Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 6
6 29. október 2006 SUNNUDAGUR KJÖRKASSINN Hefur þú keyrt bíl undir áhrif- um áfengis? Já 57,6% Nei 42,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Tókst þú þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík? Segðu skoðun þína á visir.is VINNUMARKAÐUR Eiður Eiríkur Baldvinsson, tengiliður starfs- mannaleigunnar 2b ehf., sagði í vitnaleiðslum, fyrir Héraðsdómi Austurlands í lok september, að Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður á Kárahnjúkum, hefði lagt til að starfsmannaleigan 2b bæri á hann fé til að fá starfsfrið á Kára- hnjúkum. Oddur Friðriksson hafnar þess- um ásökunum alfarið og segir að andlitið hafi dottið af sér þegar hann hafi heyrt þetta í réttinum. „Þetta eru tilhæfulausar ásakan- ir,“ segir hann og kveðst vera að skoða sína stöðu í samráði við lög- mann. „Ég gaf skýrt til kynna að þetta væri bara þvæla en að ég áskildi mér jafnframt rétt til að ganga lengra í þessu máli. Ég mun grípa til viðeigandi ráðstafana og læt lögmanninn um að ákveða það. Ég ætla að fá að halda því fyrir mig í augnablikinu hvað það verður nákvæmlega,“ segir hann. Sverrir Albertsson, fram- kvæmdastjóri Afls starfsgreina- félags, segir að samstarfsnefnd verkalýðshreyfingarinnar hafi tekið málið fyrir og líti það alvar- legum augum. Ákveðið hafi verið að rasa ekki um ráð fram og skoða málið vel áður en ákveðið verði til hvaða aðgerða verði gripið. „Nefndin á eftir að taka form- lega ákvörðun um hvaða skref verður stigið næst en ég held að við hljótum að óska eftir rannsókn á þessum ummælum. Þetta eru alvarlegustu ásakanir sem hægt er að bera fram á trúnaðarmann verkalýðsfélags og verkalýðs- hreyfingin getur á engan hátt setið undir þessu,“ segir hann. Sverrir bendir á að ásakanirnar komi frá manni sem hafi verið uppvís að því að hlunnfara og féfletta erlenda verkamenn. „Menn blása á þetta. Þetta er róg- burður af verstu tegund.“ Vitnisburður Eiðs er til kominn vegna innheimtumáls Afls á van- goldnum launagreiðslum til hátt í tuttugu pólskra starfsmanna starfsmannaleigunnar 2b á Kára- hnjúkum í fyrra. Verkalýðshreyf- ingin taldi að mennirnir hefðu ekki fengið launin sín greidd í samræmi við samningsbundin réttindi og að starfsmannaleigan hefði virst halda eftir launum án þess að fyrir lægi skriflegur samn- ingur. Vitnaleiðslur hafa farið fram í innheimtumálinu gegn 2b og er búist við að dómur verði kveðinn upp í næstu viku. ghs@frettabladid.is EIÐUR E. BALDVINSSON, TENGI- LIÐUR 2B Eiður E. Baldvinsson, tengiliður 2b, sagði fyrir héraðs- dómi að Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður hefði viljað fá greiðslu fyrir starfsfrið á Kára- hnjúkum. ODDUR FRIÐRIKSSON YFIRTRÚN- AÐARMAÐUR Yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, Oddur Friðriks- son, var sakaður um mútuþægni í vitnisburði fyrir Héraðsdómi Austurlands í lok september. Málið verður rannsakað. Ásakanir um mútu- þægni í héraðsdómi Yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum hefur verið sakaður um mútuþægni gegn því að fyrirtæki fái starfsfrið. „Tilhæfulausar ásakanir,“ segir hann. Verkalýðs- hreyfingin getur ekki setið undir þessu og mun láta rannsókn fara fram. TÓNLEIKAR Karlakórinn Fóstbræð- ur stóð fyrir hátíðartónleikum í til- efni af 90 ára afmæli kórsins í gær. Yfirskrift tónleikanna var Brennið þið vitar en lagið, eftir Pál Ísólfs- son, frumflutti kórinn á Alþingis- hátíðinni árið 1930. Árni Harðarson, kórstjórnandi, var að vonum hæstánægður á afmælisdeginum og sagði tónleik- ana einn af hápunktunum á hans 15 ára ferli sem kórstjórnandi Fóstbræðra. „Fóstbræður hafa komið við sögu á ýmsum hátíðis- stundum þjóðarinnar eins og Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveld- ishátíðinni 1944 og nú fær þjóðin að vera viðstödd hátíðisstund hjá okkur,“ sagði Árni rétt fyrir tón- leikana. Á tónleikunum sungu Fóstbræð- ur lög sem spönnuðu sögu kórsins við undirleik Sinfóníuhljómsveit Íslands. Frumflutt var tónverk Áskels Mássonar við kvæði úr ljóðaflokki Hannesar Péturssonar. Kórinn flutti einnig tónverk Gustavs Holst sem hafa ekki heyrst áður á tónleikum hérlendis og lagið Army of me eftir Björk. Karlakórinn Fóstbræður hefur lengi verið fremstur á sínu sviði og fóru áhorfendur ekki varhluta af því í gær. - jóa Vel heppnaðir afmælistónleikar í Háskólabíói: Karlakórinn Fóstbræður níræður BRENNIÐ ÞIÐ VITAR Fóstbræður komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á 90 ára afmælistónleikum í Háskólabíói í gær. Fóstbræður sungu af lífi og sál við góðar undirtektir kórunnenda í salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN UMFERÐ Á milli 40 og 45 tonn af grjóti féllu á veginn í Óshlíð rétt innan við Óshólavita í miklum skriðum seinnipart föstudags. Engir vegfarendur voru á ferð þegar skriðurnar féllu. Fyrsta skriðan féll um klukkan hálf fimm og svo önnur hálftíma síðar. Er talið að um 20 til 25 tonn af grjóti hafi fallið í þeim skriðum að sögn lögreglunnar í Bolungar- vík en mikil rigning var á svæð- inu. Þriðja skriðan féll síðan klukkan tíu um kvöldið. Fóru þá tvö tíu tonna grjót yfir veginn og brutu vegrið. Vegurinn var ruddur í þrígang til að greiða fyrir umferð og tálm- ar settir upp til að þrengja veginn á svæðinu. Við slíkar aðstæður er einungis leitast við að halda vegin- um opnum og aðeins unnið við það í björtu að sögn Guðmundar Björg- vinssonar, starfsmanns hjá Vega- gerðinni. „Og það er alltaf staðin vakt af manni sem fylgist með meðan verið er að moka í burtu. Á mánudaginn verður síðan farið í að hreinsa skriðurnar í burtu.“ Guðmundur segir ekki óalgengt að skemmdir verði á bílum vegna grjóthruns í Óshlíðinni og verði þær aðallega vegna þess að fólk ekur á grjót sem fallið hefur á veginn. En slys hafa ekki orðið á fólki í marga áratugi. „Maður er eiginlega hissa hvað við sleppum vel. Menn keyra þetta viðstöðu- laust og eru ekkert að stoppa að gamni sínu.“ - sdg Hætta skapaðist á veginum milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur vegna grjóthruns: Tugir tonna af grjóti féllu í Óshlíðinni GRJÓTSKRIÐAN VIÐ VEGINN Svipað magn af grjóti féll á sama stað í vorleysingunum, að sögn Guðmundar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.