Fréttablaðið - 29.10.2006, Side 73

Fréttablaðið - 29.10.2006, Side 73
SUNNUDAGUR 29. október 2006 25 [ LEIKLIST ] UMFJÖLLUN Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa í meira en hálfa öld fallið í þá freistni að kippa á svið nýju skemmtiefni frá West eða Broad- way og trommað upp með trúð- ana sína gestum sínum til skemmtunar á föstudags- og laugardagskvöldum. Stundum hefur þetta gengið vel, stundum ekki. Þetta eru svörtustu blettirnir í sögu húss- ins, þessi óskiljanlegu einskis- verðu verk sem halda kommer- sjal leikhúsum uppi. Þau eru grunn, gamaldags og einfeldn- ingsleg. Þau brjóta í bága við lög um Þjóðleikhús. Þar eru þau sýnd vegna þess að kommersjal leikhús hefur ekki komist á legg hér á landi. Kommersjal leikhús kemst ekki á legg hér á landi vegna þess að ríkisstyrkt leikhús eru alltaf að grípa í svona verk. Sem er synd. Stórfengleg! er verk úr þess- ari skúffu. Það er eins konar brandaraverk: ósmekkleg en elskuleg amerísk kelling syngur falskt. Erindi þess er að réttlæta fúskarann og segja svei við þá sem hlæja að öllum sem ekki eru fullburða á sínum vettvangi. Það er gert með því að gera grín að slíkri persónu úr sögunni og hennar tilburðum á listasviðinu. Og sumir áhorfendur á frumsýn- ingu hlógu úr sér góminn, jafn- vel að fimmaurabröndurum leik- skáldsins. Styrkur sýningarinnar eru vinsældir sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir nýtur, ekki aðeins meðal starfsfólks Þjóðleikhúss- ins og embættismanna sem eru lunginn af frumsýningargestum þar á bæ núorðið, heldur almenn- ings: á þau mið er róið. Og metnaðurinn fyrir hönd listakonunnar er ekki stærri en þetta hjá Tinnu Gunnlaugsdóttur og hennar samstarfskonum. Í lágkúruna skal senda hana. Það er ekki verið að bjóða henni Mut- ter Courage, einhvern þann part sem hæfir listrænum þroska Lollu á þessum stað í ferli henn- ar. Nei elskulega kómík hennar skal nota og þann hæfileika, að hún getur gólað falskt ef hún vill og lærir, til að telja inn krónurn- ar. Að öllu leyti ber sýningin þess merki hver ætlunin er: hún er lít- ilsigld í útliti, fátækleg og ódýr að öllu leyti. Það er hrátt þýðing- arbragð af ódýrum textanum, ungliðunum er vorkunn að vera komnir í þau klisjukenndu hlut- verk sem leikhúsið býður þeim uppá í start og þau eru svo lítil- þæg að þiggja. Öllum aðstand- endum er minnkun af þessu verki. En mest þó leikhússtjórninni. Eru ráðgjafar leikhússtýrunnar orðnir svona meðvirkir eða eru þessu ósköp máski ættuð frá dramatúrgunum? Svona stór- fenglegt drasl á Þjóðleikhús sem nýtur almannastyrkja sem menn- ingarstofnun ekki að setja á svið. Það nýtur þeirra til annarra verka. Sextíu miljónir sem leik- húsið er að bæta við sig í fjárlög- um þessa árs eru til annars. Ofan á allt hitt. Og þegar allt er talið þá er ekki fjarri að þessi leiksýn- ing kosti skattgreiðendur það – sextíu milljóna fimmaurabrand- ari – sem Þjóðleikhús hefur ekki efni á. Páll Baldvin Baldvinsson Stórfenglegt drasl Um næstu helgi verður opnuð sýning í Listasafni Reykjavíkur sem vakið hefur mikla athygli bæði í Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Hún kallast Uncertain States of America – Bandarísk list á þriðja árþús- undinu. Þar verða sýnd verk eftir vonarstjörnur samtíma- myndlistarinnar í dag. Sýningin var opnuð í Ósló í fyrra og hefur farið bæði til New York og London þar sem henni er nýlokið. Sigurför hennar held- ur áfram eftir viðdvölina í Lista- safni Reykjavíkur þegar hún fer til Kaupmannahafnar og Kína. Til marks um hversu sýning- arstjórunum hefur tekist vel við val ungra bandarískra lista- manna á sýninguna má nefna að á síðum listatímaritsins Flash Art yfir efnilegustu listamenn samtímans eru ellefu af þeim fjörutíu og fimm sem verk eiga á sýningunni. Flash Art leitaði til eitt hund- rað gagnrýnenda og eitt hundrað galleríista til að fá hjá þeim álit á því hvaða 100 listamenn það væru sem skiptu máli í dag ef frá eru taldir Matthew Barney, Damien Hirst og Maurizio Catt- elan. Ekki kom á óvart að margir listamannanna lentu bæði á lista gagnrýnendanna og galleríist- anna. Á lista gagnrýnendanna voru fjórir af listamönnunum sem sýna í Listasafni Reykjavík- ur, í 12. sæti og ofar. Þetta eru þau Trisha Connelly (9) Paul Chan (10) og tvíeykið Allora & Calzadilla (12). Þau tvö fyrst- nefndu lentu líka á lista gallerí- istanna. Á lista galleríistanna er einn- ig að finna fjóra listamenn af topp tuttugu myndlistarmönnun- um sem verk eiga á sýningunni. Kelley Walker og Wady Guyton eru þar á meðal en sá síðarnefndi er einn þeirra listamanna sem kemur hingað til lands í tilefni af sýningunni. Walker og Guyton vinna innsetningu sína í samein- ingu en hún samanstendur af 900 málningardósum og 50 málverk- um sem þeir máluðu saman á fáeinum vikum. Trisha Donnelly er ofarlega á báðum listunum en hún hefur vakið gríðarlega athygli fyrir áhrifamikil hljóð- verk. Eins og mörg önnur verk á sýningunni verður verki Donn- elly fundinn óhefðbundinn stað- ur en það verður sett upp í lyftu Hafnarhússins. Lyftan gefur fulla ástæðu til að taka sér ferð upp á þriðju hæð hússins, skrif- stofuhæðina, en þar verður í fyrsta sinn sett upp sýning í rýminu fyrir framan skrifstof- urnar. Um er að ræða innsetn- ingu Mario Ybarra sem endur- speglar reif-menninguna með myndbandi, hljóði og myndum og gestir geta valið sér tónlist til að hlusta á. Í kaffiteríu Hafnarhússins setur listamaðurinn Christian Holstad upp glymskratta sem spilar lög að vali gesta og í and- dyrinu verður hengd upp ný útfærsla á risavöxnum banda- ríska fánanum í útfærslu Franks Benson. Listamaðurinn og hönn- uðurinn Matthew Brannon er einn þeirra sem koma hingað til landsins og verða verk hans m.a. í anddyri Hafnarhússins en þess má geta að samstarf tókst á með Listasafninu og Brannon sem felst í því að hann hannar allt kynningarefni fyrir sýninguna. Einn af yngstu listamönnun- um á sýningunni, Devendra Ban- hart, er ekki síður þekktur sem tónlistarmaður og hefur gefið út nokkrar plötur. Þess má geta að á meðal þeirra hundrað gagn- rýnenda sem voru álitsgjafar hjá Flash Art er að finna tvo af þremur sýningarstjórum sýn- ingarinnar, þá Daniel Birnbaum og Hans Ulrich Obrist. Halldór Björn Runólfsson er líka á meðal álitsgjafa. Og annar Íslendingur er tengdur listanum því Ragnar Kjartansson er á listanum yfir 200 bestu myndlistarmenn sam- tímans að mati gagnrýnenda. Því er svo við að bæta að Pier- re Huyghe, sem nú sýnir í Tate Modern í Lundúnum, er í 34.-39. sæti gagnrýnenda listans en hann verður með einkasýningu í Hafnarhúsinu snemma á næsta ári. - pbb Sundruð ríki skoðuð í myndlist FRÁ SÝNINGUNNI VESTANHAFS Hún hefur hvarvetna vakið umtal. Þjóðleikhúsið: Stórfengleg HÖFUNDUR: PETER QUILTER Niðurstaða: Grunnt, gamaldags, einfeldn- ingslegt. Sextíu milljóna fimmaurabrandari.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.