Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 12
 29. október 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1863 Alþjóða Rauði krossinn er stofnaður. 1919 Alþýðublaðið kemur út í fyrsta sinn. Útgáfunni var hætt 1997. 1922 Elliheimili tekur til starfa í húsinu Grund við Kapla- skjólsveg. 1925 Íslenskir einnar og tveggja krónu peningar eru settir í umferð. 1929 Verðbréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hrynur. Dagurinn hefur verið nefndur svarti þriðjudag- urinn. 1975 Stjórnartíð Francos hers- höfðinga á Spáni lýkur. 1998 Hinn 77 ára gamli öld- ungadeildarþingmaður John Glenn heldur út í geim í annað sinn á ævinni. EINAR ÖRN BENEDIKTSSON TÓNLISTARMAÐUR ER 44 ÁRA Amstur dagsins getur verið hektískt og brjálað en það á sín rólegu móment á milli. Þau koma reyndar helst í svefni þannig að ef maður sefur ekki vel þá er maður í vondum málum. Á þessum degi árið 1618 var Sir Walter Raleigh hálshöggvinn. Raleigh var enskur ævin- týramaður, rithöfundur og ekki síst frægur fyrir að vera uppáhaldshirðmaður Elísabetar fyrstu Englands- drottningar. Á valdatíma hennar fór Raleigh fyrir þremur könnunarleið- öngrum til Ameríku þar sem hann kom á fót fyrstu ensku byggðinni árið 1587. Þegar hann sneri aftur féll hann í ónáð drottningar vegna leynilegs hjónabands síns við Bessy Throckmorton sem hafði verið ein af brúðarmeyjum drottningar. Raleigh og eiginkona hans voru fang- elsuð í Tower of London. Hann gat þó keypt þau laus og hélt sig fjarri hinni öfundsjúku drottningu eftirleiðis. Þegar Elísabet lést árið 1603 var Raleigh talinn ógna Jakobi I konungi og var þar af leiðandi fang- elsaður á ný og dæmdur til dauða. Hann slapp þó með skrekkinn, hlaut lausn og leiddi enn einn leið- angurinn til Ameríku. Þar sem áform hans um að finna gull fóru í vaskinn var dauðadómur hans endur- nýjaður við heimkomuna. ÞETTA GERÐIST: 29. OKTÓBER 1618 Raleigh gerður höfðinu styttri Okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Borghildar Ásgeirsdóttur áður til heimilis að Blikahólum 2, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík, sunnudaginn 8. okt- óber. Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfsfólki á hjúkrunardeild F-2 fyrir hlýja og góða umönnun. Reynir Ásgeirsson Björg Rósa Thomassen Baldur Gunnarsson Gunnhildur Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, Jósafats Sigurðssonar frá Siglufirði, Eyjabakka 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-heim- ilisins Sóltúns fyrir góða umönnun. Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir Jónsteinn Jónsson Sigurður Gunnar Jósafatsson Ingigerður Baldursdóttir Elenóra Margrét Jósafatsdóttir Sigurður H. Ingimarsson Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir Þorkell V. Þorsteinsson Örn Einarsson Steinþóra Sumarliðadóttir Stella Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 80 ára afmæli Karitas Finnbogadóttir er 80 ára í dag 29. október. Innilega til haming ju með daginn. Þín fjölskylda. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur ����������������������������������������� ����������������������� ������������� ���� �� ����� ��������� ����� ���������� LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þorbjargar Bjarnadóttur Þakkir til starfsfólks á Droplaugarstöðum, á Landspítala og til annarra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Elsa Þ. Axelsdóttir Pálmi Ólason Björk Axelsdóttir Jón S. Pálsson Þyri Axelsdóttir Ásgeir L. Guðnason Davíð Axelsson Selma K. Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Matthías Jónsson frá Lækjarbotnum, til heimilis að Hæðargarði 33, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. október kl. 13.00. Inga Ísaksdóttir Friðrik Axel Þorsteinsson Helga Þ. Einarsdóttir Steinunn Jóna Matthíasdóttir Ísak Jakob Matthíasson Hulda Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Gíslason fyrrverandi verslunarmaður, Hvassaleiti 56, sem lést á Droplaugarstöðum 23. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 30. okt. kl. 15.00. Ingibjörg Níelsdóttir Kristinn Gíslason Auður Björg Sigurjónsdóttir Halldóra Gísladóttir Reynir Ragnarsson Kjartan Gíslason Ólöf S. Jónsdóttir Óskar Gíslason Heiða Waage Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hjörleifur Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Bjarna Jónatanssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-6 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun. Sævar Jóhann Bjarnason Katrín Bjarnadóttir Guðmundur Guðmundsson Soffía Jóna Bjarnadóttir Guðlaugur Ómar Leifsson Agnes Helga Bjarnadóttir Róbert Lee Tómasson barnabörn og barnabarnabörn Dómkirkjan í Reykjavík fagnar 210 ára vígsluafmæli í dag en hún var vígð þann 30. október árið 1796. Að sögn séra Hjálmars Jónssonar verður töluvert haft við í kirkjunni í dag og næstu vikur í tilefni afmælisins. „Það er hátíðar- guðsþjónusta í dag þar sem biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, prédikar. Dómkórinn mun flytja Messu Moz- arts ásamt þeim Hallveigu Rúnarsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Snorra Wium og Bergþóri Pálssyni, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar organista,“ segir Hjálmar sem mun þjóna fyrir altari auk annarra þjónandi presta Dómkirkjunnar og vígslubiskupa Skálholts og Hóla. „Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust um helgina og standa til 17. nóvember en þá verða hinir ýmsu tónlistarvið- burðir í kirkjunni. Einn af hápunktum Tónlistardaganna er flutningur Dómkórsins á Missa Choralis eftir Liszt í Hall- grímskirkju,“ segir Hjálmar. Dómkirkjan er að auka talsvert miðborgarstarf sitt og er nú verið að undirbúa kvöldkirkju sem verður eitt til tvö kvöld í viku. „Þar verða bænastundir og lágstemmd tónlist auk þess sem hægt verður að ræða einslega við prest og leggja fram bænarefni,“ segir séra Hjálmar Jónsson, Dóm- kirkjuprestur. DÓMKIRKJAN 210 ÁRA: AFMÆLISHÁTÍÐ Í KIRKJUNNI Tónlistin í hávegum höfð SÉRA HJÁLMAR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR Hjálmar segir Dóm- kirkjuna vera að auka verulega miðborgarstarfið, meðal annars með svokallaðri kvöldkirkju þar sem flutt verður tónlist í bland við bæna- stundir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.