Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 83

Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 83
SUNNUDAGUR 29. október 2006 35 ÍSHOKKÍ Þessa dagana fer fram alþjóðlegt íshokkímót í Egilshöll- inni þar sem sex lið etja kappi, tvö íslensk og fjögur erlend. Það er Skautafélagið Björninn sem stend- ur fyrir þessu móti sem ber heitið Icelandair Cup. Liðin sem mætt eru til leiks eru Copenhagen Woman frá Dan- mörku, bandaríska liðið Bethlehem Wicked, Kingston Diamond og Bison Ladies bæði frá Bretlandi auk íslensku liðanna Skautafélags Akureyrar og Skautafélagsins Bjarnarins. Mótið hófst á fimmtudaginn og í gær voru þrjár umferðir búnar af fimm. Björninn byrjaði mótið á að spila við Kingston Diamonds, sem er besta lið mótsins, og tapaði 2-9 fyrir þeim. Björninn hefur unnið báða leiki sína eftir það, fyrst lagði félagið Copenhagen Women 4-1 og í gær vann Björninn góðan sigur á Bethlehem Wicked, 5-2. Skautafélag Akureyrar hóf mótið með sigri á Bison Ladies, 4-1, tapaði svo fyrir Kingston Dia- monds, 0-3, og gerði loks jafntefli við Copenhagen Women, 1-1. Mótið er með deildarfyrirkomu- lagi þar sem tvö stig eru veitt fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Ef tvö lið eru jöfn í lokin er það markatal- an sem gildir. Mótinu lýkur í dag - dsd Skautafélagið Björninn stendur fyrir móti í Egilshöll: Alþjóðlegt íshokkímót SKOT AÐ MARKI Þessi mynd er úr viðureign SA og Copenhagen Women sem fram fór í gær. Liðin skildu jöfn í leiknum, 1-1. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur nú gagnrýnt þá pressu sem framkvæmdastjórar eru undir. Ferguson hefur verið við stjórnvölinn hjá Manchester United í 20 ár og óttast að kollegar hans fái sífellt minni tíma til að ná árangri. „Fótboltinn líður fyrir þessa þróun. Mörg félög eru rekin af góðum viðskiptamönnum, en það eru allt aðrar aðferðir í fótboltan- um en í viðskiptaheiminum af því að fótboltinn er ástríðufullur leikur. Í fyrsta lagi þá er ekki hægt að vinna hvern einasta leik. Þrátt fyrir það eru framkvæmda- stjórar reknir þegar sex leikir eru búnir af tímabilinu. Það getur ekki verið gott fyrir leikinn,“ sagði Ferguson, sem vann engan titil á fjórum fyrstu árum sínum sem framkvæmdastjóri Manchester United. - dsd Sir Alex Ferguson: Sýnið stjórum þolinmæði SIR ALEX Finnst yfirmenn félagsliða ekki sýna framkvæmdastjórum sínum nógu mikinn skilning. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Martin Jol, fram- kvæmdastjóri Tottenham, sparar ekki stóru orðin þegar kemur að Tom Huddlestone, leikmanni Tottenham. Jol gengur jafnvel svo langt að líkja honum við ekki ómerkari mann en Franz Becken- bauer, sem gengur oft undir nafninu Keisarinn. „Sem varnarmaður er hann líkur Franz Beckenbauer. Ef hann væri að spila sem djúpur miðvörður, sópari, væri hann besti leikmaður í heimi, en það spilar enginn með djúpan miðvörð í dag. Ég get nánast fullyrt að ég hef aldrei séð neinn leikmann í líkingu við hann,“ sagði Jol. - dsd Martin Jol um Huddlestone: Líkir honum við Keisarann FÓTBOLTI Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, er ekki að svitna mikið þótt David Beckham hafi ekki framlengt samningi sínum við félagið og sé sterklega orðaður við lið í Bandaríkjunum. „Samningurinn er vandamál félagsins en ekki mitt. Ég er búinn að segja mína skoðun. Ég lít á Beckham sem hægri kantmann en ég er með aðra leikmenn í þá stöðu,“ sagði Capello, sem kallar ekki allt ömmu sína. - hbg Fabio Capello: Engar áhyggjur af Beckham DAVID BECKHAM Orðaður við Los Angel- es Galaxy.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.