Fréttablaðið - 29.10.2006, Page 16

Fréttablaðið - 29.10.2006, Page 16
 29. október 2006 SUNNUDAGUR16 E yrún hefur starfað á neyðarmóttöku vegna nauðgana allt frá stofnun hennar árið 1993. Hún segir að sér sýnist sem aukning hafi orðið í málum þar sem ókunn- ugir menn ráðast að konum í mið- borginni um helgar á síðustu 2-3 árum. „Við sjáum að þetta er alltaf að aukast. Þá eru jafnvel tveir til þrír saman í hóp. Þótt þeir taki ekki allir beinan þátt í nauðgun- inni þá eru þeir allir óbeinir þátt- takendur. Oft taka þeir líka beinan þátt með því að halda fórnarlamb- inu eða aðstoða á annan hátt við nauðgunina.“ Stutt í ofbeldishneigð- ina Aðspurð um hvað valdi þessari aukningu segir Eyrún það ekki hlut- verk neyðarmóttöku að skilgreina hvað valdi en að hana gruni að óhóf- leg notkun á áfengi og fíkniefnum spili þar stóra rullu. „Fólk er náttúrulega að skemmta sér langt fram eftir nóttu og dómgreindin minnkar við mikla drykkju eða neyslu jafnvel harðari efna. Þá er einfaldlega mjög stutt í ofbeldishneigð- ina. Menn verða hvat- vísir og þráðurinn í þeim styttist. Það þarf oft mjög lítið til þess að hleypa af stað nauðgun. Konur segjast kannski ekki nenna að tala við einhvern eða biðja þá um að láta sig í friði. En við getum ekki skil- greint hvað það er sem fær þá til að fram- kvæma svo alvarlegt ofbeldisverk. Við skilj- um þetta ekki frekar en aðrir.“ Höfða til samborgaralegrar ábyrgðar Eyrún telur ekki að til séu neinar skyndilausnir til að vinna gegn því þjóðfélagsmeini sem nauð- ganir eru. „Það er fyrst og fremst að höfða til samborgaralegrar ábyrgðar. Að fólk láti það ekki afskiptalaust ef það verður vitni af því að verið sé að áreita fólk eða jafnvel ráðast á það. Það á að skipta sér af því. Ef konur eru mikið drukknar eða illa til reika þá eiga vinir og aðrir í kringum viðkomandi að láta sig það varða og koma í veg fyrir að hún sé að fara með einhverjum afsíðis.“ Allt eftirlit til bóta Eftirlit skiptir miklu máli að sögn Eyrún- ar. „Líkt og lögregla og borgaryfirvöld hafa verið að nefna þá verða hugsanlega settar upp fleiri eft- irlitsmyndavélar. Við vitum að mál hafa verið upplýst vegna þess að myndavélarnar hafa gert sitt gagn. Þar má nefna myndavél- ar inni á skemmti- stöðunum þar sem fyrstu kynnin eiga sér oft á tíðum stað.“ Hún telur betri lýsingu á hættuleg- um svæðum og sýni- lega löggæslu líka til mikilla bóta. „Fólk er þúsundum saman í miðborginni um helgar. Stór hluti þess fólks er ekki með dómgreind sína í lagi vegna þess að það er undir áhrifum áfengis. Fólk tekur því sénsa og gerir eitthvað sem það hefði hugsanlega ekki gert edrú. En samstarf okkar við lögreglu er gott og hún er mjög ábyrgðarfull við að koma með fólk á neyðarmóttökuna ef það er minnsti grunur um kyn- ferðisafbrot. Það skiptir miklu máli að hafa lögregluna í námunda. Bara það að lögreglu- bílar séu sýnilegir svo að fólk sem er í vanda geti leitað til þeirra skiptir sköpum.“ Karlmenn oftast gerendur Eyrún segir að þær nauðganir sem komi inn á borð neyðarmóttökunn- ar séu nánast undantekningar- laust framdar af karlmönnum. „Þetta eru nánast eingöngu brot karlmanna gegn konum. Við fáum frá einum upp í sex karlmenn á ári til okkar og þá eru gerendurnir eiginlega alltaf karlmenn. Einung- is tvö af þeim 1.405 málum sem hafa komið inn á borð neyðarmót- tökunnar frá upphafi eru þannig að karlmenn telji sig hafa orðið fyrir ofbeldi frá konum.“ Konur oft sakbitnar „Konur sitja oft uppi með sektar- kennd eftir að þeim hefur verið nauðgað vegna þess að þær hugsa kannski að þær hefðu aldrei átt að ganga þá leið heim sem þær fóru og annað í þeim dúr. En það eru karlmennirnir sem gera þetta. Við verðum að beina athyglinni að því að það eru gerendurnir sem bera ábyrgðina á þessu, ekki þolend- urnir. Þeir bera alla þessa ábyrgð. Það verður því einfaldlega að höfða til karlmanna til að draga úr þessum árásum. Komast að því hvað það er sem fær þá til að beita þessu ofbeldi og nota vald sitt á þennan hátt.“ Helmingur mála kærður Einungis helmingur þeirra mála sem koma til neyðarmóttökunnar er kærður til lögreglu. Eyrún segir það algerlega mat þess einstakl- ings sem verði fyrir árásinni hvort hann kæri eður ei. Það sé ekki þeirra hlutverk að hafa áhrif á það, en öllum er þó boðið upp á að ræða við lögmann. „Gerandinn er svo oft ókunnug- ur. Þá hefur þolandinn yfirleitt verið að skemmta sér og endað jafnvel í samkvæmi en veit ekkert með hverjum hann fór með eða var. Svo er komið með konur hing- að hverja einustu helgi sem eru nánast afvelta af ölvun eða jafnvel í áfengisdái. Þetta eru möguleg fórnarlömb þeirra sem leggjast svona lágt. En þolendurnir upplifa þetta oft þannig að það sé erfitt að kæra einhvern sem þær þekkja ekki og að illa gangi að sanna þannig mál. Svo eru fórnarlömbin oft að draga til baka kærur vegna þess að þau eru að fá alvarlegar hótanir frá gerendunum, jafnvel líflátshótanir. Konurnar meta þetta þannig að þær geti verið í lífshættu ef þær kæri.“ Eyrún segir að umfjöllun um svona brot í fjölmiðlum og annars staðar leiði oft til þess að fleiri konur komi fram. „Þegar það Samborgaraleg ábyrgð allra Nauðgunarmál sem upp hafa komið í Reykjavík á undanförnum vikum hafa valdið miklum óhug meðal borgarbúa. Í öllum tilfellum réðust ókunnugir menn á ungar stúlkur eftir að þær höfðu verið við skemmtanahald í miðborginni. Öll málin eru enn óupplýst. Þórður Snær Júlíusson ræddi við Eyrúnu B. Jónsdóttur, deildarstjóra á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeld- is, um þessar nauðganir, almennt starf neyðarmóttökunnar og hvað sé mögulega hægt að gera til að sporna við því kynferðis- ofbeldi sem þrífst í Reykjavík nútímans. Svo eru fórn- arlömbin oft að draga til baka kærur vegna þess að þau eru að fá alvarlegar hótanir frá gerendunum, jafnvel lífláts- hótanir. EYRÚN JÓNSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI NEYÐ- ARMÓTTÖKU VEGNA NAUÐGANA Nauðgun Misneyting Sifjaspell Kynferðisbrot gegn börnum Prentun, útbreiðsla eða varsla kláms 11 21 6 23 30 11 21 2 23 41 7 27 4 24 23 13 19 5 19 25 19 38 5 19 43 2001 2002 2003 2004 2005 Samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku eru einungis helm- ingur þeirramála sem koma inn á borð til þeirra kærð til lögreglu. KYNFERÐISBROT Í REYKJAVÍKURBORG Fjöldi einstakra kynferðisafbrota í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík á árunum 2001-2005 samkvæmt árskýrslu Alls 145 Alls 161 Alls 171 Alls 130 Alls 140 EYRÚN B. JÓNSDÓTTIR Segir að aukning hafi orðið undanfarin ár í málum aþr sem óþekktir menn ráðist að konum eftir að þær hafi verið við skemmtannahald um helgar. Hún segist ekki geta skilgreint hvað það sé sem fær menn til að fremja slík ofbeldisverk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.