé góður og það er engan bilbug á mér að finna,“ sagði Sigurður. „Ég er auðvitað mjög þakklátur þeim fjöl- mörgu sem studdu mig.“ Aðspurður um hvað komi honum mest á óvart við úrslitin nefndi hann fyrst árangur Guðlaugs Þórs. „Það eru merkileg pólitísk tíðindi að Guðlaugur Þór skuli hafa náð öðru sætinu.“ Góður listi „Það var hörð barátta í öðru og þriðja sætinu og ég er að ná nokkuð góðri niðurstöðu,“ segir Ásta og bendir á að átta hafi sóst eftir efstu þremur sætunum. Ásta segir stöðu kvenna á listanum sterka nú þegar þrjár konur eru meðal tíu efstu. Ásta segir Guðlaug koma mjög sterkan út úr prófkjörinu. „Þarna er öfl- ugur stjórnmálamaður sem fólk telur til alls líklegan. Björn er sterkur stjórn- málamaður en hann hefur sjálfur sagst vera á leiðinni út. Kannski hefur hann goldið þess og fólk því horft á Guðlaug sem framtíðarstjórnmálamanninn.“ Staða kvenna sterk VIÐBRÖGÐ FRAMBJÓÐANDAVIÐBRÖGÐ FRAMBJÓÐANDA „Ég er mjög ánægð með þennan árangur, að sjálfstæðismenn skuli treysta mér, ungri konu í framboði, fyrir þessu sæti sem við lítum á sem öruggt þingsæti í vor.“ Sigríður segist ánægð með að vera þriðji nýliðinn inn af öllum þeim nýju fram- bjóðendum sem tóku þátt. „Árangur Guðfinnu er glæsilegur og sýnir að menn hafa miklar vænt- ingar til hennar. Öruggt þingsæti STJÓRNMÁL Viðbrögð Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektors Háskólans í Reykjavík, við úrslitum próf- kjörsins voru allt í senn undrun, þakklæti og ánægja. „Mér hefur gengið vel í atvinnulífinu og kannski vita margir af mér þaðan,“ svarar hún aðspurð um ástæður þessa góða gengis. Hún vill þó ekki útiloka að það hafi haft sitt að segja að hún er kona. „Það hlýtur að koma til álita en ég vil samt standa og falla með fyrri verkum.“ Guðfinna segir að framboðs- listi flokksins sé mjög sterkur og hún hlakkar til að fá að þjóna þjóðinni og Sjálfstæðisflokknum. Góður árangur Guðfinnu í prófkjörinu er athyglisverður í því ljósi að þetta er í fyrsta skipti sem hún gefur sig að pólitísku starfi og gekk hún nýlega í Sjálf- stæðisflokkinn. Guðfinna segist ekki hafa talið það við hæfi að vera í stjórnmálaflokki samtímis því að stýra Háskólanum í Reykjavík. Guðfinna segir hjarta sitt þó alltaf hafa slegið með Sjálfstæð- isflokknum. „Það eru grundvall- argildi í flokknum sem hafa allt- af hugnast mér vel þannig að ég hef verið sjálfstæðismaður frá blautu barnsbeini.“ - bþs Guðfinna S. Bjarnadóttir segir árangur sinn í prófkjörinu í raun ótrúlega góðan: Undrandi, þakklát og ánægð með úrslitin GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR Útilokar ekki að það hafi skipt máli að hún er kona en vill standa og falla með fyrri verkum. Guðfinna hefur ekki tekið þátt í pólitísku starfi fyrr og er nýgengin í Sjálfstæðisflokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.