Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 18
Sveitarstjórnarkosningar í maí gáfu nokkurn forsmekk að því sem nú er í vændum. Þar urðu fyr- irferðarmikil mál sem að líkind- um mun einnig bera hátt í alþing- iskosningunum. Má nefna málefni aldraðra og velferðarmál almennt og síðan umhverfismálin. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð fékk góða kosningu. Við náðum sterkri fótfestu á sveitarstjórnarstiginu og einkum var útkoma okkar glæsileg í stærstu sveitarfélögun- um. Þannig á VG nú 6 borgar- og bæjarfulltrúa í 4 stærstu kaup- stöðum landsins. Fylgi V-listanna var nálægt 13% að vegnu meðal- tali og VG þar með þriðja stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum. En næst á dagskrá eru afdrifa- ríkar alþingiskosningar þar sem þjóðin þarf að svara með skýrum hætti hvaða stefnu hún vill í mikil- vægum málaflokkum. Stjórnar- samstarfið er útbrunnið og þegar af þeim ástæðum brýnt að knýja fram umskipti í íslenskum stjórn- málum. Valdþreytan skín af báðum stjórnarflokkunum. Framsókn er augljóslega ekki í ástandi til að stjórna einu né neinu og Sjálfstæð- isflokkurinn er einnig langþreytt- ur og kraftlaus. Vera hans í mörg- um ráðuneytum, samfellt í einn og hálfan áratug, liggur eins og mara á viðkomandi málaflokkum. Dóms- málin, samgöngumálin, mennta- málin og Ríkisútvarpið, allt þetta og stjórnarráðið í heild, þarf að frelsa undan Sjálfstæðisflokknum. En fyrst og síðast er mikilvægt að knýja fram breytta stjórnarstefnu á Íslandi. Óánægja almennings með framvinduna á fjölmörgum sviðum fer vaxandi: • Jafnvægisleysið í efnahags- málum og á vinnumarkaði, afleið- ingar stóriðjustefnunnar, ábyrgð- arleysis og mistaka ríkisstjórnarinnar við hagstjórn, eru nú að koma landsmönnum í koll í formi verðbólgu og hækk- andi lána, óstöðugs gengis, ört vax- andi erlendra skulda og lakara lánshæfis. Ábyrg hagstjórn þar sem snúið verður af feigðarbraut viðskiptahalla og erlendrar skulda- söfnunar verður að taka við. • Velferðarkerfið hefur mætt afgangi og misskiptingin blasir hvarvetna við. Ríkisstjórnin hefur aukið á ört vaxandi launa- og aðstöðumun með skattkerfisbreyt- ingum sem hygla hátekju- og stór- eignafólki og fjármagnseigend- um. Velferðarstjórn eins og VG hefur barist fyrir þarf að komast til valda. • Kosningarnar næsta vor verða þó einna afdrifaríkastar þegar kemur að umhverfismálum. Atkvæðaseðillinn þá kann að vera síðasta tækifærið til að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvort menn vilja áframhaldandi blinda og óhefta stóriðjustefnu, áframhaldandi álvæðingu á kostn- að íslenskrar náttúru og annars atvinnulífs, eða staldra við. Kosn- ingasigur vinstri grænna og sterk staða okkar í næstu ríkisstjórn er það sem til þarf. • Gerbreyta þarf áherslum í utan- ríkis- og friðarmálum. Gera verð- ur upp stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við Íraks- stríðið og tryggja að slíkt endur- taki sig aldrei. • Á sviði atvinnu- og byggðamála þarf metnaðarleysið, stóriðju- og einkavæðingarþjónkunin að víkja fyrir áherslu á fjölbreytni, sam- göngubætur og jöfnun aðstöðu. Þeir sem virkilega vilja sýna ríkisstjórninni rauða spjaldið næsta vor hafa til þess eina örugga aðferð, þ.e. að kjósa Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Ég þakka landsmönnum fyrir samfylgdina á árinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Breytum í vor Íáratugi hafa launþegar, samtök þeirra og stjórnmálaflokkar haft uppi áherslur um velferðar- þjóðfélag í bestu merkingu þess. Hér ættu allir að geta lifað af við þau kjör og réttindi sem okkur væru tryggð. Lágmarkslaun á vinnumarkaði og lágmarksbætur Tryggingastofnunar ríkisins (T. R.) til eldri borgara og öryrkja ásamt lífeyrissjóðakerfinu eða atvinnuleysisbótasjóði ættu að tryggja framfærslu, til mannsæm- andi lífs. Sem forystumaður stétt- arfélags og Landssambands yfir- manna (F.F.S.Í.) og sem formaður Frjálslynda flokksins og alþingis- maður hef ég haft þá skoðun að tryggja öllum þau kjör að geta lifað af án fátæktar eða vöntunar nauðþurfta. Að hjúkrun fólks, öldrunarþjónusta og önnur vistun- arúrræði stæðu öllum til boða. Hverri starfsstétt ber skylda að starfa með öðrum starfsstéttum þessa þjóðfélags, að tryggja þau lágmarkskjör og velferðarþjón- ustu sem gerð var grein fyrir í upphafi þessarar áramótagreinar. Frjálslyndi flokkurinn hefur þá stefnu að lágmarkskjör eigi að duga til þess að lifa mannsæmandi lífi og tryggja velferð. • Bætur almannatrygginga fylgi almennri launavísitölu og nægi til framfærslu. • Skerðing tryggingagreiðslna verði lækkuð og afnumin með öllu á tekjur og lífeyrisgreiðslur undir 50 þúsund krónum á mánuði. • Lífeyrissjóðstekjur séu skatt- lagðar sem fjármagnstekjur. Afsláttur af fasteignagjöldum aukist með lækkandi tekjum. • Lífskjör fatlaðra verði bætt, dregið verði úr skerðingu bóta vegna atvinnuþátttöku og lífeyris- greiðslur skerði ekki örorkubæt- ur. • Afnema skal tekjutengingu við laun maka. • Lækka þarf húsnæðiskostnað öryrkja og fatlaðra. Það eru rauntekjur eftir skatt- greiðslur til ríkis og sveitarfélaga sem skipta þá sem minnst hafa sér til framfærslu mestu máli. Það er ekki nóg að hækka lægstu laun og bætur T.R. ef skattastefna ríkis- stjórnar verður síðan til þess að láglaunafólk og bótaþegar eru að greiða skatta af brúttótekjum sem ekki nægja fólki til lágmarksfram- færslu og nauðþurfta. Það er sorglegt að líta yfir vegferð ríkisstjórnarinnar í skattamálum einstaklinga sl. 12 ár. Misskipting í launum hefur aukist sem aldrei fyrr og margir hafa tugi milljóna eða hundruði í árslaun. Ríkis- stjórnin eykur á misvægið með forgang á að afnema hátekjuskatt- inn og lækka sérstaklega skatta þeirra sem hæstar tekjur höfðu. Frekar átti að hækka tekjuviðmið og hafa áfram skatt á háar og mjög háar ofurtekjur. Persónuafsláttur var látinn sitja eftir og hafa minna vægi til hækkunar skattleysis- marka sem leiddi til þess að skatt- greiðendur með lágar tekjur eru beinir tekjuskattsgreiðendur. Þetta kallaði fjármálaráðherra að breikka skattstofninn. Frjálslyndi flokkurinn lagði til fyrir alþingiskosningar 2003 að í stað stefnu ríkisstjórnarinnar yrði þeim 16 milljörðum króna sem átti að verja í 4% flata lækkun tekju- skatts á einstaklinga varið öllum í hækkun persónuafsláttar. Það hefði hækkað skattleysismörk i um 110.000 kr. Hagur lágtekju- og millitekjufólks hefði batnað en þeir sem hæstar hefðu tekjur greiddu meira. Stjórnarandstaðan lagði til í haust að persónuafslátt- ur yrði hækkaður sem næmi báðum þeim 2% sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Allar tillögur frá stjórnarandstöðu um velferð- armál aldraðra og öryrkja sem og hækkun persónuafsláttar voru felldar á haustþinginu. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru og aðrar aðgerðir til lækkunar matarverðs eiga síðan að koma til framkvæmda í mars 2007. Að sjálfsögðu kosningamál sem ríkistjórnin leggur með sér. Það verður annarra að fylgja þeirri stefnu eftir. Tímabært er að skipta um ríkisstjórn að vori. Einn merkasti atburður innan- lands á árinu var að bandaríska setuliðið fór af landi brott. Aðdrag- andinn var sérstakur og kom rík- isstjórninni á óvart. Það er ánægju- efni að hér skuli ekki vera vopnum búinn her á friðartímum. Að Bandaríkin færu með sín tæki, tól og mannskap átti öllum að vera ljóst og vinátta Davíðs og Bush breytti því ekki. Hörmungar- ástand er í Írak þar sem nú er borgarastríð og ömurlegt að tveir fyrrum forystumenn okkar þjóðar skildu játast undir þau vígaferli sem skila heimsbyggðinni vaxandi hatri milli þjóða og trúarbragða. Við bentum árið 2004 á að nauð- syn væri að leita samstarfs við nor- rænar þjóðir um eftirlit og varnir Norðurhafa. Nú eiga sér stað slíkar viðræður sem vonandi leiða til auk- innar samvinnu. Sýnum frum- kvæði að því að ræða við rússneska ráðamenn um samskipti og eftirlit Norðurhafa. Veröldin er mikið breytt frá dögum kalda stríðsins, aukin samvinna þjóða á fjölmörg- um sviðum og friðarvilji verður að vera leiðarljós nýrrar og friðvæn- legrar framtíðar. Við deilum um nýtingu okkar á náttúruauðlindum til lands og sjávar, þar er engin sátt á orðin. Vont kvótakerfi fiskveiða hefur ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt. Lögin áttu að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu og byggja upp fiskistofnana. Eink- um okkar aðalnytjastofn, þorsk- stofninn. Kvótabraskleigukerfið arðrænir bæði sjómenn og sjávar- byggðir, kvótalitlar útgerðir og fiskvinnslur. Það sóar verðmæt- um, það vita allir þeir sem fisk- veiðar stunda. Þeir stóru verða stærri í kerf- inu og atvinnuréttur byggðanna safnast á færri hendur. Fólki fækk- ar í sjávarbyggðunum og allir leita með logandi ljósi að atvinnutæki- færum sem gætu orðið tryggari en braskið með atvinnurétt sjávar- byggðanna. Faðir kvótans, Halldór Ásgrímsson, réði Valgerði Sverris- dóttur sem falið var verkefnið iðn- væðing byggðanna, þ.e. stóriðja, einkum álver. Það þarf engan að undra þó öllu sé vel tekið sem við- bót í atvinnu, þar með stóriðju í byggðum sem standa veikt. For- svarsmenn byggða vilja nýta þá orku sem svæðið býður upp á. Álver af hæfilegri stærð, að því gefnu að orku megi nýta án veru- legs skaða á náttúru, er vissulega nothæfur kostur til atvinnusköp- unar. Rekstur Norðuráls í Hval- firði sýndi góðan rekstur þó fram- leiðsla sé undir 150-200 þúsund tonn á ári. Stjórnvöld verða að hafa stefnu og óþarft að stofna til risaál- vera í hverri vík. Reynsla okkar m.a. af Kárahnjúkavirkjun ætti að kenna okkur vandaðri umgengni við náttúruna í framtíðinni. Erlendu fólki fjölgaði ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn vill að fólki af erlendu bergi brotið sem flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Innfluttu fólki verði sýnd full virðing og tryggð mann- réttindi. Málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi eru nú í ólestri. Fólk býr í atvinnuhúsnæði, skráning og eft- irlit er gloppótt. Brotið er á rétt- indum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti o.s.frv. Mikið innstreymi er af fólki hingað og aldrei meira en síðustu mánuði. Erlendir starfsmenn nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Við upplifum nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp áður þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu. Stjórnvöld áttu að bregðast betur við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í stórauknu streymi erlends vinnuafls hingað sem varð þegar frjáls för launa- fólks frá nýjum aðildarríkjum ESB varð að lögum 1. maí sl. Frjálst flæði erlends vinnuafls á vinnu- markaðinn getur leitt til lækkunar launa. Staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra um framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig má spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og annarri aðlögun. Eftirlit og takmörkun væri ein- faldari ef Ísland hefði nýtt sér fyr- irvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að tak- marka á ný frjálst flæði launa- fólks frá nýjum ríkjum EES og tryggja þá hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir. Ekki er verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur ein- göngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálfir flæði erlendra nýbúa til landsins. Ég þakka landsmönnum stuðn- ing við Frjálslynda flokkinn og óska öllum gæfuríks komandi árs. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Velferðin – áratugabarátta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.