Fréttablaðið - 29.10.2006, Page 27

Fréttablaðið - 29.10.2006, Page 27
ATVINNA SUNNUDAGUR 29. október 2006 7 Leitað er að hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Um er að ræða spennandi starf fyrir réttan aðila í frjóu umhverfi hjá traustu fyrirtæki. Fyrirtæki skráð í Kauphöll Íslands óskar eftir að ráða öflugan grafískan hönnuð til starfa. Starfið felst í hönnun alls markaðsefnis fyrirtækisins, m.a. þátttöku í stærri og smærri auglýsingaherferðum og hönnun á kynningarefni og vefsíðu. Mikil tengsl eru við auglýsingastofur, prentsmiðjur og ljósmyndara. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. Umsjón með starfinu hefur Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is Góð starfsreynsla sem Grafískur hönnuður Reynsla af skilum verkefna og samskiptum við fjölmiðla og prentmiðjur Reynsla af frágangi og á verkum fyrir prent, vef og sjónvarp Reynsla af bæði MAC og PC umhverfi Adobe Photoshop Adobe Illustrator Adobe InDesign Flash + vefborðagerð Kunnátta á HTML + vefsíðugerð + virkni vefsíðna Teiknihæfileikar Grunnskilningur á þrívíddarforritum Færni í mannlegum samskiptum LEIKSKÓLAKENNARAR OG FÓLK MEÐ REYNSLU Náttúruleikskólinn Hvarf er sex deilda einkarekinn skóli. Hann er staðsettur við Álfkonuhvarf í Vatnsendahverfum í Kópavogi og er rekinn af ÓB ráðgjöf. Einvala starfsfólk starfar í leikskólanum og er mikil jákvæðni og áhugi í hópnum. Ábyrgð leikskólans hvað varðar heilbrigði er mikil og er lögð áhersla á græn- meti og ávexti í mataruppeldi barnanna. Grunntónninn í starfsmannastefnu leikskólans er hlýja og faglegur stuðningur. Sjá nánar í umfjöllun um leikskólann í Mbl. á www.obradgjof.is (Opnuviðtal 2. júní sl.). Þeir sem hafa áhuga á að sækja um starf vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Helgu Daníelsdóttur leikskólastjóra eða Kristínu Auði Harðardóttur aðstoðarleikskólastjóra í síma 570 4900 eða með því að senda tölvupóst í leikskolinn@obradgjof.is. Laus er til umsóknar staða leikskóla- kennara. Einnig óskum við eftir fólki með sambærilega menntun eða reynslu. Heilsdags- og hlutastarf er í boði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.