Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 2
 Undirbúningur að lagn- ingu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu hefst á næstu dögum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra þess efnis og mun hann ræða við fulltrúa fjarskipta- fyrirtækjanna og aðra hagsmuna- aðila fyrstu dagana í janúar. Talið er að stofnkostnaður verði á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna og að hægt verði að taka strenginn í notkun seint á árinu 2008. Hröð þróun hefur verið í fjarskipta- málum undan- farin ár og þörfin fyrir áreiðanlegt samband, bæði talsíma og gagnaflutn- inga, hefur aukist. Margs konar við- skipti og öryggishags- munir krefjast daglegs og öruggs aðgangs að netinu. Í fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu segir að með öruggu netsambandi gætu Íslend- ingar boðið enn frekari þjónustu á sviði alþjóðlegra viðskipta. Hug- myndir um fjármálamiðstöð á Íslandi nái varla fram að ganga án öruggra fjarskipta. Ísland er tengt umheiminum með ljósleiðarastrengjunum Cant- at-3, sem var tekinn í notkun árið 1994, og Farice-1, sem var tekinn í notkun í janúar 2004. Gervihnött- ur sér einnig fyrir varasambandi. Sturla segir að til greina komi annars vegar að stofna nýtt félag um lagningu nýja strengsins eða að semja við Farice um verkefnið. Hann segir að engan tíma megi missa og brýnt sé að koma málinu af stað hið fyrsta. Stofnkostnaður við lagningu nýs sæstrengs er talinn vera á bil- inu 2,8 til 3,9 milljarðar króna, eftir því hvaða leið verður valin. Meðal hugmynda um útfærslu er að ræða við Færeyinga sem hafa þegar ákveðið að leggja annan streng. Verði ákvörðun tekin um lagn- inu strengs á næstu vikum má gera ráð fyrir að undirbúningur og rannsóknir taki mestan hluta næsta árs og að lagning strengsins færi fram árið 2008. Þá væri hægt að taka hann í notkun seint á árinu 2008. Undirbúningur nýs sæstrengs hafinn Undirbúningur að lagningu nýs sæstrengs hefst á næstu dögum. Stofnkostn- aður verður á bilinu þrír til fjórir milljarðar. Hægt verður að taka strenginn í notkun seint árið 2008. Samgönguráðherra segir brýnt að koma málinu af stað. Flugeldasprengingar fara oft verr í dýr en menn, og getur jafnvel hætta skapast af. Hross eiga til að fælast þegar þau verða hrædd og vaða yfir skurði og girðingar. „Þetta er ekki svo mikið vanda- mál hér í þéttbýlinu þar sem allir hestarnir eru inni, en í dreifbýlinu er þetta mun hættulegra,“ segir Bjarni Finnsson, formaður Hesta- mannafélagsins Fáks. „Þetta eru hjarðdýr þannig að heilu flokkarnir taka á rás þegar einhverjir verða hræddir. Að nokkru leyti venjast hrossin þessum hamagangi en maður er alltaf svolítið smeykur þegar áramótin nálgast.“ Bjarni segir í raun lítið hægt að gera til að fyrirbyggja að hrossin fælist við flugelda- sprengingar. „Það er best að setja hestana inn eftir því sem er hægt, og svo þarf líka að passa að girðingarnar séu í lagi. Þú kemur ekki í veg fyrir spreng- ingarnar.“ Önnur ráð eru til dæmis að hafa kveikt ljós í hesthúsinu og útvarp- ið í gangi til þess að minnka áhrif sprenginganna. Sumir líma einnig svarta plastpoka fyrir glugga til að fela ljósaganginn. Hross óhress með flugelda Bíll valt við Gröf í Víðidal í Húnavatnssýslu um ellefuleytið í gær. Tveir menn voru í bílnum, báðir útlendingar. Þeir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra eftir atvikum. Ísing á veginum varð þess valdandi að bíllinn fór út af og valt um tíu veltur á hundrað metrum. Hann er gjörónýtur eftir bylturnar. „Mennirnir eru heppnir að sleppa svona vel úr þessu,“ segir Hermann Ívars- son, varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi. Fór tíu veltur á 100 metrum Ögmundur, á að rúlla kragan- um upp? 26 særðust og tveir eru ófundnir vegna kröftugrar spreng- ingar í bíl á alþjóðaflugvellinum í Madríd á Spáni í gær. Aðskilnað- arsamtök Baska, ETA, eru talin ábyrg fyrir sprengingunni. Níu mánaða vopnahlé virðist fyrir bí, en ríkisstjórn Spánar hefur sóst eftir viðræðum við ETA til að binda enda á áratugalangar deilur og átök. Sprengingin átti sér stað á margra hæða bílastæði klukkan níu um morgun á einum mesta ferðadegi ársins. Varúðarsímtal barst frá ETA stuttu áður en sprengingin varð. Sendiferðabíll sprakk í loft upp og fylgdi sprengingunni reykur og grjótkast, svo að margir bílar skemmdust. Tveir menn týndust í brakinu og 26 manns særðust lítillega, flestir með skaddaða heyrn vegna höggbylgju sprengingar- innar. Lögreglumaður lenti undir regni af brotnu gleri og skarst illa. Slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eld á svæðinu, en stór hluti byggingarinnar var illa far- inn eftir sprenginguna. Enginn hefur látist í árásum ETA síðan í maí 2003. Ríkisstjórn Spánar lýsti yfir óánægju sinni með að vopnahléinu væri lokið og gaf í skyn að lítið yrði úr samningaviðræðum við ETA. Að venju verða áramóta- brennur víða um land. Alls verða 11 brennur í Reykjavík. Stóru brennurnar eru fjórar. Þær eru við Ægisíðu, Gufunes, Geirsnef og við Rauðavatn og verður kveikt í þeim klukkan 20.30. Brennurnar eru í tveimur stærðarflokkum, þar sem Eldvarnareftirlitið hefur tekið mið af aðstæðum og umhverfi við brennustaðinn og ákvarðað stærðina. Sjö brennur eru alfarið á ábyrgð framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, svokallaðar „borgarbrennur“, en starfsmenn framkvæmdasviðs veita jafn- framt þjónustu við aðrar brennur. Brennum hefur fækkað um eina síðan í fyrra, en þá var einnig lítil brenna í Ártúnsholti. Starfsmenn hverfastöðva framkvæmdasviðs verða við móttöku og uppröðun í bálköstum til klukkan 12 á gamlársdag. Áramótabrenn- ur víða um land Talið er að umtalsverð loftmengun verði á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, gamlárskvöld, þar sem spáð er stillum og góðu veðri. Fólki með öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt að halda sig innandyra. Loftmengunarkvóta um heilsu- spillandi magn svifryks í lofti er nú þegar náð fyrir árið 2006. „Það má búast við meiri mengun en ella sökum flugelda þegar veður er kyrrt. Þá tekur lengri tíma fyrir svifryk og eitraðar loftteg- undir að hverfa. En þessi mengun varir í það stuttan tíma að sennilega hefur það ekki áhrif á meðaltalsmælingar. Enda myndi það teljast með kvóta næsta árs ef svo væri,“ segir Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna umhverfisdeild- ar Reykjavíkurborgar. Mengun vegna veðurblíðu Um 500 manns er enn saknað eftir að indónesísk ferja sökk við strendur eyjunnar Jövu á föstudag. Unnt var að bjarga 59 manns en mikið óveður hefur geisað og hamlað leit björgunarmanna. Stjórnvöld í Indónesíu halda enn í vonina en sést hefur til fleiri björgunarbáta þar sem ferjan sökk. Um borð í henni voru skráðir 545 farþegar og 57 í áhöfn á leið hennar milli eyjanna Borneó og Jövu. Upphaflega var óttast að um 800 manns væru um borð, en ferjan mátti taka 850 farþega. Fjölda saknað eftir skipsskaða Fréttablaðið kemur næst út þriðjudaginn 2. janúar. Móttaka Fréttablaðsins er lokuð í dag og nýársdag en verður opnuð aftur á þriðjudag. Smáauglýsinga- deildin er lokuð á sama tíma. Kemur næst út á þriðjudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.