Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 58
Þ að liggur beint við að spyrja Þorstein að því hvernig honum hafi dottið í hug að rækta býflugur á Íslandi. “Það er kannski nokkuð sem er sameigin- legt með mér og Kjarval að vera náttúrubörn, en ég trúi á náttúr- una eins og hann,” segir Þorsteinn og brosir. “Ég hef alltaf haft áhuga á því fyrirbrigði og líður mjög vel úti í náttúrunni,” bætir hann við en hann kynntist býflugnarækt- inni þegar nágranni hans flutti heim frá Svíþjóð fyrir nokkrum árum með býflugur með sér. “Hann hafði lært býflugnarækt- ina sem áhugamál meðan hann bjó úti í tíu ár en ég kynntist honum þegar hann flutti í nágrennið. Síðan stofnuðum við Hið íslenska býflugnaræktarfélag og nú erum við um það bil tíu sem ræktum flugur á landinu.” Þorsteinn segir ræktunina hafa gengið sæmilega en enn séu rækt- endur að læra á aðstæðurnar sem landið hefur upp á að bjóða. “Vet- urinn er mjög sveiflukenndur og við þurfum að læra hvernig best sé að útbúa flugurnar fyrir vetur- inn þannig að þeim líði vel en sum- arið er ekki vandamál,” segir Þor- steinn. “Við erum að rækta hér upp stofn sem er með minni árásar- hneigð en gengur og gerist. Við viljum hafa ljúfari flugur sem eru ekki eins gjarnar á að stinga og sumar eru,” segir Þorsteinn sem var óvenju mikið stunginn síðast- liðið sumar. “Það var reyndar bara af kæruleysi í mér og það er að vissu leyti mjög gott fyrir suma að vera stungnir því það er mjög gott við liðagigt. Víða í heiminum eru býflugur notaðar sem lækninga- ráð við slíku og sjálfur hef ég aldrei verið betri í skrokknum.” Hver fluga stingur þó bara einu sinni og endar líf sitt á því. Þor- steinn segir ákveðinn hóp flugna í hverju búi sem séu eingöngu í því að vernda búið og stingi bara ef þær hafa hugboð um að verið sé að ráðast á heimili þeirra. Markmiðið hjá Þorsteini er að þróa ræktunina áfram, fjölga búunum og framleiða hunang. “Ég held því í miklu hófi að taka frá þeim hunangið af því ég er að fjölga búunum og tek um tuttugu kíló á ári. Þá pökkum við því og seljum það beint úr búinu en þannig eru gæðin mest,” segir Þorsteinn en hann flutti flugurnar hingað frá Noregi. “Það þarf að vanda verulega til við innflutning- inn á býflugunum til að fá ekki með þeim sjúkdóma.” Flugurnar eru í dvala yfir vet- urinn og eru þá með forða í búun- um, annað hvort hunang eða sykur sem þær nota það til að nærast yfir veturinn og halda uppi hita í búinu. “Þær hnappa sig saman inni í búinu og halda sérstaklega hita á drottningunni því hún er það mikilvægasta í búinu. Það má ekki frjósa inni í búinu þannig að flugurnar eru í einangruðum köss- um yfir veturinn. Þær eru mjög veðurglöggar og fara ekkert út úr búinu ef þær sjá fram á að það verði kalt, heldur bara ef það er sól og hiti,” segir Þorsteinn og bætir við að þær séu eiginlega öruggari en veðurfræðingarnir hvað varðar veðurspánna. “Flugurnar eru félagsdýr og hafa sitt samfélag eða þorp inni í búinu. Það eru ákveðnar flugur í hreingerningu, aðrar eru í því að fara út með dauðar flugur og enn aðrar eru ljósmæður og hugsa um eggin og lirfurnar. Karlarnir geta verið nokkuð margir yfir sumarið en þeirra eini tilgangur er að frjóvga drottninguna, sem þeir gera bara einu sinni hver en drottningin getur orðið allt að átta ára gömul,” segir Þorsteinn og heldur áfram: “Þegar flugurnar undirbúa búið fyrir haustið þá drepa þær karlana því þeir eru óþarfir en skilja einhverja eftir til öryggis ef illa skyldi fara.” Þorsteinn er með fjögur bú núna en myndi gjarnan vilja eiga tíu eða tuttugu en það þarf ákveðin tíma til að búa til ný bú. “Til þess þarf góð sumur en sumarið á Íslandi er náttúrlega mjög stutt. Þetta er þónokkur vinna yfir sum- arið ef maður ætlar að hugsa vel um búin. Það þarf að fara einu sinni í viku í búið, opna það og fylgjast með því hvað flugurnar eru að gera.” Meðal þess sem þarf að fylgjast með segir Þorsteinn vera hvort drottningin sé dugleg að leggja og hvort búið sé að stækka en þá eru flugurnar að fjölga sér. “Þegar þeim fjölgar mikið þá þrengist í búinu hjá þeim og þær byrja að undirbúa að skipta því upp. Þá leggja þær til og fram- leiða aðra drottningu og á nokkr- um tíma þroskast sú drottning og ákveðinn hópur fer úr búinu með henni að reyna að finna nýtt heim- ili.” Þorsteinn segir að það þurfi að fylgjast vel með þessu og stækka rýmið jafn óðum. “Það þarf að passa upp á að leyfa þeim ekki að búa til nýja drottningu nema maður vilji það,” segir hann. Þorsteinn segir flugurnar verka hunangið sjálfar í búinu en þær koma inn með blómasykurinn og ná niður rakanum í hunanginu með loftræstingu sem þær búa til með vængjunum. “Þær eru mjög ratvísar og geta farið allt að fimm til átta kílómetra frá búunum og koma svo til baka aftur. Ef ein fluga finnur til dæmis góðan akur þá kemur hún aftur og segir hinum flugunum frá því hvar hann er en það gefur hún til kynna með ákveðnum dansi. Þá fer hópur úr búinu á þennan akur að sækja blómasykur, þannig að þetta er heilmikið skipulag,” segir Þor- steinn og bætir því við að það finn- ist á lyktinni á hunanginu hvert þær sækja blómasykurinn en það er meðal annars í beitilyng og fleira í umhverfinu. Þannig að lyktin af íslenskri náttúru finnst í hunanginu. “Á haustin höldum við upp- skeruhátíð í Húsdýragarðinum þar sem allir býflugnabændurnir koma með sitt hunang og hægt er að smakka á öllum tegundunum. Til dæmis er hunangið sem er ræktað í Húsdýragarðinum mjög sætt og svolítil blómalykt af því enda er svo mikið af blómum í laugardalnum. Hjá mér er það sterkara af því þær sækja meira í greni og furu og víði og ösp og fleiri plöntur sem gera sterkari lykt,” segir Þorsteinn sem sjálfur fær um það bil tuttugu kíló af hun- angi úr búunum sínum á ári. “Ég hef yfirleitt látið mér nægja að taka hunangið bara á haustin en það má alveg taka það oftar. Best er náttúrlega að taka hunangið bara beint í lófann úr búinu og stinga því upp í sig. Þá er það svo volgt og gott. Maður ýtir bara flugunum frá og setur það upp í sig,” segir býflugnabóndinn og hlær. Víða í heim- inum eru býflugur notaðar sem lækningaráð við slíku og sjálfur hef ég aldrei verið betri í skrokknum Ræktar býflugur við Elliðavatn Býflugnarækt er tiltölulega ný búgrein hér á landi enda varla hægt að segja að hér séu kjöraðstæð- ur fyrir slík skordýr. Þorsteinn Sigmundsson í Elliðahvammi við Vatnsenda er einn þeirra sem ræktar býflugur og sagði Sigríði Hjálmarsdóttur frá ræktun sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.